Telur vaxtahækkanir viðskiptabankanna brattar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. september 2024 13:01 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur að viðskiptabankarnir hafi á skömmum tíma hækkað bratt verðtryggða vexti á íbúðalánum. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans, Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka og Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka. Allir bankarnir hækkuðu vexti á verðtryggðum húsnæðislánum í þessari og síðustu viku. Vísir Seðlabankastjóri telur hækkanir viðskiptabankanna á verðtryggðum vöxtum íbúðalána brattar á skömmum tíma. Hann telur hins vegar að þær muni leiða til þess að hækkun á fasteignaverði heyri sögunni til. Hann kveður umræðu um að of lítið sé byggt, á villigötum. Útlán til byggingageirans séu mikil og nóg af eignum til sölu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var hugsi yfir nýlegum hækkunum stóru viðskiptabankanna þriggja á verðtryggðum húsnæðislánum á fundi Fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í morgun. Hækkanir á fasteignamarkaði mun heyra sögunni til „Út frá fjármálastöðugleika eru þetta ansi brattar hækkanir á verðtryggðum vöxtum. Það mun leiða til þess að greiðslubyrðin mun hækka hjá mörgum heimilum sem hafa skuldbreytt yfir í verðtryggð húsnæðislán. Þetta eru miklar hækkanir á tiltölulega skömmum tíma. Ég held að þessar hækkanir muni leiða til þess að hækkanir á fasteignaverði muni heyra sögunni til. Þetta þýðir það að við erum að fara að sjá yfirvofandi verðbólguhjöðnun,“ segir Ásgeir. Áhætta fyrir bankanna miðað við núverandi ástand Hjöðnun verðbólgu geti skapa hættu í fjármálakerfinu miðað við núverandi stöðu þar. „Bankarnir eru með mikinn verðtryggingaójöfnuð þ.e. þeir eiga mun meira af verðtryggðum eignum en skuldum. Ef verðbólga dettur niður er það áhætta fyrir þá,“ segir Ásgeir. Aðspurður um hvort að væntingar hans um að verðbólga sé að hjaðna muni hafa áhrif á að stýrivaxtaákvörðun Peningastefnunefndar í næstu viku svarar Ásgeir: „Ég get engu svarað um það. Ég sagði að þessi mikla hækkun á verðtryggðum vöxtum mun hafa áhrif á fasteignamarkaðinn.“ Umræða um húsnæðisuppbyggingu á villigötum Húsnæðis-og mannvirkjastofnun og Samtök iðnaðarins hafa ítrekað bent á að ekki sé verið að uppfylla framtíðarhúsnæðisþörf á byggingamarkaði. Ásgeir telur umræðuna á villigötum. „Það er mjög undarleg umræða sem hefur átt sér stað um byggingageirann. Í fyrsta lagi að það vanti svo mikið húsnæði alls staðar, það sé ekki byggt nóg og að vaxtahækkanir Seðlabankans séu að halda aftur að byggingageiranum. Það sem við sjáum hins vegar er að það er verið að lána út á fullu. Við sjáum heldur ekki að það sé skortur á eignum á sölu. Við erum að sjá merki um að það gangi verr að selja. Við erum heldur ekki að sjá að það sé að draga úr framboði á næstunni. Ég heyrði þessa umræðu um að fasteignaverð sé alltaf að hækka fyrir 10-15 árum. Auðvitað er það ekki þannig. Um leið og það hægir á hagkerfinu mun hægja á fasteignamarkaðnum,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson segir að útlán til fasteignafélaga hafi verið að aukast. Það kemur fram í glæru sem kom fram á fundi Fjármálastöðugleikanefndar í dag.Vísir/Seðlabankinn Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Tengdar fréttir Þrálát verðbólga og hægari vöxtur geti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk, aðgengi að fjármögnun gott og fjármögnunarkostnaður erlendis hefur lækkað. Þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa getur skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósentum. 25. september 2024 08:33 Þurfi að komast út úr kjarasamningum „með góðu eða illu“ Seðlabankinn hefur brugðist lögbundnu hlutverki sínu og vinnur gegn fólkinu í landinu, að mati formanns VR. Hann segir nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin komist út úr kjarasamningum sem fyrst, „með góðu eða illu“. 24. september 2024 14:21 Svekktur en ekki hissa á færri íbúðum í byggingu Forseti ASÍ segir svekkjandi að íbúðauppbygging hafi dregist saman um tæp sautján prósent á síðasta árinu. Það komi hins vegar ekki á óvart miðað við núverandi vaxtaumhverfi og verðbólgu. 24. september 2024 12:10 Ringulreið á lánamarkaði Afborgun á ríflega fjörutíu milljón króna láni hækkar um allt að kvartmilljón á ári eftir vaxtahækkun bankanna. Lántaki sem þurfti að færa sig úr óverðtryggðu láni í verðtryggt segir ringulreið ríkja og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. 23. september 2024 19:17 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var hugsi yfir nýlegum hækkunum stóru viðskiptabankanna þriggja á verðtryggðum húsnæðislánum á fundi Fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í morgun. Hækkanir á fasteignamarkaði mun heyra sögunni til „Út frá fjármálastöðugleika eru þetta ansi brattar hækkanir á verðtryggðum vöxtum. Það mun leiða til þess að greiðslubyrðin mun hækka hjá mörgum heimilum sem hafa skuldbreytt yfir í verðtryggð húsnæðislán. Þetta eru miklar hækkanir á tiltölulega skömmum tíma. Ég held að þessar hækkanir muni leiða til þess að hækkanir á fasteignaverði muni heyra sögunni til. Þetta þýðir það að við erum að fara að sjá yfirvofandi verðbólguhjöðnun,“ segir Ásgeir. Áhætta fyrir bankanna miðað við núverandi ástand Hjöðnun verðbólgu geti skapa hættu í fjármálakerfinu miðað við núverandi stöðu þar. „Bankarnir eru með mikinn verðtryggingaójöfnuð þ.e. þeir eiga mun meira af verðtryggðum eignum en skuldum. Ef verðbólga dettur niður er það áhætta fyrir þá,“ segir Ásgeir. Aðspurður um hvort að væntingar hans um að verðbólga sé að hjaðna muni hafa áhrif á að stýrivaxtaákvörðun Peningastefnunefndar í næstu viku svarar Ásgeir: „Ég get engu svarað um það. Ég sagði að þessi mikla hækkun á verðtryggðum vöxtum mun hafa áhrif á fasteignamarkaðinn.“ Umræða um húsnæðisuppbyggingu á villigötum Húsnæðis-og mannvirkjastofnun og Samtök iðnaðarins hafa ítrekað bent á að ekki sé verið að uppfylla framtíðarhúsnæðisþörf á byggingamarkaði. Ásgeir telur umræðuna á villigötum. „Það er mjög undarleg umræða sem hefur átt sér stað um byggingageirann. Í fyrsta lagi að það vanti svo mikið húsnæði alls staðar, það sé ekki byggt nóg og að vaxtahækkanir Seðlabankans séu að halda aftur að byggingageiranum. Það sem við sjáum hins vegar er að það er verið að lána út á fullu. Við sjáum heldur ekki að það sé skortur á eignum á sölu. Við erum að sjá merki um að það gangi verr að selja. Við erum heldur ekki að sjá að það sé að draga úr framboði á næstunni. Ég heyrði þessa umræðu um að fasteignaverð sé alltaf að hækka fyrir 10-15 árum. Auðvitað er það ekki þannig. Um leið og það hægir á hagkerfinu mun hægja á fasteignamarkaðnum,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson segir að útlán til fasteignafélaga hafi verið að aukast. Það kemur fram í glæru sem kom fram á fundi Fjármálastöðugleikanefndar í dag.Vísir/Seðlabankinn
Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Tengdar fréttir Þrálát verðbólga og hægari vöxtur geti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk, aðgengi að fjármögnun gott og fjármögnunarkostnaður erlendis hefur lækkað. Þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa getur skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósentum. 25. september 2024 08:33 Þurfi að komast út úr kjarasamningum „með góðu eða illu“ Seðlabankinn hefur brugðist lögbundnu hlutverki sínu og vinnur gegn fólkinu í landinu, að mati formanns VR. Hann segir nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin komist út úr kjarasamningum sem fyrst, „með góðu eða illu“. 24. september 2024 14:21 Svekktur en ekki hissa á færri íbúðum í byggingu Forseti ASÍ segir svekkjandi að íbúðauppbygging hafi dregist saman um tæp sautján prósent á síðasta árinu. Það komi hins vegar ekki á óvart miðað við núverandi vaxtaumhverfi og verðbólgu. 24. september 2024 12:10 Ringulreið á lánamarkaði Afborgun á ríflega fjörutíu milljón króna láni hækkar um allt að kvartmilljón á ári eftir vaxtahækkun bankanna. Lántaki sem þurfti að færa sig úr óverðtryggðu láni í verðtryggt segir ringulreið ríkja og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. 23. september 2024 19:17 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Þrálát verðbólga og hægari vöxtur geti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk, aðgengi að fjármögnun gott og fjármögnunarkostnaður erlendis hefur lækkað. Þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa getur skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósentum. 25. september 2024 08:33
Þurfi að komast út úr kjarasamningum „með góðu eða illu“ Seðlabankinn hefur brugðist lögbundnu hlutverki sínu og vinnur gegn fólkinu í landinu, að mati formanns VR. Hann segir nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin komist út úr kjarasamningum sem fyrst, „með góðu eða illu“. 24. september 2024 14:21
Svekktur en ekki hissa á færri íbúðum í byggingu Forseti ASÍ segir svekkjandi að íbúðauppbygging hafi dregist saman um tæp sautján prósent á síðasta árinu. Það komi hins vegar ekki á óvart miðað við núverandi vaxtaumhverfi og verðbólgu. 24. september 2024 12:10
Ringulreið á lánamarkaði Afborgun á ríflega fjörutíu milljón króna láni hækkar um allt að kvartmilljón á ári eftir vaxtahækkun bankanna. Lántaki sem þurfti að færa sig úr óverðtryggðu láni í verðtryggt segir ringulreið ríkja og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. 23. september 2024 19:17