Baráttan innra með manni eins og ljós og skuggar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. september 2024 15:01 Kári Sverrisson er einn færasti tískuljósmyndari landsins. „Ég trúi því bara að heilsan og sjálfsástin eigi að vera í fyrsta sæti. Ég var búinn að vinna og vinna og vinna í svo ótrúlega mörg ár og einhvern veginn alltaf að keppast við að ná einhverju markmiði og ná langt í lífinu og gera gott. Svo einn daginn fyrir tveimur árum síðan þá sat ég og endurhugsaði líf mitt,“ segir Kári Sverrisson, tískuljósmyndari og fagurkeri. Kári er nýjasti gestur Marínar Möndu Magnúsdóttur í hlaðvarpi Spegilmyndarinnar. Þar ræðir hann meðal annars í sem fór hann að tengjast sjálfum sér betur og sjá fegurðina allt í kring í litlu hlutunum. Starfaði með erlendum tískurisum „Ég var búinn að vera í vinnutörn í mörg ár, ferðast út um allan heiminn og vinnutíminn minn er þannig að stundum get ég verið að vinna tólf tíma á dag, stundum sextán tíma. Stundum marga daga í röð þannig og þá er ekkert mikill tími til að fara í ræktina eða hugsa eitthvað um sjálfan sig,“ segir Kári. Kári hóf störf hjá tískurisanum NTC aðeins fimmtán ára gamall, þrátt fyrir að hafa engan sérstakan áhuga á tísku. Honum bauðst fjölda tækifæri innan fyrirtækisins þar sem hann kom meðal annars að stílíseringu, útlitsstillingu og innkaupum. Árið 2012 flutti Kári til London þar sem hann elti ljósmyndaradrauminn og útskrifaði frá London College of Fashion árið 2014 með meistaragráðu í tískuljósmyndun. Eitt leiddi að öðru og urðu verkefnin fleiri og stærri en hann hefur unnið með tískurisum á borð við Chanel, Elle Magazine og Glamour. Fegurðin í litlu hlutunum Kári fór í mikla sjálfsskoðun og fór í kjölfarið að sjá fegurðina í litlu hlutunum í lífinu. Hann segist hafa viljað fara að gera eitthvað fyrir sjálfan sig eftir að hafa starfað fyrir aðra í mörg ár. Kári hélt ljósmyndasýningu á síðasta ári undir heitinu The Art of Being Me eða Listin að vera ég. Markmið sýningarinnar var að hvetja fólk til að opna sig og segja frá því sem gerir okkur öll einstök. Í ár opnaði hann aðra sýningu sem ber heitið, Being Me, þar sem hann kafar enn dýpra. „Fyrir ári síðan þá var ég einmitt staddur þarna að nú langar mig að gera eitthvað fyrir sjálfan mig. Af því að ég var búinn að vera vinna fyrir alla aðra svo lengi. Á sama tíma og þessi hugmynd kom innra með mér þá fór ég að taka meira eftir litlu hlutunum, bara til dæmis hvernig sólin skein inn um gluggann heima hjá mér sem bjó til einhverja skugga sem voru fallegir og fóru á plöntuna og það kom einhver mynd á vegginn. Ég fór að taka myndir og video af öllu þessu og documentara þetta í heilt ár,“ segir Kári og heldur áfram: „Þetta var inspirationið fyrir sýninguna. Ljós og skuggar og hvernig sólin og skuggarnir mætast. Líka þetta innra með manni sjálfum hvernig þetta dökka og þetta ljósa mætist. Þessi barátta er stundum þannig að ég segi: Nei ég get ekki gert þetta, ég á ekki að gera þetta, mér er ætlað að verða tannlæknir,“ segir Kári og lýsir því hvernig hann hefur rökrætt við sjálfan sig.“ View this post on Instagram A post shared by Kári - Sverriss (@karisverriss) Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Menning Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Kári er nýjasti gestur Marínar Möndu Magnúsdóttur í hlaðvarpi Spegilmyndarinnar. Þar ræðir hann meðal annars í sem fór hann að tengjast sjálfum sér betur og sjá fegurðina allt í kring í litlu hlutunum. Starfaði með erlendum tískurisum „Ég var búinn að vera í vinnutörn í mörg ár, ferðast út um allan heiminn og vinnutíminn minn er þannig að stundum get ég verið að vinna tólf tíma á dag, stundum sextán tíma. Stundum marga daga í röð þannig og þá er ekkert mikill tími til að fara í ræktina eða hugsa eitthvað um sjálfan sig,“ segir Kári. Kári hóf störf hjá tískurisanum NTC aðeins fimmtán ára gamall, þrátt fyrir að hafa engan sérstakan áhuga á tísku. Honum bauðst fjölda tækifæri innan fyrirtækisins þar sem hann kom meðal annars að stílíseringu, útlitsstillingu og innkaupum. Árið 2012 flutti Kári til London þar sem hann elti ljósmyndaradrauminn og útskrifaði frá London College of Fashion árið 2014 með meistaragráðu í tískuljósmyndun. Eitt leiddi að öðru og urðu verkefnin fleiri og stærri en hann hefur unnið með tískurisum á borð við Chanel, Elle Magazine og Glamour. Fegurðin í litlu hlutunum Kári fór í mikla sjálfsskoðun og fór í kjölfarið að sjá fegurðina í litlu hlutunum í lífinu. Hann segist hafa viljað fara að gera eitthvað fyrir sjálfan sig eftir að hafa starfað fyrir aðra í mörg ár. Kári hélt ljósmyndasýningu á síðasta ári undir heitinu The Art of Being Me eða Listin að vera ég. Markmið sýningarinnar var að hvetja fólk til að opna sig og segja frá því sem gerir okkur öll einstök. Í ár opnaði hann aðra sýningu sem ber heitið, Being Me, þar sem hann kafar enn dýpra. „Fyrir ári síðan þá var ég einmitt staddur þarna að nú langar mig að gera eitthvað fyrir sjálfan mig. Af því að ég var búinn að vera vinna fyrir alla aðra svo lengi. Á sama tíma og þessi hugmynd kom innra með mér þá fór ég að taka meira eftir litlu hlutunum, bara til dæmis hvernig sólin skein inn um gluggann heima hjá mér sem bjó til einhverja skugga sem voru fallegir og fóru á plöntuna og það kom einhver mynd á vegginn. Ég fór að taka myndir og video af öllu þessu og documentara þetta í heilt ár,“ segir Kári og heldur áfram: „Þetta var inspirationið fyrir sýninguna. Ljós og skuggar og hvernig sólin og skuggarnir mætast. Líka þetta innra með manni sjálfum hvernig þetta dökka og þetta ljósa mætist. Þessi barátta er stundum þannig að ég segi: Nei ég get ekki gert þetta, ég á ekki að gera þetta, mér er ætlað að verða tannlæknir,“ segir Kári og lýsir því hvernig hann hefur rökrætt við sjálfan sig.“ View this post on Instagram A post shared by Kári - Sverriss (@karisverriss) Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Menning Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira