Neyddir í eina stystu rútuferð sögunnar Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2024 09:03 Leikmenn Bodö/Glimt þurftu að ferðast með rútu í innan við eina mínútu og fögnuðu svo flottum sigri. Samsett/Getty Leikmenn Bodö/Glimt neyddust til að ferðast með rútu í heimaleik sinn við Porto í Evrópudeildinni í fótbolta í gær. Ferðalagið tók eina mínútu. Eins og Íslendingar ættu að þekkja gerir UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, ýmsar kröfur varðandi umgjörð leikja í Evrópukeppnum. Í Evrópudeildinni er ein af þeim sú að leikmenn mæti í einum hópi saman á leikstað. Þess vegna söfnuðust leikmenn Bodö/Glimt, sumir í bíl og aðrir fótgangandi, saman fyrir utan hús fylkisstjórans í Norðurlandi, aðeins 220 metrum frá Aspmyra-leikvanginum sem þeir spila heimaleiki sína á. Svolítið hallærislegt í Noregi „Þetta var auðvitað mjög kómískt,“ segir Freddy Thoresen, blaðamaður Avisa Nordland. „Svona gera þeir þetta úti í hinum stóra heimi en hér í Noregi verður þetta svolítið hallærislegt.“ Margir af leikmönnum Bodö/Glimt hefðu sem sagt alveg eins getað labbað á völlinn, eins og þeir eru vanir, en það kom ekki til greina að þessu sinni. „UEFA vill að við komum saman. Þess vegna var þetta svona,“ segir Truls Bjerke, liðsstjóri Bodö/Glimt, samkvæmt frétt NRK. Danskur Valsari kom liðinu yfir Rútuferðin virðist hafa farið vel í flesta leikmenn Bodö/Glimt sem unnu frábæran 3-2 sigur á portúgalska stórliðinu, þrátt fyrir að vera manni færri frá 51. mínútu, þegar þeir voru 2-1 yfir. Daninn Kasper Högh, sem lék með Val um skamman tíma árið 2020, skoraði fyrsta mark Bodö, eftir að Porto hafði komist yfir, og norski landsliðsmaðurinn Jens Petter Hauge skoraði tvö. Bodö/Glimt hefur því unnið 25 af 31 heimaleik sínum í Evrópukeppnum síðustu ár. 🇳🇴 Bodø/@Glimt at home in Europe since 2020:✅6-1 v Kauno Zalgiris 🇱🇹✅3-1 v Zalgiris 🇱🇹❌2-3 v Legia Warsaw 🇵🇱✅3-0 v Valur 🇮🇸✅2-0 v Prishtina 🇽🇰✅1-0 v Zalgiris 🇱🇹✅3-1 v Zorya Luhansk 🇺🇦✅6-1 v Roma 🇮🇹✅2-0 v CSKA Sofia 🇧🇬✅2-0 v Celtic 🏴✅2-1 v AZ 🇳🇱✅2-1 v… pic.twitter.com/e7qgL4B8ki— Nordic Footy 🏴 (@footy_nordic) September 25, 2024 Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Í beinni: Víkingur - Djurgården | Geta gulltryggt sig áfram Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Sjá meira
Eins og Íslendingar ættu að þekkja gerir UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, ýmsar kröfur varðandi umgjörð leikja í Evrópukeppnum. Í Evrópudeildinni er ein af þeim sú að leikmenn mæti í einum hópi saman á leikstað. Þess vegna söfnuðust leikmenn Bodö/Glimt, sumir í bíl og aðrir fótgangandi, saman fyrir utan hús fylkisstjórans í Norðurlandi, aðeins 220 metrum frá Aspmyra-leikvanginum sem þeir spila heimaleiki sína á. Svolítið hallærislegt í Noregi „Þetta var auðvitað mjög kómískt,“ segir Freddy Thoresen, blaðamaður Avisa Nordland. „Svona gera þeir þetta úti í hinum stóra heimi en hér í Noregi verður þetta svolítið hallærislegt.“ Margir af leikmönnum Bodö/Glimt hefðu sem sagt alveg eins getað labbað á völlinn, eins og þeir eru vanir, en það kom ekki til greina að þessu sinni. „UEFA vill að við komum saman. Þess vegna var þetta svona,“ segir Truls Bjerke, liðsstjóri Bodö/Glimt, samkvæmt frétt NRK. Danskur Valsari kom liðinu yfir Rútuferðin virðist hafa farið vel í flesta leikmenn Bodö/Glimt sem unnu frábæran 3-2 sigur á portúgalska stórliðinu, þrátt fyrir að vera manni færri frá 51. mínútu, þegar þeir voru 2-1 yfir. Daninn Kasper Högh, sem lék með Val um skamman tíma árið 2020, skoraði fyrsta mark Bodö, eftir að Porto hafði komist yfir, og norski landsliðsmaðurinn Jens Petter Hauge skoraði tvö. Bodö/Glimt hefur því unnið 25 af 31 heimaleik sínum í Evrópukeppnum síðustu ár. 🇳🇴 Bodø/@Glimt at home in Europe since 2020:✅6-1 v Kauno Zalgiris 🇱🇹✅3-1 v Zalgiris 🇱🇹❌2-3 v Legia Warsaw 🇵🇱✅3-0 v Valur 🇮🇸✅2-0 v Prishtina 🇽🇰✅1-0 v Zalgiris 🇱🇹✅3-1 v Zorya Luhansk 🇺🇦✅6-1 v Roma 🇮🇹✅2-0 v CSKA Sofia 🇧🇬✅2-0 v Celtic 🏴✅2-1 v AZ 🇳🇱✅2-1 v… pic.twitter.com/e7qgL4B8ki— Nordic Footy 🏴 (@footy_nordic) September 25, 2024
Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Í beinni: Víkingur - Djurgården | Geta gulltryggt sig áfram Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Sjá meira