Ein kært nauðgun og fjórar segjast hafa verið beittar ofbeldi Árni Sæberg skrifar 23. september 2024 13:11 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður gætir hagsmuna kvenanna. Fimm konur sem starfa eða starfað hafa hjá Icelandair segjast hafa verið beittar ofbeldi af hálfu samstarfsmanns þeirra hjá félaginu. Ein þeirra hefur lagt fram kæru á hendur manninum, Sóloni Guðmundssyni, fyrir nauðgun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Vilhjálmi Vilhjálmssyni lögmanni, sem gætir hagsmuna kvennanna. Í yfirlýsingunni segir að ofbeldið, sem konurnar lýsa, hafi ýmist verið andlegt eða líkamlegt, eða hvoru tveggja og megi meðal annars heimfæra undir ákvæði almennra hegningarlaga um nauðgun. Í yfirlýsingunni er Sólon ekki nafngreindur heldur er vísað til hans sem samstarfsmanns kvennanna. Þær hafi allar komið upplýsingum um brotin á framfæri við Icelandair. Hafi nauðgað konu í júlí Ein kvennanna hafi lagt fram kæru á hendur Sóloni fyrir nauðgun, sem eigi að hafa verið framin í lok júlí þessa árs. Í beinu framhaldi hafi brotaþoli leitað til sálfræðings, sem hafi sent hana á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Um miðjan ágúst hafi brotaþoli upplýst Icelandair um hið meinta brot. Stuttu síðar hafi hún lagt fram kæru hjá lögreglu. Fjölskyldan heimtar rannsókn Talsvert hefur verið fjallað um mál Sólons undanfarna daga en hann svipti sig lífi 25. ágúst síðastliðinn. Nokkru áður hafði hann að sögn fjölskyldu hans verið neyddur til að segja upp störfum sem flugmaður hjá Icelandair. Fjölskyldan hefur farið fram á að andlát Sólons verði rannsakað. Hafa ekki áhuga á að vera hluti af umræðunni Í yfirlýsingu kvennanna segir að engin þeirra hafi áhuga á að vera hluti af opinberri umræðu um málið. „Þvert á móti þá hefur fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga verið þeim þungbær. Að gefnu tilefni vilja þær hins vegar koma ofangreindu á framfæri.“ Kynferðisofbeldi Icelandair MeToo Tengdar fréttir Fjölskylda flugmanns Icelandair vill að lögregla rannsaki andlát hans Fjölskylda flugmanns hjá Icelandair hefur lagt fram beiðni til lögreglu um að andlát hans verði rannsakað. Flugmaðurinn féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins. Fjölskylda hans telur mörgum spurningum enn ósvarað í málinu. Miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferð innan Icelandair. 20. september 2024 18:42 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Vilhjálmi Vilhjálmssyni lögmanni, sem gætir hagsmuna kvennanna. Í yfirlýsingunni segir að ofbeldið, sem konurnar lýsa, hafi ýmist verið andlegt eða líkamlegt, eða hvoru tveggja og megi meðal annars heimfæra undir ákvæði almennra hegningarlaga um nauðgun. Í yfirlýsingunni er Sólon ekki nafngreindur heldur er vísað til hans sem samstarfsmanns kvennanna. Þær hafi allar komið upplýsingum um brotin á framfæri við Icelandair. Hafi nauðgað konu í júlí Ein kvennanna hafi lagt fram kæru á hendur Sóloni fyrir nauðgun, sem eigi að hafa verið framin í lok júlí þessa árs. Í beinu framhaldi hafi brotaþoli leitað til sálfræðings, sem hafi sent hana á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Um miðjan ágúst hafi brotaþoli upplýst Icelandair um hið meinta brot. Stuttu síðar hafi hún lagt fram kæru hjá lögreglu. Fjölskyldan heimtar rannsókn Talsvert hefur verið fjallað um mál Sólons undanfarna daga en hann svipti sig lífi 25. ágúst síðastliðinn. Nokkru áður hafði hann að sögn fjölskyldu hans verið neyddur til að segja upp störfum sem flugmaður hjá Icelandair. Fjölskyldan hefur farið fram á að andlát Sólons verði rannsakað. Hafa ekki áhuga á að vera hluti af umræðunni Í yfirlýsingu kvennanna segir að engin þeirra hafi áhuga á að vera hluti af opinberri umræðu um málið. „Þvert á móti þá hefur fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga verið þeim þungbær. Að gefnu tilefni vilja þær hins vegar koma ofangreindu á framfæri.“
Kynferðisofbeldi Icelandair MeToo Tengdar fréttir Fjölskylda flugmanns Icelandair vill að lögregla rannsaki andlát hans Fjölskylda flugmanns hjá Icelandair hefur lagt fram beiðni til lögreglu um að andlát hans verði rannsakað. Flugmaðurinn féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins. Fjölskylda hans telur mörgum spurningum enn ósvarað í málinu. Miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferð innan Icelandair. 20. september 2024 18:42 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Fjölskylda flugmanns Icelandair vill að lögregla rannsaki andlát hans Fjölskylda flugmanns hjá Icelandair hefur lagt fram beiðni til lögreglu um að andlát hans verði rannsakað. Flugmaðurinn féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins. Fjölskylda hans telur mörgum spurningum enn ósvarað í málinu. Miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferð innan Icelandair. 20. september 2024 18:42