Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, í samtali við fréttastofu.
Greint var frá því í gær að tveir menn hefðu verið handteknir vegna gruns um aðkomu að mansali, eftir að tvær stúlkur komu hingað til lands og sögðust vera komnar til landsins að hitta föður sinn sem ætti heima á Íslandi.
Við uppflettingu í kerfum lögreglu hafi komið í ljós að þeim hafði verið veitt dvalarleyfi sem barn íslendings, annars hinna handteknu. Hins vegar hafi komið í ljós að stúlkurnar væri alls óskildar manninum.
Í gæsluvarðhaldsúrskurði Landsréttar yfir öðrum manninum, sem birtur var í gær, segir að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi en þó ekki lengur en til gærdagsins.
Úlfar segir að ekki hafi verið talin ástæða til að halda mönnunum lengur og þeim hafi því verið sleppt lausum í gær. Rannsókn málsins sé nú í eðlilegum farvegi og hann geti ekki tjáð sig frekar um málavexti.