Með þrjú flugmóðurskip á sjó í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2024 15:24 Flugmóðurskipið Fujian á leið úr höfn í Sjanghæ í Kína. Getty/Pu Haiyang Öll þrjú flugmóðurskip Kína voru á dögunum saman á sjó og er það í fyrsta sinn sem Kínverjar ná þessum áfanga. Stutt er í tólf ára afmæli þess að Kínverjar tóku fyrsta flugmóðurskipið í notkun og er fyrsta skipið sem þróað er og byggt í Kína í sjóprófunum. Herafli Kína, hvort sem það er í lofti, á láði eða legi, hefur gengið í gegnum gífurlega mikla uppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Sjá einnig: Drekinn sýnir klærnar Samkvæmt kínverska miðlinum Global Times voru áhafnir allra skipanna þriggja við æfingar eða sjóprófanir. Flugmóðurskipin eru þrjú. Liaoning, Shandong og Fujian. Talið er að Liaoning og stuðningskip séu á Filippseyjahafi við æfingar. Shandong er undan ströndum Hainan-eyju en Fujian var nýverið siglt aftur í höfn í Sjanghæ eftir sjóprófanir. Í frétt TWZ segir að fyrstu skipin tvö séu í fylgd að minnsta kosti fjögurra tundurspilla, auk annarra stuðningsskipa, og líklega minnst einum kafbáti. Fyrsta skipið keypt frá Úkraínu Liaoning, fyrsta flugmóðurskip Kína, á sér áhugaverða sögu. Smíði þess hófst í Úkraínu árið 1985 og er það af Kuznetsov-gerð. Smíði þess kláraðist þó aldrei og árið 1992 gerðu yfirvöld Úkraínu tilraun til að selja það til annarra ríkja, meðal annars Kína, eða í brotajárn en það gekk ekki eftir. Skipið lá því við bryggju allt til ársins 1998. Þá keypti Xu Zengping, sem var körfuboltamaður í Kína, skipið. Á þeim tíma sagði Xu að þetta hefði verið fyrsta flugmóðurskipið sem hann hafi farið um borð í og það hafi haft mikil áhrif á hann. Háttsettir menn í sjóher Kína höfðu þó beðið Xu um að kaupa skipið og teikningar þess. Hann þurfti þó að gera það fyrir eigið fé. Úkraínumenn ætluðu ekki að selja skipið svo það yrði notaði í hernaðarlegum tilgangi en Xu hélt því fram að hann ætlaði að breyta því í hótel og spilavíti. Hann hafði þó átt í samskiptum við embættismenn í Kína um að kaupa flugmóðurskipið fyrir flota landsins. Eftir að hann keypti það tók það fjögur ár að draga það til Kína og svo þurfti það að gangast umfangsmiklar framkvæmdir. Flugmóðurskipið var svo tekið í notkun árið 2012. Shandong var byggt eftir teikningum Liandong og var tekinn í notkun í desember 2019. Fujian er þó líkara hefðbundnari flugmóðurskipum, eins og þekkjast á Vesturlöndum, og getur borið mun fleiri flugvélar og orrustuþotur en forverar þess. Það var fyrst sjósett í júní 2022. Það er nú í sjóprufunum eftir að hafa verið sjósett í fjórða sinn þann 3. september. Það var komið aftur upp að bryggju í gær, mánudag. The PLANS-18 "Fujian" back on its pier after its fourth sea trial. (Image via @北冥有鱼MK6 from Weibo) pic.twitter.com/VSzUXzY5wc— @Rupprecht_A (@RupprechtDeino) September 23, 2024 Fyrr á þessu ári bárust svo fregnir af því að Kínverjar hefðu byggt fjórða skipið í laun. Það skip er talið fyrsta flugmóðurskip ársins sem hannað er eingöngu með dróna í huga. Tilkall til Suður-Kínahafs og Taívan Hernaðaruppbygging í Kína hefur að miklu leyti snúist að því að byggja vopn og þróa aðferðir til að eldflaugaárásir á herstöðvar Bandaríkjanna í vesturhluta Kyrrahafsins og granda flugmóðurskipum. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Sjá einnig: Beittu vatnsfallbyssum til að stöðva birgðaflutninga Ráðamenn í Kína hafa einnig heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Undanfarin ár hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi með því markmiði að grafa undan vörnum ríkisins. Herafli Kína hefur sömuleiðis gengist mikla nútímavæðingu og uppbyggingu en Xi er sagður hafa skipað forsvarsmönnum hersins að vera tilbúnir fyrir mögulega innrás í Taívan árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla. Kína Hernaður Suður-Kínahaf Taívan Tengdar fréttir Segja yfirburði Bandaríkjanna ógn við stöðugleika í heiminum Tveir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum segja hernaðarlega yfirburði Bandaríkjanna og bandamanna þeirra gagnvart Kína og Rússland mögulega ógn við stöðugleika í heiminum. 5. september 2024 07:08 Segja Kínverja hafa ógnað fullveldi Japan Japönsk stjórnvöld segja kínverska herinn hafa brotið gegn fullveldi landsins og ógnað öryggi þegar kínversk herflugvél flaug inn í lofthelgi Japan í gær. 27. ágúst 2024 06:23 Kínverjar æfa innrás á Taívan Kínverjar iðka nú tveggja daga langa heræfingu í kringum Taívan og segja þeir æfinguna vera refsingu gagnvart eyjaskeggjum sem þeir saka um aðskilnaðarstefnu. 23. maí 2024 07:53 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Herafli Kína, hvort sem það er í lofti, á láði eða legi, hefur gengið í gegnum gífurlega mikla uppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Sjá einnig: Drekinn sýnir klærnar Samkvæmt kínverska miðlinum Global Times voru áhafnir allra skipanna þriggja við æfingar eða sjóprófanir. Flugmóðurskipin eru þrjú. Liaoning, Shandong og Fujian. Talið er að Liaoning og stuðningskip séu á Filippseyjahafi við æfingar. Shandong er undan ströndum Hainan-eyju en Fujian var nýverið siglt aftur í höfn í Sjanghæ eftir sjóprófanir. Í frétt TWZ segir að fyrstu skipin tvö séu í fylgd að minnsta kosti fjögurra tundurspilla, auk annarra stuðningsskipa, og líklega minnst einum kafbáti. Fyrsta skipið keypt frá Úkraínu Liaoning, fyrsta flugmóðurskip Kína, á sér áhugaverða sögu. Smíði þess hófst í Úkraínu árið 1985 og er það af Kuznetsov-gerð. Smíði þess kláraðist þó aldrei og árið 1992 gerðu yfirvöld Úkraínu tilraun til að selja það til annarra ríkja, meðal annars Kína, eða í brotajárn en það gekk ekki eftir. Skipið lá því við bryggju allt til ársins 1998. Þá keypti Xu Zengping, sem var körfuboltamaður í Kína, skipið. Á þeim tíma sagði Xu að þetta hefði verið fyrsta flugmóðurskipið sem hann hafi farið um borð í og það hafi haft mikil áhrif á hann. Háttsettir menn í sjóher Kína höfðu þó beðið Xu um að kaupa skipið og teikningar þess. Hann þurfti þó að gera það fyrir eigið fé. Úkraínumenn ætluðu ekki að selja skipið svo það yrði notaði í hernaðarlegum tilgangi en Xu hélt því fram að hann ætlaði að breyta því í hótel og spilavíti. Hann hafði þó átt í samskiptum við embættismenn í Kína um að kaupa flugmóðurskipið fyrir flota landsins. Eftir að hann keypti það tók það fjögur ár að draga það til Kína og svo þurfti það að gangast umfangsmiklar framkvæmdir. Flugmóðurskipið var svo tekið í notkun árið 2012. Shandong var byggt eftir teikningum Liandong og var tekinn í notkun í desember 2019. Fujian er þó líkara hefðbundnari flugmóðurskipum, eins og þekkjast á Vesturlöndum, og getur borið mun fleiri flugvélar og orrustuþotur en forverar þess. Það var fyrst sjósett í júní 2022. Það er nú í sjóprufunum eftir að hafa verið sjósett í fjórða sinn þann 3. september. Það var komið aftur upp að bryggju í gær, mánudag. The PLANS-18 "Fujian" back on its pier after its fourth sea trial. (Image via @北冥有鱼MK6 from Weibo) pic.twitter.com/VSzUXzY5wc— @Rupprecht_A (@RupprechtDeino) September 23, 2024 Fyrr á þessu ári bárust svo fregnir af því að Kínverjar hefðu byggt fjórða skipið í laun. Það skip er talið fyrsta flugmóðurskip ársins sem hannað er eingöngu með dróna í huga. Tilkall til Suður-Kínahafs og Taívan Hernaðaruppbygging í Kína hefur að miklu leyti snúist að því að byggja vopn og þróa aðferðir til að eldflaugaárásir á herstöðvar Bandaríkjanna í vesturhluta Kyrrahafsins og granda flugmóðurskipum. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Sjá einnig: Beittu vatnsfallbyssum til að stöðva birgðaflutninga Ráðamenn í Kína hafa einnig heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Undanfarin ár hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi með því markmiði að grafa undan vörnum ríkisins. Herafli Kína hefur sömuleiðis gengist mikla nútímavæðingu og uppbyggingu en Xi er sagður hafa skipað forsvarsmönnum hersins að vera tilbúnir fyrir mögulega innrás í Taívan árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla.
Kína Hernaður Suður-Kínahaf Taívan Tengdar fréttir Segja yfirburði Bandaríkjanna ógn við stöðugleika í heiminum Tveir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum segja hernaðarlega yfirburði Bandaríkjanna og bandamanna þeirra gagnvart Kína og Rússland mögulega ógn við stöðugleika í heiminum. 5. september 2024 07:08 Segja Kínverja hafa ógnað fullveldi Japan Japönsk stjórnvöld segja kínverska herinn hafa brotið gegn fullveldi landsins og ógnað öryggi þegar kínversk herflugvél flaug inn í lofthelgi Japan í gær. 27. ágúst 2024 06:23 Kínverjar æfa innrás á Taívan Kínverjar iðka nú tveggja daga langa heræfingu í kringum Taívan og segja þeir æfinguna vera refsingu gagnvart eyjaskeggjum sem þeir saka um aðskilnaðarstefnu. 23. maí 2024 07:53 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Segja yfirburði Bandaríkjanna ógn við stöðugleika í heiminum Tveir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum segja hernaðarlega yfirburði Bandaríkjanna og bandamanna þeirra gagnvart Kína og Rússland mögulega ógn við stöðugleika í heiminum. 5. september 2024 07:08
Segja Kínverja hafa ógnað fullveldi Japan Japönsk stjórnvöld segja kínverska herinn hafa brotið gegn fullveldi landsins og ógnað öryggi þegar kínversk herflugvél flaug inn í lofthelgi Japan í gær. 27. ágúst 2024 06:23
Kínverjar æfa innrás á Taívan Kínverjar iðka nú tveggja daga langa heræfingu í kringum Taívan og segja þeir æfinguna vera refsingu gagnvart eyjaskeggjum sem þeir saka um aðskilnaðarstefnu. 23. maí 2024 07:53