Konunni er gefið að sök að leggja ítrekað til annars einstaklings með hníf, sem var með fimmtán sentímetra löngu blaði.
Í ákæru segir að fyrir vikið hafi sá sem varð fyrir árásinni hlotið fimm sentímetra langan skurð á aftanverðri öxl og nokkuð djúpan skurð á hnésbót sem olli skemmdum á taug.
Það er héraðssaksóknari sem höfðar málið sem verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Þess er krafist að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar, og að hnífurinn verði gerður upptækur.
Sá sem varð fyrir árásinni krefst fimm milljóna króna í miskabætur.