Laus við veikindin og klár í slaginn Valur Páll Eiríksson skrifar 16. september 2024 13:12 Gylfi Þór mun spila gegn KR í kvöld. vísir/Diego Gylfi Þór Sigurðsson hefur æft af krafti með Valsmönnum eftir nýafstaðið landsleikjahlé og veikindi sem hann glímdi við aftra honum ekki frá því að spila við KR að Hlíðarenda í kvöld. Gylfi Þór var að glíma við magapest í kringum landsleiki Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland en hann byrjaði þó báða leikina. Talið er að allt að 15 leikmenn hafi lent í svipuðum veikindum í kjölfar leikjanna tveggja. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, staðfestir í samtali við íþróttadeild Vísis að Gylfi sé stálsleginn og spili með Val í kvöld. „Já hann er klár í slaginn. Hann hefur æft alla daga frá því að hann kom frá landsliðinu. Það er ekkert vesen á honum. Hann er klár,“ segir Túfa, eins og hann er gjarnan kallaður. Hann segir menn spennta að snúa aftur eftir landsleikjahlé en töluvert lengra er síðan að Valur spilaði leik heldur en KR. KR-ingar spiluðu frestaðan leik við Víking á föstudagskvöldið og töpuðu þar 3-0. Túfa segir spennu fyrir leiknum. „Við hlökkum til að fá fyrsta leikinn í einhverjar tvær vikur. Það er spennandi að mæta KR á Hlíðarenda og þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur Valsara og okkar stuðningsmenn. Tilfinningin er góð og við hlökkum til kvöldsins,“ segir Túfa. Srdjan Tufegdzic (Túfa) segir spennu fyrir kvöldinu.Vísir/Ívar Ávallt sé meiri spenna fyrir leik þessara fornu fjenda. „Ég held það skipti engu máli hvar liðin eru í töflunni þegar þessi lið mætast. Bæði lið eru ákveðin í að vinna þennan leik í kvöld. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá þrjá punkta í Evrópubaráttunni en líka mikilvægt fyrir klúbbinn og stuðningsmenn að gera vel gegn KR,“ segir Túfa. Leikur Vals og KR hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stúkan gerir upp alla 22. umferðina í Bestu deild karla beint í kjölfarið. Fylkir og Víkingur mætast einnig klukkan 19:15 og sýnt beint frá þeim leik á Stöð 2 Sport 5. Besta deild karla Valur KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Gylfi Þór var að glíma við magapest í kringum landsleiki Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland en hann byrjaði þó báða leikina. Talið er að allt að 15 leikmenn hafi lent í svipuðum veikindum í kjölfar leikjanna tveggja. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, staðfestir í samtali við íþróttadeild Vísis að Gylfi sé stálsleginn og spili með Val í kvöld. „Já hann er klár í slaginn. Hann hefur æft alla daga frá því að hann kom frá landsliðinu. Það er ekkert vesen á honum. Hann er klár,“ segir Túfa, eins og hann er gjarnan kallaður. Hann segir menn spennta að snúa aftur eftir landsleikjahlé en töluvert lengra er síðan að Valur spilaði leik heldur en KR. KR-ingar spiluðu frestaðan leik við Víking á föstudagskvöldið og töpuðu þar 3-0. Túfa segir spennu fyrir leiknum. „Við hlökkum til að fá fyrsta leikinn í einhverjar tvær vikur. Það er spennandi að mæta KR á Hlíðarenda og þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur Valsara og okkar stuðningsmenn. Tilfinningin er góð og við hlökkum til kvöldsins,“ segir Túfa. Srdjan Tufegdzic (Túfa) segir spennu fyrir kvöldinu.Vísir/Ívar Ávallt sé meiri spenna fyrir leik þessara fornu fjenda. „Ég held það skipti engu máli hvar liðin eru í töflunni þegar þessi lið mætast. Bæði lið eru ákveðin í að vinna þennan leik í kvöld. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá þrjá punkta í Evrópubaráttunni en líka mikilvægt fyrir klúbbinn og stuðningsmenn að gera vel gegn KR,“ segir Túfa. Leikur Vals og KR hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stúkan gerir upp alla 22. umferðina í Bestu deild karla beint í kjölfarið. Fylkir og Víkingur mætast einnig klukkan 19:15 og sýnt beint frá þeim leik á Stöð 2 Sport 5.
Besta deild karla Valur KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira