En hér er ég ekkert... Nichole Leigh Mosty skrifar 27. september 2024 14:32 Ég átti samtal um helgina við konu sem situr enn fast í mér. Ég fór með strákinn minn í mátun vegna stórrar tískusýningar sem hann var að taka þátt í og heitir, Erlendur Fashion Week. Tískusýningin var í höndum konu af erlendum uppruna sem rekur umboðsfyrirtækið Erlendur Talent en hún framkvæmdi einnig og stýrði tískuviðburðinum sem stóð yfir heila helgi. Umboðsfyrirtækið er sérstaklega ætlað fólki af erlendum uppruna, fólki sem hefur ekki fengið alvöru tækifæri til að komist áfram í tísku- og listabransanum hérlendis. Á meðan ég beið eftir syni mínum kynntist ég konu og spurði hvað hún væri að gera, hún svaraði mér svona „You know before, when I worked in Paris....” og listaði upp, held ég, fimm eða sex stórkostlega hluti tengda tískubransanum og markaðsvinnu sem hún vann með áður en hún flutti til Íslands. Ég var svo heilluð en þá sagði hún „... but here in Iceland I am nothing.“ Hversu oft hef ég heyrt þetta? „Einu sinni vann ég með xxx.“ „Já, ég var xxx áður en ég flutti til Íslands.“ „Ég lærði xxxx í háskóla en núna... er ég að starfa á hóteli.“„Ég vildi vera... en nú er ég....“ En að heyra þessa flottu konu segja „En nú er ég ekkert..“ var og er óásættanlegt. Hvar er áætlun, spyr ég bara? Nú um daginn kom enn ein skýrslan þar sem Ísland fær falleinkunn fyrir það hvernig við höfum staðið að inngildingu og málefnum innflytjenda og flóttafólks. En í þetta sinn er það OECD sem segir að við þurfum að hysja upp um okkur buxurnar og gera eitthvað af viti í málaflokknum. Hér er smá samantekt af staðreyndum sem teknar voru fram í skýrslunni. Innflytjendur á Íslandi eru tiltölulega einsleitur hópur í samanburði við stöðuna í öðrum löndum. Um 80% innflytjenda koma frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og er hlutfall þeirra sem setjast hér að, hærra en t.d. í mörgum öðrum ríkjum Vestur-Evrópu. Stefna og aðgerðir stjórnvalda á sviði innflytjendamála hefur hingað til aðallega beinst að flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd, ekki innflytjendum á vinnumarkaði, fólkinu sem heldur hjólum atvinnulífsins gangandi. Á Íslandi er atvinnuþátttaka innflytjenda sú hæsta á meðal OECD-ríkjanna og jafnvel hærri en hjá innfæddum. Ekkert er að finna um aðgerðir eða kröfur til atvinnulífsins sem stuðla að inngildingu þrátt fyrir að vinnan og vinnustaðurinn séu helstu tengsl innflytjenda við samfélagið. En kannski vilja menn bara hafa það þannig, að tengsl innflytjenda við samfélagið séu bara á vinnumarkaði þar sem mansal og vannýting á hæfni þeirra og færni á sér stað? Lög um málefni innflytjenda og öll ábyrgð hefur verið færð undir Vinnumálastofnun. Í nýrri stefnu þessarar ríkisstjórnar sem er nú til umsagnar, eru flest aðgerðir í málaflokknum, þ.m.t. íslenskukennsla og menntun fullorðinna innflytjenda, skilgreind í hendi Vinnumálastofnunar. Í skýrslu OECD kemur skýrt fram, því miður, hversu illa það hefur tekist hjá þessari stofnun að halda utan um innflytjendur og tryggja inngildingu með þeim aðgerðum sem voru og eru á þeirra ábyrgð nú þegar. Kunnátta og hæfni innflytjenda er oftast ekki nýtt og ef svo er, þá alls ekki nægilega vel í þeim atvinnugreinum sem fólkið hefur sérþekkingu á. Meira en þriðjungur hámenntaðra innflytjenda á Íslandi vinnur störf sem krefjast minni hæfni en þeir búa yfir. Íslenskukunnátta innflytjenda er léleg í alþjóðlegum samanburði til dæmis er hlutfall þeirra sem segjast hafa góða kunnáttu í málinu lægst hér á landi á meðal OECD-ríkjanna. Útgjöld til kennslu í íslensku fyrir fullorðna eru talsvert lægri en í samanburðarríkjum og lang lægst á Norðurlöndum. Skýrslan tekur skýrt fram að þrátt fyrir að stjórnvöld hafi brugðist við með því að auka heildarfjármagn til íslenskukennslu fyrir innflytjendur, hafa útgjöld á hvern nemanda minnkað á hverju ári síðan 2020 og árið 2022 var það lægsta síðan 2006. Mikill niðurskurður varð í málaflokknum í kreppunni og hafa útgjöld ekki náð sér á strik síðan á meðan innflytjendum áfram að fjölga ört. Svo er vert að taka fram að þrátt fyrir að hafa lofað stórátaki í íslenskri tungu sem var metið að fjárhæð 920 milljónum króna er einungis að finna í fjárlögum fyrir 2025 þrjár aðgerðir, skilgreindar út frá þessu átaki í íslenskukennslu fyrir fullorðna innflytjendur og er viðbótarfjármagnið aðeins að upphæð 250 milljónir. Kannski er viðeigandi líka, að taka fram að nýr Forsætisráðherra og ríkisstjórn hans lögðu niður sérstaka ráðherranefnd um íslenska tungu þegar hann tók við keflinu í apríl. Sóun er eina orðið sem kemur upp í mínum huga. Staðreyndir og rannsóknir sýna fram á að innflytjendur gegna lykilhlutverki í því að skapa auð og efla hagkerfi eftir ýmsum leiðum og leggja verulega sitt af mörkum til bæði búsetulandsins og alþjóðahagkerfisins í heild. Innflytjendur auka framleiðni í efnahagslífinu með því að fylla skort á vinnuafli, sérstaklega í atvinnugreinum sem þjást af skorti á faglærðu og ófaglærðu starfsfólki. Samkvæmt skýrslu Brookings stofnunarinnar bæta innflytjendur innfædda starfsmenn og knýja fram nýsköpun með því að leggja fram fjölbreytt sjónarmið sem eru nauðsynleg til að leysa vandamál í öflugum atvinnugreinum. Enn fremur eru innflytjendur líklegri til að stofna fyrirtæki en innfæddir sem stuðla að frumkvöðlastarfi og atvinnusköpun. Gögn frá National Bureau of Economic Research í Bandaríkjunum, benda til þess að innflytjendur hafi til dæmis stofnað 25% tækni- og verkfræðifyrirtækja þarlendis á árunum 1995 til 2005, sem bætti verulega svæðisbundið hagkerfi og landsframleiðslu. Að auki leggja innflytjendur sitt af mörkum til hagvaxtar ríkisins með því að greiða skatta sem og fé til almannatryggingakerfa, sem styður opinbera þjónustu og uppbyggingu innviða. Eyðslumáttur innflytjenda örvar einnig eftirspurn eftir vörum og þjónustu, skapar margföldunaráhrif sem gagnast almenna hagkerfinu. Á heildina litið, fylla innflytjendur hagkerfi af krafti og fjölbreytileika, sem hvetur sjálfbæran hagvöxt og velmegun. En hérlendis virðist það vera algild regla og eðlilegt að hundsa tækifæri og störf sem gera fólki kleift að feta sig áfram með sérþekkingu sína, sérþekkingu eins og að skipuleggja og sviðsstýra tískuviðburði á heimsmælikvarða. Er það í lagi þegar fólk sem hefur menntun og reynslu sem hefur starfað og getið sér gott orð í atvinnulífi eins og t.d. í tískubransanum í París upplifir sig sem “ekkert” eða minna virði á Íslandi? Við skulum rétt vona að næsta ríkisstjórn (vonandi með einhverja innflytjendur um borð) komi með alvöru áætlun og mæti þeim áskorunum sem eru að finna í skýrslum á vegum OECD af alvarleika og þar með bæta vannýtt tækifæri núverandi ríkisstjórnar. Ég bindi vonir mínar við að ég mæti þessari flottu konu aftur og hún tilkynni mér að hún sé að upplifa virðingu og tækifæri til framfara þar sem hennar hæfni og þekking nýtist atvinnugreininni, samfélaginu og henni sjálfri. Höfundur er sérfræðingur í inngildingu og málefnum innflytjenda og doktorsnemi við HÍ deild menntunar og margbreytileika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Ég átti samtal um helgina við konu sem situr enn fast í mér. Ég fór með strákinn minn í mátun vegna stórrar tískusýningar sem hann var að taka þátt í og heitir, Erlendur Fashion Week. Tískusýningin var í höndum konu af erlendum uppruna sem rekur umboðsfyrirtækið Erlendur Talent en hún framkvæmdi einnig og stýrði tískuviðburðinum sem stóð yfir heila helgi. Umboðsfyrirtækið er sérstaklega ætlað fólki af erlendum uppruna, fólki sem hefur ekki fengið alvöru tækifæri til að komist áfram í tísku- og listabransanum hérlendis. Á meðan ég beið eftir syni mínum kynntist ég konu og spurði hvað hún væri að gera, hún svaraði mér svona „You know before, when I worked in Paris....” og listaði upp, held ég, fimm eða sex stórkostlega hluti tengda tískubransanum og markaðsvinnu sem hún vann með áður en hún flutti til Íslands. Ég var svo heilluð en þá sagði hún „... but here in Iceland I am nothing.“ Hversu oft hef ég heyrt þetta? „Einu sinni vann ég með xxx.“ „Já, ég var xxx áður en ég flutti til Íslands.“ „Ég lærði xxxx í háskóla en núna... er ég að starfa á hóteli.“„Ég vildi vera... en nú er ég....“ En að heyra þessa flottu konu segja „En nú er ég ekkert..“ var og er óásættanlegt. Hvar er áætlun, spyr ég bara? Nú um daginn kom enn ein skýrslan þar sem Ísland fær falleinkunn fyrir það hvernig við höfum staðið að inngildingu og málefnum innflytjenda og flóttafólks. En í þetta sinn er það OECD sem segir að við þurfum að hysja upp um okkur buxurnar og gera eitthvað af viti í málaflokknum. Hér er smá samantekt af staðreyndum sem teknar voru fram í skýrslunni. Innflytjendur á Íslandi eru tiltölulega einsleitur hópur í samanburði við stöðuna í öðrum löndum. Um 80% innflytjenda koma frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og er hlutfall þeirra sem setjast hér að, hærra en t.d. í mörgum öðrum ríkjum Vestur-Evrópu. Stefna og aðgerðir stjórnvalda á sviði innflytjendamála hefur hingað til aðallega beinst að flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd, ekki innflytjendum á vinnumarkaði, fólkinu sem heldur hjólum atvinnulífsins gangandi. Á Íslandi er atvinnuþátttaka innflytjenda sú hæsta á meðal OECD-ríkjanna og jafnvel hærri en hjá innfæddum. Ekkert er að finna um aðgerðir eða kröfur til atvinnulífsins sem stuðla að inngildingu þrátt fyrir að vinnan og vinnustaðurinn séu helstu tengsl innflytjenda við samfélagið. En kannski vilja menn bara hafa það þannig, að tengsl innflytjenda við samfélagið séu bara á vinnumarkaði þar sem mansal og vannýting á hæfni þeirra og færni á sér stað? Lög um málefni innflytjenda og öll ábyrgð hefur verið færð undir Vinnumálastofnun. Í nýrri stefnu þessarar ríkisstjórnar sem er nú til umsagnar, eru flest aðgerðir í málaflokknum, þ.m.t. íslenskukennsla og menntun fullorðinna innflytjenda, skilgreind í hendi Vinnumálastofnunar. Í skýrslu OECD kemur skýrt fram, því miður, hversu illa það hefur tekist hjá þessari stofnun að halda utan um innflytjendur og tryggja inngildingu með þeim aðgerðum sem voru og eru á þeirra ábyrgð nú þegar. Kunnátta og hæfni innflytjenda er oftast ekki nýtt og ef svo er, þá alls ekki nægilega vel í þeim atvinnugreinum sem fólkið hefur sérþekkingu á. Meira en þriðjungur hámenntaðra innflytjenda á Íslandi vinnur störf sem krefjast minni hæfni en þeir búa yfir. Íslenskukunnátta innflytjenda er léleg í alþjóðlegum samanburði til dæmis er hlutfall þeirra sem segjast hafa góða kunnáttu í málinu lægst hér á landi á meðal OECD-ríkjanna. Útgjöld til kennslu í íslensku fyrir fullorðna eru talsvert lægri en í samanburðarríkjum og lang lægst á Norðurlöndum. Skýrslan tekur skýrt fram að þrátt fyrir að stjórnvöld hafi brugðist við með því að auka heildarfjármagn til íslenskukennslu fyrir innflytjendur, hafa útgjöld á hvern nemanda minnkað á hverju ári síðan 2020 og árið 2022 var það lægsta síðan 2006. Mikill niðurskurður varð í málaflokknum í kreppunni og hafa útgjöld ekki náð sér á strik síðan á meðan innflytjendum áfram að fjölga ört. Svo er vert að taka fram að þrátt fyrir að hafa lofað stórátaki í íslenskri tungu sem var metið að fjárhæð 920 milljónum króna er einungis að finna í fjárlögum fyrir 2025 þrjár aðgerðir, skilgreindar út frá þessu átaki í íslenskukennslu fyrir fullorðna innflytjendur og er viðbótarfjármagnið aðeins að upphæð 250 milljónir. Kannski er viðeigandi líka, að taka fram að nýr Forsætisráðherra og ríkisstjórn hans lögðu niður sérstaka ráðherranefnd um íslenska tungu þegar hann tók við keflinu í apríl. Sóun er eina orðið sem kemur upp í mínum huga. Staðreyndir og rannsóknir sýna fram á að innflytjendur gegna lykilhlutverki í því að skapa auð og efla hagkerfi eftir ýmsum leiðum og leggja verulega sitt af mörkum til bæði búsetulandsins og alþjóðahagkerfisins í heild. Innflytjendur auka framleiðni í efnahagslífinu með því að fylla skort á vinnuafli, sérstaklega í atvinnugreinum sem þjást af skorti á faglærðu og ófaglærðu starfsfólki. Samkvæmt skýrslu Brookings stofnunarinnar bæta innflytjendur innfædda starfsmenn og knýja fram nýsköpun með því að leggja fram fjölbreytt sjónarmið sem eru nauðsynleg til að leysa vandamál í öflugum atvinnugreinum. Enn fremur eru innflytjendur líklegri til að stofna fyrirtæki en innfæddir sem stuðla að frumkvöðlastarfi og atvinnusköpun. Gögn frá National Bureau of Economic Research í Bandaríkjunum, benda til þess að innflytjendur hafi til dæmis stofnað 25% tækni- og verkfræðifyrirtækja þarlendis á árunum 1995 til 2005, sem bætti verulega svæðisbundið hagkerfi og landsframleiðslu. Að auki leggja innflytjendur sitt af mörkum til hagvaxtar ríkisins með því að greiða skatta sem og fé til almannatryggingakerfa, sem styður opinbera þjónustu og uppbyggingu innviða. Eyðslumáttur innflytjenda örvar einnig eftirspurn eftir vörum og þjónustu, skapar margföldunaráhrif sem gagnast almenna hagkerfinu. Á heildina litið, fylla innflytjendur hagkerfi af krafti og fjölbreytileika, sem hvetur sjálfbæran hagvöxt og velmegun. En hérlendis virðist það vera algild regla og eðlilegt að hundsa tækifæri og störf sem gera fólki kleift að feta sig áfram með sérþekkingu sína, sérþekkingu eins og að skipuleggja og sviðsstýra tískuviðburði á heimsmælikvarða. Er það í lagi þegar fólk sem hefur menntun og reynslu sem hefur starfað og getið sér gott orð í atvinnulífi eins og t.d. í tískubransanum í París upplifir sig sem “ekkert” eða minna virði á Íslandi? Við skulum rétt vona að næsta ríkisstjórn (vonandi með einhverja innflytjendur um borð) komi með alvöru áætlun og mæti þeim áskorunum sem eru að finna í skýrslum á vegum OECD af alvarleika og þar með bæta vannýtt tækifæri núverandi ríkisstjórnar. Ég bindi vonir mínar við að ég mæti þessari flottu konu aftur og hún tilkynni mér að hún sé að upplifa virðingu og tækifæri til framfara þar sem hennar hæfni og þekking nýtist atvinnugreininni, samfélaginu og henni sjálfri. Höfundur er sérfræðingur í inngildingu og málefnum innflytjenda og doktorsnemi við HÍ deild menntunar og margbreytileika.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar