Tók rúmlega ár að fá „nei“ við einfaldri fyrirspurn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. september 2024 18:29 Friðjón (t.h.) segist ekkert sérlega hissa á hve langan tíma tók að fá formlegt svar við einfaldri fyrirspurn. Vísir/Vilhelm Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkurborgar var ekki upplýst um að undirgöngum við Nauthólsveg hefði verið lokað á síðasta ári. Fyrirspurn um hvort ráðið hefði fengið upplýsingar um þetta var lögð fram í ágúst á síðasta ári. Formlegt svar, sem var eitt orð, barst fyrir nokkrum dögum. Friðjón R. Friðjónsson lagði fyrirspurnina fram á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar þann 25. ágúst 2023. Fyrirspurnin var svohljóðandi: „Var menningar og íþróttasvið upplýst um að undirgöngum við Nauthólsveg væri lokað og aðkoma barna og annarra hjólandi og gangandi skert að einu fjölsóttasta íþrótta og tómstundasvæði borgarinnar?“ Á síðasta fundi ráðsins, þann 13. september síðastliðinn, var svar við fyrirspurninni lagt fram. Það er dagsett þremur dögum fyrr, 10. september 2024, og er svohljóðandi: „Nei.“ Ekki fyrsta skiptið Í samtali við Vísi segist Friðjón muna óljóst eftir fyrirspurninni. Hann var ekki á fundinum þar sem hið stutta svar var lagt fram, en hann er varamaður í ráðinu. „Okkur þótti þetta mjög skrýtið. Þarna voru krakkar sem hjóla úr Fossvogi inn á Hlíðarendasvæðið á æfingar, vegna þess að Víkingur er ekki með körfuboltadeild. Þeir lenda í því að þurfa þarna allt í einu að fara yfir götu, sem er þónokkur umferðargata. Þó það sé ekki hröð umferð frá Háskólanum í Reykjavík, þá er þetta mikil umferð,“ segir Friðjón. Því hafi fyrirspurnin verið lögð fram, þar sem sífellt sé verið að reyna að tryggja öryggi barna og auka aðgengi í umferðinni á sama tíma og fyllt hafi verið upp í göngin í ágúst í fyrra. „Sviðsstjórinn hvíslaði nú svarinu óformlega að okkur á fundinum [2023] en ég skal viðurkenna að mig undrar ekki að formlegt svar hafi komið núna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í því að það taki meira en ár að svara fyrirspurn frá mér,“ segir Friðjón. Kjörnir fulltrúar í Ráðhúsinu hafa það mun verra en kollegar þeirra á þingi, þegar kemur að því að fá svör við fyrirspurnum sínum, að sögn Friðjóns.Vísir/Vilhelm Nokkurra vikna bið eftir ráðherrum hátíð miðað við þetta Hann telur um mjög óheppilega stjórnsýslu að ræða. „Ég lagði fram fyrirspurn á þriðja fundi mínum í stafrænu ráði, sem tók ár að svara líka, á milli áranna 2022 og '23. Þrátt fyrir sífellt fjölmennari miðlæga stjórnsýslu þá gengur stundum mjög erfiðlega að fá svör við fyrirspurnum.“ Friðjón segist hafa lagt inn aðra fyrirspurn í maí síðastliðnum, um eignir borgarinnar. „Sem maður skyldi ætla að væru til upplýsingar um nánast í Excel-skjali eða gagnagrunni. Svar við þeirri fyrirspurn er ekki heldur komið.“ Friðjón bendir á að á Alþingi þyki það óheppilegt þegar ráðherrar svari ekki innan nokkurra vikna. Fólkið hinu megin Vonarstrætis hafi það því mjög gott, í samanburði við kjörna fulltrúa í Ráðhúsinu. „Guð forði okkur frá því að svarið hefði verið lengra, þá hefði kjörtímabilið kannski klárast áður en það kæmi,“ segir Friðjón. Fyrirspurnina og svar við henni má nálgast í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl FyrirspurnFYRIRSPURNUNDIRGÖNGSækja skjal SvarSVARUNDIRGÖNGSækja skjal Stjórnsýsla Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Sjá meira
Friðjón R. Friðjónsson lagði fyrirspurnina fram á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar þann 25. ágúst 2023. Fyrirspurnin var svohljóðandi: „Var menningar og íþróttasvið upplýst um að undirgöngum við Nauthólsveg væri lokað og aðkoma barna og annarra hjólandi og gangandi skert að einu fjölsóttasta íþrótta og tómstundasvæði borgarinnar?“ Á síðasta fundi ráðsins, þann 13. september síðastliðinn, var svar við fyrirspurninni lagt fram. Það er dagsett þremur dögum fyrr, 10. september 2024, og er svohljóðandi: „Nei.“ Ekki fyrsta skiptið Í samtali við Vísi segist Friðjón muna óljóst eftir fyrirspurninni. Hann var ekki á fundinum þar sem hið stutta svar var lagt fram, en hann er varamaður í ráðinu. „Okkur þótti þetta mjög skrýtið. Þarna voru krakkar sem hjóla úr Fossvogi inn á Hlíðarendasvæðið á æfingar, vegna þess að Víkingur er ekki með körfuboltadeild. Þeir lenda í því að þurfa þarna allt í einu að fara yfir götu, sem er þónokkur umferðargata. Þó það sé ekki hröð umferð frá Háskólanum í Reykjavík, þá er þetta mikil umferð,“ segir Friðjón. Því hafi fyrirspurnin verið lögð fram, þar sem sífellt sé verið að reyna að tryggja öryggi barna og auka aðgengi í umferðinni á sama tíma og fyllt hafi verið upp í göngin í ágúst í fyrra. „Sviðsstjórinn hvíslaði nú svarinu óformlega að okkur á fundinum [2023] en ég skal viðurkenna að mig undrar ekki að formlegt svar hafi komið núna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í því að það taki meira en ár að svara fyrirspurn frá mér,“ segir Friðjón. Kjörnir fulltrúar í Ráðhúsinu hafa það mun verra en kollegar þeirra á þingi, þegar kemur að því að fá svör við fyrirspurnum sínum, að sögn Friðjóns.Vísir/Vilhelm Nokkurra vikna bið eftir ráðherrum hátíð miðað við þetta Hann telur um mjög óheppilega stjórnsýslu að ræða. „Ég lagði fram fyrirspurn á þriðja fundi mínum í stafrænu ráði, sem tók ár að svara líka, á milli áranna 2022 og '23. Þrátt fyrir sífellt fjölmennari miðlæga stjórnsýslu þá gengur stundum mjög erfiðlega að fá svör við fyrirspurnum.“ Friðjón segist hafa lagt inn aðra fyrirspurn í maí síðastliðnum, um eignir borgarinnar. „Sem maður skyldi ætla að væru til upplýsingar um nánast í Excel-skjali eða gagnagrunni. Svar við þeirri fyrirspurn er ekki heldur komið.“ Friðjón bendir á að á Alþingi þyki það óheppilegt þegar ráðherrar svari ekki innan nokkurra vikna. Fólkið hinu megin Vonarstrætis hafi það því mjög gott, í samanburði við kjörna fulltrúa í Ráðhúsinu. „Guð forði okkur frá því að svarið hefði verið lengra, þá hefði kjörtímabilið kannski klárast áður en það kæmi,“ segir Friðjón. Fyrirspurnina og svar við henni má nálgast í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl FyrirspurnFYRIRSPURNUNDIRGÖNGSækja skjal SvarSVARUNDIRGÖNGSækja skjal
Stjórnsýsla Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Sjá meira