Hvítabjörninn felldur: Forðaði sér inn og sendi skilaboð á dóttur sína Vésteinn Örn Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 19. september 2024 16:01 Hvítabjörninn spókar sig fyrir utan sumarhúsið á Höfðaströnd í dag. Lögreglan á Vestfjörðum/Landhelgisgæslan Hvítabjörn sem kom á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var felldur nú fyrir skömmu. Hann fannst skammt frá sumarhúsi, þar sem konan sem tilkynnti um hann dvaldist einsömul. Þetta staðfestir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. „Björninn fannst skammt frá þeim stað sem hann sást, rétt hjá sumarhúsi sem kona var einsömul í. Við áttum því engan annan kost en að fella dýrið,“ segir Helgi. Vopnaðir lögreglumenn og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar felldu dýrið. „Hættu er aflýst í bili. En við munum samt óska eftir því að þyrlusveitin leiti í Jökulfjörðum og Hornströndum til vonar og vara,“ segir Helgi, en ítrekar að aðeins sé um varúðarráðstöfun að ræða og ekki leiki grunur á að annað dýr sé á svæðinu. „Þetta afgreiddist hratt og snöggt, sem betur fer,“ segir Helgi. Veistu meira um málið? Áttu myndefni af svæðinu? Sendu okkur línu á [email protected]. Forðaði sér inn og sendi skilaboð á dótturina Nánar var rætt við Helga um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni upp úr klukkan fjögur. Hann segir konuna sem tilkynnti um ísbjörninn hafa séð dýrið fyrir utan húsið sem hún dvaldi í. Fjölmiðlum hafa ekki borist myndir af ísbirninum sem um ræðir. Hér er mynd úr safni.Getty Images „Hún forðaði sér inn í hús, kom sér í öruggt skjól og gat haft samband. Það er ekkert símasamband, þannig að það er mjög erfitt að hafa samband á svæðinu, meira að segja í talstöðvum,“ sagði Helgi. Konan hafi haft samband við dóttur sína, sem hafi gert lögreglu viðvart. Í kjölfarið hafi lögregla farið með bát frá Bolungarvík í Jökulfirði, og Landhelgisgæslan sent menn af séraðgerðasviði sínu með þyrlu.“ Sorglegt að þurfa að aflífa dýrið Ekki hafi verið unnt að svæfa dýrið, sem talið er hafa verið nokkuð ungt, þar sem Umhverfisstofnun hafi ekki haft mannskap eða búnað til þess. „Það er mjög sorglegt að þurfa að aflífa greyið en við höfum ekki aðra kosti í stöðunni ef Umhverfisstofnun getur ekki svæft hann,“ sagði Helgi. Ekki sé um sérstaklega atviksbundið mat á aðstæðum að ræða, heldur hafi stofnunin ekki bjargir til að bjarga hvítabjörnum sem ganga hér á land. „Því miður,“ segir Helgi. Konan var stödd í rauða sumarhúsinu á myndinni þegar hún tilkynnti um hvítabjörn í sjónmáli.Vísir/Hafþór Gunnarsson Nota hitamyndavélar við leitina Líkt og áður sagði mun þyrlusveit Landhelgisgæslunnar leita af sér allan grun um að annað dýr sé á svæðinu, en ekki er talið líklegt að svo sé. Til þess hefur gæslan góðan búnað, meðal annars hitamyndavél. „Hættunni er afstýrt en við viljum bara vera vissir um að það séu ekki fleiri dýr. Þegar þessi dýr hafa komið í land þá hafa þau yfirleitt bara verið eitt og eitt. Við eigum ekki endilega von á því,“ segir Helgi. Fréttin var uppfærð klukkan 16:27. Ísafjarðarbær Lögreglumál Hornstrandir Dýr Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Ísbirnir Tengdar fréttir Senda vopnaða menn á svæðið Sá sem tilkynnti um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var staddur í sumarhúsi á svæðinu, og er einn eftir því sem lögregla kemst næst. Ekki hefur náðst aftur í viðkomandi. Lögreglumenn eru á leið á svæðið ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni sem eru sérþjálfaðir í meðferð skotvopna. 19. september 2024 14:59 Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Sjá meira
Þetta staðfestir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. „Björninn fannst skammt frá þeim stað sem hann sást, rétt hjá sumarhúsi sem kona var einsömul í. Við áttum því engan annan kost en að fella dýrið,“ segir Helgi. Vopnaðir lögreglumenn og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar felldu dýrið. „Hættu er aflýst í bili. En við munum samt óska eftir því að þyrlusveitin leiti í Jökulfjörðum og Hornströndum til vonar og vara,“ segir Helgi, en ítrekar að aðeins sé um varúðarráðstöfun að ræða og ekki leiki grunur á að annað dýr sé á svæðinu. „Þetta afgreiddist hratt og snöggt, sem betur fer,“ segir Helgi. Veistu meira um málið? Áttu myndefni af svæðinu? Sendu okkur línu á [email protected]. Forðaði sér inn og sendi skilaboð á dótturina Nánar var rætt við Helga um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni upp úr klukkan fjögur. Hann segir konuna sem tilkynnti um ísbjörninn hafa séð dýrið fyrir utan húsið sem hún dvaldi í. Fjölmiðlum hafa ekki borist myndir af ísbirninum sem um ræðir. Hér er mynd úr safni.Getty Images „Hún forðaði sér inn í hús, kom sér í öruggt skjól og gat haft samband. Það er ekkert símasamband, þannig að það er mjög erfitt að hafa samband á svæðinu, meira að segja í talstöðvum,“ sagði Helgi. Konan hafi haft samband við dóttur sína, sem hafi gert lögreglu viðvart. Í kjölfarið hafi lögregla farið með bát frá Bolungarvík í Jökulfirði, og Landhelgisgæslan sent menn af séraðgerðasviði sínu með þyrlu.“ Sorglegt að þurfa að aflífa dýrið Ekki hafi verið unnt að svæfa dýrið, sem talið er hafa verið nokkuð ungt, þar sem Umhverfisstofnun hafi ekki haft mannskap eða búnað til þess. „Það er mjög sorglegt að þurfa að aflífa greyið en við höfum ekki aðra kosti í stöðunni ef Umhverfisstofnun getur ekki svæft hann,“ sagði Helgi. Ekki sé um sérstaklega atviksbundið mat á aðstæðum að ræða, heldur hafi stofnunin ekki bjargir til að bjarga hvítabjörnum sem ganga hér á land. „Því miður,“ segir Helgi. Konan var stödd í rauða sumarhúsinu á myndinni þegar hún tilkynnti um hvítabjörn í sjónmáli.Vísir/Hafþór Gunnarsson Nota hitamyndavélar við leitina Líkt og áður sagði mun þyrlusveit Landhelgisgæslunnar leita af sér allan grun um að annað dýr sé á svæðinu, en ekki er talið líklegt að svo sé. Til þess hefur gæslan góðan búnað, meðal annars hitamyndavél. „Hættunni er afstýrt en við viljum bara vera vissir um að það séu ekki fleiri dýr. Þegar þessi dýr hafa komið í land þá hafa þau yfirleitt bara verið eitt og eitt. Við eigum ekki endilega von á því,“ segir Helgi. Fréttin var uppfærð klukkan 16:27.
Ísafjarðarbær Lögreglumál Hornstrandir Dýr Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Ísbirnir Tengdar fréttir Senda vopnaða menn á svæðið Sá sem tilkynnti um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var staddur í sumarhúsi á svæðinu, og er einn eftir því sem lögregla kemst næst. Ekki hefur náðst aftur í viðkomandi. Lögreglumenn eru á leið á svæðið ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni sem eru sérþjálfaðir í meðferð skotvopna. 19. september 2024 14:59 Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Sjá meira
Senda vopnaða menn á svæðið Sá sem tilkynnti um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var staddur í sumarhúsi á svæðinu, og er einn eftir því sem lögregla kemst næst. Ekki hefur náðst aftur í viðkomandi. Lögreglumenn eru á leið á svæðið ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni sem eru sérþjálfaðir í meðferð skotvopna. 19. september 2024 14:59
Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26