Sársaukafull vaxtarmörk Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 26. september 2024 16:33 Verðbólgan er að hjaðna. Án húsnæðisliðar er verðbólgan 3,6% en með húsnæði 6%. Þegar verð á húsnæði drífur áfram verðbólguna, og þar af leiðandi vextina, er ekki að undra að margir leggi orð í belg og beri á borð ýmsar misgóðar lausnir. Flestum er okkur þó ljóst að skortur á húsnæði verður ekki leystur með því að fikta í vísitölu neysluverðs, heldur með því að leita allra raunhæfra leiða til að stuðla að auknu framboði húsnæðis til frambúðar. Framboðsvandinn verður aftur á móti ekki leystur á einum degi. Stöðugt þarf að vinna í því að tryggja nægt framboð, takmarka flöskuhálsa í uppbyggingu og vinna jafnframt ötullega að því að koma í veg fyrir öfgafullar sveiflur. Engar skyndilausnir eru til í þeim efnum. Að eiga eða leigja Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) kemur fram að innan við einn af hverjum tíu leigjendum vill vera á leigumarkaði og hefur hlutfallið farið hratt lækkandi síðastliðin ár. Samhliða hefur húsnæðisstuðningur hins opinbera hins vegar tekið verulegum breytingum og stuðningur runnið í meira mæli til leigjenda en eigenda íbúðarhúsnæðis. Skýtur það skökku við. Það er okkur sjálfstæðismönnum kappsmál að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft, og að hjálpa þeim sem hjálp þurfa. Kjósi fólk að eiga húsnæði í stað þess að leigja er það vel. Eðlilegt er að einstaklingar hafi til þess val um að nýta úrræði eins og skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar við kaup og fjármögnun. Slíkt úrræði hefur verið lögfest fyrir fyrstu kaupendur og engin áform um breytingar í þeim efnum. Ég tel hins vegar einsýnt að áfram þurfi að tryggja að einstaklingar geti nýtt almenna skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán sín. Sú aðgerð hefur haft jákvæð áhrif á eignastöðu fólks almennt og verður ekki séð að tilefni sé til að vega að því úrræði nú, sérílagi með hliðsjón af ríkjandi efnahagsástandi. Jafnvægi eða lognið á undan storminum? Rétt er að ítreka hér að þröskuldurinn sem ungt fólk, og annað, stendur frammi fyrir þegar kemur að því að eignast húsnæði hefur hækkað að undanförnu en hann verður ekki lækkaður að neinu ráði til frambúðar nema unnið sé í átt að auknu framboði af húsnæði. Í áðurnefndri skýrslu HMS kemur fram að helmingi færri íbúðir eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu en áætlanir sveitarfélaga gerðu ráð fyrir og vísbendingar um minna framboð á næstu árum. Alls eru um 16,8% færri íbúðir í byggingu en á sama tíma í fyrra og merki um að verktakar séu farnir að leggja áherslu á að klára þær framkvæmdir sem þegar eru hafnar í stað þess að leggja grunn að nýjum. Á sama tíma er eftirspurn enn mikil. Þrátt fyrir það er talað um að jafnvægi sé loks að myndast á húsnæðismarkaði. Ég óttast þvert á móti að meint jafnvægi sé í reynd lognið á undan storminum. Heimatilbúnir flöskuhálsar Óstöðugleiki á húsnæðismarkaði er enginn nýlunda, né séríslenskt fyrirbæri, og því ekki að undra að margir spyrji sig hvort að skammtaeðlisfræðing þurfi til að finna lausn á málinu. Fyrrverandi innviðaráðherra, nú fjármála- og efnahagsráðherra, skipaði m.a. í fjölmarga stýrihópa um einföldun á byggingarreglugerð en enn bólar ekkert á afrakstri þeirrar vinnu. Liggur þó fyrir að þröngir skipulagsskilmálar, tímafrekt leyfisveitingaferli ásamt sölu og framsali á lóðum séu meðal helstu úrlausnarefna þegar kemur að því að byggja meira, hraðar og hagkvæmar. Svo ekki sé minnst á stöðugt og viðvarandi framboð af byggingarhæfum lóðum. Þar bera sveitarfélögin ábyrgð. Ábyrgð höfuðborgarinnar er mikil Hlutfallsleg uppbygging borgarinnar fer minnkandi milli ára. Því er eðlileg að spyrja hvort framkvæmd á þéttingarstefnu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur sé að valda gríðarlegum skaða á húsnæðismarkaði fyrir landið í heild sinni? Þétting byggðar, og þar með uppbygging húsnæðis í borginni, virðist einungis eiga við um staðsetningar nálægt áformum um borgarlínu og aðrir kostir ekki nýttir. Má hér nefna Úlfarsárdalinn þar sem tækifæri til þéttingar eru augljós, þar er gnægt lóðaframboð og allir innviðir til staðar. Þá hafa nágrannasveitarfélög Reykjavíkur kvartað undan samkomulagi um vaxtarmörk sem auðsjáanlega verður að breyta í takt við þarfir sveitarfélaga til uppbyggingar. Ekkert launungarmál er að verðhækkanir á húsnæði eru að miklu leyti til komnar vegna mikillar fólksfjölgunar sem ekki hefur tekist að mæta með aukinni uppbyggingu. Ótækt er að hugmyndafræði um að eitt þurfi að útiloka annað verði ofan á, á kostnað íbúa í landinu. Vaxtarmörkin verður að endurskoða Á höfuðborgarsvæðinu er lögum samkvæmt í gildi svæðisskipulag, þar eru títtnefnd vaxtarmörk sveitarfélaganna að finna. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, auk annarra, hefur stigið fram og gagnrýnt að óheimilt sé að færa út vaxtarmörk til að brjóta nýtt land fyrir nýjar lóðir, sem þörf er á, vegna neitunarvalds annarra sveitarfélaga. Vaxtarmörkin hafa ekki verið endurskoðuð frá samþykkt svæðisskipulagsins fyrir hartnær áratug síðan og raunar svo að aðeins eitt sveitarfélag þarf til að koma í veg fyrir að nokkuð hreyfist í þeim efnum. Til að höggva á þennan hnút og rjúfa kyrrstöðuna hef ég lagt fram á Alþingi frumvarp sem miðar að því að aukinn meirihluta sveitarfélaga þurfi til þess að samþykkja breytingar á svæðisskipulagi. Ótækt er að eitt sveitarfélag hafi algjört neitunarvald um framtíðaruppbyggingu annarra sveitarfélaga. Taka þarf af skarið fyrir húsnæðismarkaðinn í heild sinni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Húsnæðismál Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Verðbólgan er að hjaðna. Án húsnæðisliðar er verðbólgan 3,6% en með húsnæði 6%. Þegar verð á húsnæði drífur áfram verðbólguna, og þar af leiðandi vextina, er ekki að undra að margir leggi orð í belg og beri á borð ýmsar misgóðar lausnir. Flestum er okkur þó ljóst að skortur á húsnæði verður ekki leystur með því að fikta í vísitölu neysluverðs, heldur með því að leita allra raunhæfra leiða til að stuðla að auknu framboði húsnæðis til frambúðar. Framboðsvandinn verður aftur á móti ekki leystur á einum degi. Stöðugt þarf að vinna í því að tryggja nægt framboð, takmarka flöskuhálsa í uppbyggingu og vinna jafnframt ötullega að því að koma í veg fyrir öfgafullar sveiflur. Engar skyndilausnir eru til í þeim efnum. Að eiga eða leigja Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) kemur fram að innan við einn af hverjum tíu leigjendum vill vera á leigumarkaði og hefur hlutfallið farið hratt lækkandi síðastliðin ár. Samhliða hefur húsnæðisstuðningur hins opinbera hins vegar tekið verulegum breytingum og stuðningur runnið í meira mæli til leigjenda en eigenda íbúðarhúsnæðis. Skýtur það skökku við. Það er okkur sjálfstæðismönnum kappsmál að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft, og að hjálpa þeim sem hjálp þurfa. Kjósi fólk að eiga húsnæði í stað þess að leigja er það vel. Eðlilegt er að einstaklingar hafi til þess val um að nýta úrræði eins og skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar við kaup og fjármögnun. Slíkt úrræði hefur verið lögfest fyrir fyrstu kaupendur og engin áform um breytingar í þeim efnum. Ég tel hins vegar einsýnt að áfram þurfi að tryggja að einstaklingar geti nýtt almenna skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán sín. Sú aðgerð hefur haft jákvæð áhrif á eignastöðu fólks almennt og verður ekki séð að tilefni sé til að vega að því úrræði nú, sérílagi með hliðsjón af ríkjandi efnahagsástandi. Jafnvægi eða lognið á undan storminum? Rétt er að ítreka hér að þröskuldurinn sem ungt fólk, og annað, stendur frammi fyrir þegar kemur að því að eignast húsnæði hefur hækkað að undanförnu en hann verður ekki lækkaður að neinu ráði til frambúðar nema unnið sé í átt að auknu framboði af húsnæði. Í áðurnefndri skýrslu HMS kemur fram að helmingi færri íbúðir eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu en áætlanir sveitarfélaga gerðu ráð fyrir og vísbendingar um minna framboð á næstu árum. Alls eru um 16,8% færri íbúðir í byggingu en á sama tíma í fyrra og merki um að verktakar séu farnir að leggja áherslu á að klára þær framkvæmdir sem þegar eru hafnar í stað þess að leggja grunn að nýjum. Á sama tíma er eftirspurn enn mikil. Þrátt fyrir það er talað um að jafnvægi sé loks að myndast á húsnæðismarkaði. Ég óttast þvert á móti að meint jafnvægi sé í reynd lognið á undan storminum. Heimatilbúnir flöskuhálsar Óstöðugleiki á húsnæðismarkaði er enginn nýlunda, né séríslenskt fyrirbæri, og því ekki að undra að margir spyrji sig hvort að skammtaeðlisfræðing þurfi til að finna lausn á málinu. Fyrrverandi innviðaráðherra, nú fjármála- og efnahagsráðherra, skipaði m.a. í fjölmarga stýrihópa um einföldun á byggingarreglugerð en enn bólar ekkert á afrakstri þeirrar vinnu. Liggur þó fyrir að þröngir skipulagsskilmálar, tímafrekt leyfisveitingaferli ásamt sölu og framsali á lóðum séu meðal helstu úrlausnarefna þegar kemur að því að byggja meira, hraðar og hagkvæmar. Svo ekki sé minnst á stöðugt og viðvarandi framboð af byggingarhæfum lóðum. Þar bera sveitarfélögin ábyrgð. Ábyrgð höfuðborgarinnar er mikil Hlutfallsleg uppbygging borgarinnar fer minnkandi milli ára. Því er eðlileg að spyrja hvort framkvæmd á þéttingarstefnu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur sé að valda gríðarlegum skaða á húsnæðismarkaði fyrir landið í heild sinni? Þétting byggðar, og þar með uppbygging húsnæðis í borginni, virðist einungis eiga við um staðsetningar nálægt áformum um borgarlínu og aðrir kostir ekki nýttir. Má hér nefna Úlfarsárdalinn þar sem tækifæri til þéttingar eru augljós, þar er gnægt lóðaframboð og allir innviðir til staðar. Þá hafa nágrannasveitarfélög Reykjavíkur kvartað undan samkomulagi um vaxtarmörk sem auðsjáanlega verður að breyta í takt við þarfir sveitarfélaga til uppbyggingar. Ekkert launungarmál er að verðhækkanir á húsnæði eru að miklu leyti til komnar vegna mikillar fólksfjölgunar sem ekki hefur tekist að mæta með aukinni uppbyggingu. Ótækt er að hugmyndafræði um að eitt þurfi að útiloka annað verði ofan á, á kostnað íbúa í landinu. Vaxtarmörkin verður að endurskoða Á höfuðborgarsvæðinu er lögum samkvæmt í gildi svæðisskipulag, þar eru títtnefnd vaxtarmörk sveitarfélaganna að finna. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, auk annarra, hefur stigið fram og gagnrýnt að óheimilt sé að færa út vaxtarmörk til að brjóta nýtt land fyrir nýjar lóðir, sem þörf er á, vegna neitunarvalds annarra sveitarfélaga. Vaxtarmörkin hafa ekki verið endurskoðuð frá samþykkt svæðisskipulagsins fyrir hartnær áratug síðan og raunar svo að aðeins eitt sveitarfélag þarf til að koma í veg fyrir að nokkuð hreyfist í þeim efnum. Til að höggva á þennan hnút og rjúfa kyrrstöðuna hef ég lagt fram á Alþingi frumvarp sem miðar að því að aukinn meirihluta sveitarfélaga þurfi til þess að samþykkja breytingar á svæðisskipulagi. Ótækt er að eitt sveitarfélag hafi algjört neitunarvald um framtíðaruppbyggingu annarra sveitarfélaga. Taka þarf af skarið fyrir húsnæðismarkaðinn í heild sinni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun