Ísak Einar til Samtaka atvinnulífsins Jón Þór Stefánsson skrifar 25. september 2024 08:20 Ísak kemur til samtakanna frá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu Boston Consulting Group. SA Ísak Einar Rúnarsson hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður málefnasviðs Samtaka atvinnulífsins. Ísak hóf störf 1. september síðastliðinn. Hann tekur við starfinu af Páli Ásgeiri Guðmundssyni, en Páll verður samtökunum áfram innan handar sem ráðgjafi í stjórnsýslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Þar kemur fram að Ísak sé með BA gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands, MBA gráðu frá Dartmouth háskóla og MPA gráðu frá Harvard háskóla. Hann komi til samtakanna frá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu Boston Consulting Group. Hann hafi áður starfað hjá Alþjóðamálastofnuninni í Róm, á hagfræðisviði Viðskiptaráðs og sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu. Þá hafi hann verið forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands á háskólaárum sínum. „Það er frábært að fá tækifæri til að starfa í þágu íslensks atvinnulífs og samfélags alls, í samvinnu við allt það góða fólk sem starfar hjá samtökunum. Ísland hefur verið í örum vexti undanfarin ár, hvort sem litið er til fólksfjölda eða efnahags. Samtök atvinnulífsins hafa mikinn slagkraft og við þurfum að beita okkur fyrir því að hagsæld aukist enn og tækifærum haldi áfram að fjölga,“ er haft eftir Ísak. „Við hjá Samtökum atvinnulífsins njótum krafta öflugs starfsfólks í hverju hlutverki. Við munum leggja áherslu á efnahagslegan stöðugleika, samkeppnishæfan útflutningsgeira, mannauðinn, tæknina, græna orku og grænar lausnir á komandi misserum. Við bjóðum Ísak velkominn og vitum að hann mun ekki láta sitt eftir liggja á þeirri vegferð,“ er haft eftir Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Vistaskipti Atvinnurekendur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Þar kemur fram að Ísak sé með BA gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands, MBA gráðu frá Dartmouth háskóla og MPA gráðu frá Harvard háskóla. Hann komi til samtakanna frá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu Boston Consulting Group. Hann hafi áður starfað hjá Alþjóðamálastofnuninni í Róm, á hagfræðisviði Viðskiptaráðs og sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu. Þá hafi hann verið forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands á háskólaárum sínum. „Það er frábært að fá tækifæri til að starfa í þágu íslensks atvinnulífs og samfélags alls, í samvinnu við allt það góða fólk sem starfar hjá samtökunum. Ísland hefur verið í örum vexti undanfarin ár, hvort sem litið er til fólksfjölda eða efnahags. Samtök atvinnulífsins hafa mikinn slagkraft og við þurfum að beita okkur fyrir því að hagsæld aukist enn og tækifærum haldi áfram að fjölga,“ er haft eftir Ísak. „Við hjá Samtökum atvinnulífsins njótum krafta öflugs starfsfólks í hverju hlutverki. Við munum leggja áherslu á efnahagslegan stöðugleika, samkeppnishæfan útflutningsgeira, mannauðinn, tæknina, græna orku og grænar lausnir á komandi misserum. Við bjóðum Ísak velkominn og vitum að hann mun ekki láta sitt eftir liggja á þeirri vegferð,“ er haft eftir Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.
Vistaskipti Atvinnurekendur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira