Rannsökum og ræðum menntakerfið Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 26. september 2024 10:02 Í skólum landsins endurspeglast styrkleikar jafnt sem veikleikar íslensks samfélags. Það eru blikur á lofti í íslensku menntakerfi, og margir hafa lýst áhyggjum af stöðu mála. Mikilvægt er að greina sóknarfærin, fjalla opinskátt um bæði kosti og galla kerfisins – og gæta þess að henda ekki barninu út með baðvatninu. Það skiptir miklu að stjórnvöld styðjist við rannsóknir á sviði menntavísinda og leiði fræða- og fagsamfélagið saman með markvissum hætti. Menntarannsóknir hafa eflst mjög hér á landi undanfarin ár, og eitt sem einkennir slíkar rannsóknir er að þær eru alla jafna unnar í þéttri samvinnu við fagsamfélagið, stjórnendur, kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. Hvað er til ráða? Ástæða er til að hafa áhyggjur af hrakandi námsárangri og læsi íslenskra ungmenna. Sé rýnt í PISA skýrslur undanfarinna ára má sjá ákveðið stef í tillögum fræðafólks háskólans sem fjalla um niðurstöður og setja þær í samhengi við íslenskan veruleika. Íslenskan á undir högg að sækja, það þarf að stórefla útgáfu á vönduðu námsefni, nýta fjölbreytta kennsluhætti, byggja upp viðeigandi aðstöðu til náttúrufræðikennslu, fjölga kennurum með sérhæfingu í stærðfræðikennslu og stórauka bókasafnskost grunn- og framhaldsskóla. Bent hefur verið á mikilvægi þess að þróa nýja gerð samræmds námsmats. Ennfremur er lykilatriði að tryggja markvissa starfsþróun og símenntun kennara. Þá hafa sérfræðingar um árabil bent á að fjölga þurfi fagfólki innan skólanna sem vinna skipulega með vináttutengsl, samskipti og líðan nemenda. Allt þetta nám, formlega og óformlega, leggur grunninn að farsæld barnanna okkar og styrkir grunnstoðir samfélagsins. Hæfni til framtíðar Íslenskt menntakerfi býr yfir mikilvægum styrkleikum, þar á meðal góðu aðgengi að menntun, allt frá leikskóla upp í háskóla. Skapandi greinar, s.s. list- og verkgreinar, eru ennþá skyldugreinar í íslenskum grunnskólum og flest sveitarfélög hafa lagt auknar áherslur á skipulagt frístunda- og tómstundastarf. Tækifæri og sveigjanleiki er einnig styrkleiki íslenska menntakerfisins því í grunninn er gert ráð fyrir því að ungt fólk þroskist og að áhugasvið þeirra og hæfni geti breyst. Litið er á menntun sem ævilangt ferli, ekki er óalgengt að fólk á öllum aldri sæki sér framhaldsmenntun og skapi sér ný atvinnutækifæri. Síðustu árin hafa miklar stefnubreytingar orðið hjá Alþjóðlegu efnahagsstofnuninni (OECD) sem skipuleggur hið margrædda PISA próf. Stofnunin gaf út nýja menntastefnu árið 2018 þar sem þjóðir eru hvattar til að skipuleggja menntakerfi sem fóstra það sem kalla má „umbreytandi hæfni“ (e. transformative skills) í heimi þar sem gervigreind styður við lausn lífsverkefna okkar (OECD, 2018). Auk þess að kenna ungmennum að þekkja og skilja hugtök, menningu og samfélag, og kunna að nýta sér tæknina, ættu menntakerfi heims að styðja markvisst við líkamlega og andlega heilsu ungmenna. Þar að auki þroska með þeim ábyrgðartilfinningu, kenna þeim að ígrunda siðferðilegar áskoranir samtímans og stuðla að virkri þátttöku allra (OECD, 2019). Gæðamat á skólum þarf að taka mið af þessum heildstæðum markmiðum menntunar. Sama gildir um menntarannsóknir sem eru ákaflega fjölbreyttar, bæði í viðfangsefnum og aðferðafræði. Menntakvika fer fram dagana 26. og 27. september Í þessari viku fer fram árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands þar sem menntamálin verða í deiglunni og kynntar nýjustu rannsóknir og þróunarverkefni tengd menntun og þróun skóla- og frístundastarfs. Meðal annars verður fjallað um ímyndunaraflið og nýsköpun í námi, gæði kennslu og læsi, listir og sköpun, farsæld og líðan barna, íþrótta- og tómstundastarf, heilsueflingu og virka þátttöku allra. Auk Háskóla Íslands, þá eru bakhjarlar ráðstefnunnar meðal annars Háskólinn á Akureyri, Kennarasamband Íslands, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, og Þroskaþjálfafélag Íslands. Opnunarmálstofa Menntakviku ber heitið Framtíð menntunar á tímum gervigreindar og fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu fimmtudaginn kl. 13.00. Fjallað verður um hvernig gervigreind er að umbreyta námsumhverfinu og hvaða tækifæri og áskoranir fylgja þessari þróun. Þá verður einnig spurt hvað sé ábyrg notkun gervigreindar og hvaða mannlegu eiginleika verði að leggja rækt við á tímum örrar tækniþróunar. Á föstudeginum 27. september verða síðan haldin 210 erindi í 55 málstofum. Ég hvet alla áhugasama að nýta tækifærið til að kynna sér nýjustu rannsóknir og þróun á sviði menntunar, mæta á Menntakviku eða fylgjast með á netinu á www.menntakvika.hi.is. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Heimildir: OECD. (2018). The future of education and skills: Education 2030: The future we want. https://www.oecd.org/education/2030-project/about/documents/E2030%20Position%20Paper%20(05.04.2018).pdf OECD. (2019). Learning compass 2030. https://www.oecd.org/education/2030-project/ teaching-and-learning/learning/learning-compass-2030/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skóla- og menntamál Háskólar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í skólum landsins endurspeglast styrkleikar jafnt sem veikleikar íslensks samfélags. Það eru blikur á lofti í íslensku menntakerfi, og margir hafa lýst áhyggjum af stöðu mála. Mikilvægt er að greina sóknarfærin, fjalla opinskátt um bæði kosti og galla kerfisins – og gæta þess að henda ekki barninu út með baðvatninu. Það skiptir miklu að stjórnvöld styðjist við rannsóknir á sviði menntavísinda og leiði fræða- og fagsamfélagið saman með markvissum hætti. Menntarannsóknir hafa eflst mjög hér á landi undanfarin ár, og eitt sem einkennir slíkar rannsóknir er að þær eru alla jafna unnar í þéttri samvinnu við fagsamfélagið, stjórnendur, kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. Hvað er til ráða? Ástæða er til að hafa áhyggjur af hrakandi námsárangri og læsi íslenskra ungmenna. Sé rýnt í PISA skýrslur undanfarinna ára má sjá ákveðið stef í tillögum fræðafólks háskólans sem fjalla um niðurstöður og setja þær í samhengi við íslenskan veruleika. Íslenskan á undir högg að sækja, það þarf að stórefla útgáfu á vönduðu námsefni, nýta fjölbreytta kennsluhætti, byggja upp viðeigandi aðstöðu til náttúrufræðikennslu, fjölga kennurum með sérhæfingu í stærðfræðikennslu og stórauka bókasafnskost grunn- og framhaldsskóla. Bent hefur verið á mikilvægi þess að þróa nýja gerð samræmds námsmats. Ennfremur er lykilatriði að tryggja markvissa starfsþróun og símenntun kennara. Þá hafa sérfræðingar um árabil bent á að fjölga þurfi fagfólki innan skólanna sem vinna skipulega með vináttutengsl, samskipti og líðan nemenda. Allt þetta nám, formlega og óformlega, leggur grunninn að farsæld barnanna okkar og styrkir grunnstoðir samfélagsins. Hæfni til framtíðar Íslenskt menntakerfi býr yfir mikilvægum styrkleikum, þar á meðal góðu aðgengi að menntun, allt frá leikskóla upp í háskóla. Skapandi greinar, s.s. list- og verkgreinar, eru ennþá skyldugreinar í íslenskum grunnskólum og flest sveitarfélög hafa lagt auknar áherslur á skipulagt frístunda- og tómstundastarf. Tækifæri og sveigjanleiki er einnig styrkleiki íslenska menntakerfisins því í grunninn er gert ráð fyrir því að ungt fólk þroskist og að áhugasvið þeirra og hæfni geti breyst. Litið er á menntun sem ævilangt ferli, ekki er óalgengt að fólk á öllum aldri sæki sér framhaldsmenntun og skapi sér ný atvinnutækifæri. Síðustu árin hafa miklar stefnubreytingar orðið hjá Alþjóðlegu efnahagsstofnuninni (OECD) sem skipuleggur hið margrædda PISA próf. Stofnunin gaf út nýja menntastefnu árið 2018 þar sem þjóðir eru hvattar til að skipuleggja menntakerfi sem fóstra það sem kalla má „umbreytandi hæfni“ (e. transformative skills) í heimi þar sem gervigreind styður við lausn lífsverkefna okkar (OECD, 2018). Auk þess að kenna ungmennum að þekkja og skilja hugtök, menningu og samfélag, og kunna að nýta sér tæknina, ættu menntakerfi heims að styðja markvisst við líkamlega og andlega heilsu ungmenna. Þar að auki þroska með þeim ábyrgðartilfinningu, kenna þeim að ígrunda siðferðilegar áskoranir samtímans og stuðla að virkri þátttöku allra (OECD, 2019). Gæðamat á skólum þarf að taka mið af þessum heildstæðum markmiðum menntunar. Sama gildir um menntarannsóknir sem eru ákaflega fjölbreyttar, bæði í viðfangsefnum og aðferðafræði. Menntakvika fer fram dagana 26. og 27. september Í þessari viku fer fram árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands þar sem menntamálin verða í deiglunni og kynntar nýjustu rannsóknir og þróunarverkefni tengd menntun og þróun skóla- og frístundastarfs. Meðal annars verður fjallað um ímyndunaraflið og nýsköpun í námi, gæði kennslu og læsi, listir og sköpun, farsæld og líðan barna, íþrótta- og tómstundastarf, heilsueflingu og virka þátttöku allra. Auk Háskóla Íslands, þá eru bakhjarlar ráðstefnunnar meðal annars Háskólinn á Akureyri, Kennarasamband Íslands, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, og Þroskaþjálfafélag Íslands. Opnunarmálstofa Menntakviku ber heitið Framtíð menntunar á tímum gervigreindar og fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu fimmtudaginn kl. 13.00. Fjallað verður um hvernig gervigreind er að umbreyta námsumhverfinu og hvaða tækifæri og áskoranir fylgja þessari þróun. Þá verður einnig spurt hvað sé ábyrg notkun gervigreindar og hvaða mannlegu eiginleika verði að leggja rækt við á tímum örrar tækniþróunar. Á föstudeginum 27. september verða síðan haldin 210 erindi í 55 málstofum. Ég hvet alla áhugasama að nýta tækifærið til að kynna sér nýjustu rannsóknir og þróun á sviði menntunar, mæta á Menntakviku eða fylgjast með á netinu á www.menntakvika.hi.is. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Heimildir: OECD. (2018). The future of education and skills: Education 2030: The future we want. https://www.oecd.org/education/2030-project/about/documents/E2030%20Position%20Paper%20(05.04.2018).pdf OECD. (2019). Learning compass 2030. https://www.oecd.org/education/2030-project/ teaching-and-learning/learning/learning-compass-2030/
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun