Loftárásir á meint vopnabúr Hezbollah í Beirút Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 23:18 Svartur reykur yfir úthverfi í sunnanverðri Beirút í kvöld. Ísraelar héldu loftárásum sínum þar áfram. AP/Hassan Ammar Ísraelsher segir að áframhaldandi loftárásir á Beirút í kvöld beinist að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Óljóst er hvort að leiðtogi samtakanna sé lífs eða liðinn eftir árásir Ísraela fyrr í dag. Íbúar í nágrenni við þrjár byggingar í úthverfi suður af Beirút fengu skilaboð frá Ísraelsher um að koma sér að minnsta kosti fimm hundruð metra frá þeim í kvöld. Reuters-fréttastofan segir að þetta sé fyrsta tilkynning sinnar tegundar á þessu svæði. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Ísraelsher að Hezbollah-samtökin geymi vopn undir íbúðarbyggingunum sem hann gerði loftárásir á í kvöld. Hætta væri á því að hús hryndu í sprengingum af völdum flugskeyta. Fréttaritari BBC í Beirút segir að þykkur reykur stígi nú upp frá Dahieh-hverfi borgarinnar. Það er höfuðvígi Hezbollah í borginni. Íbúar þar búi sig undir langa nótt. Heilbrigðisráðuneyti Líbanons segir að í það minnsta sex hafi fallið í loftárásum Ísraeal á sunnanverða Beirút í dag. Að minnsta kosti 91 hafi særst. Áfram sé leitað í rústum húsa í Dahieh. Árásir dagsins beindust að forystu Hezbollah, þar á meðal Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtoga samtakanna. Engar staðfestar fréttir hafa borist af örlögum hans. Heimildarmaður Reuters með tengsl við Hezbollah fullyrðir að Nasrallah sé á lífi og írönsk ríkisfréttastofa sömuleiðis. Miðlar Hezbollah hafa ekkert gefið uppi um hvort Nasrallah sé lífs eða liðinn. Fleiri en sjö hundruð manns hafa fallið í loftárásum Ísraela á Líbanon í vikunni. Ísraelar segjast ætla að halda árásunum áfram þar til þeir vinna fullnaðarsigur á Hezbollah sem hefur staðið fyrir flugskeytaárásum á Ísrael. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Líbanon Tengdar fréttir Gerðu umfangsmikla atlögu að leiðtoga Hezbollah Ísraelski herinn gerði fyrir skömmu umfangsmiklar árásir á suðurhluta Beirút í Líbanon, sem sagðar eru hafa beinst að höfuðstöðvum Hezbollah-samtakanna og Hassan Nasrallah, leiðtoga þeirra. 27. september 2024 16:02 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Íbúar í nágrenni við þrjár byggingar í úthverfi suður af Beirút fengu skilaboð frá Ísraelsher um að koma sér að minnsta kosti fimm hundruð metra frá þeim í kvöld. Reuters-fréttastofan segir að þetta sé fyrsta tilkynning sinnar tegundar á þessu svæði. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Ísraelsher að Hezbollah-samtökin geymi vopn undir íbúðarbyggingunum sem hann gerði loftárásir á í kvöld. Hætta væri á því að hús hryndu í sprengingum af völdum flugskeyta. Fréttaritari BBC í Beirút segir að þykkur reykur stígi nú upp frá Dahieh-hverfi borgarinnar. Það er höfuðvígi Hezbollah í borginni. Íbúar þar búi sig undir langa nótt. Heilbrigðisráðuneyti Líbanons segir að í það minnsta sex hafi fallið í loftárásum Ísraeal á sunnanverða Beirút í dag. Að minnsta kosti 91 hafi særst. Áfram sé leitað í rústum húsa í Dahieh. Árásir dagsins beindust að forystu Hezbollah, þar á meðal Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtoga samtakanna. Engar staðfestar fréttir hafa borist af örlögum hans. Heimildarmaður Reuters með tengsl við Hezbollah fullyrðir að Nasrallah sé á lífi og írönsk ríkisfréttastofa sömuleiðis. Miðlar Hezbollah hafa ekkert gefið uppi um hvort Nasrallah sé lífs eða liðinn. Fleiri en sjö hundruð manns hafa fallið í loftárásum Ísraela á Líbanon í vikunni. Ísraelar segjast ætla að halda árásunum áfram þar til þeir vinna fullnaðarsigur á Hezbollah sem hefur staðið fyrir flugskeytaárásum á Ísrael.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Líbanon Tengdar fréttir Gerðu umfangsmikla atlögu að leiðtoga Hezbollah Ísraelski herinn gerði fyrir skömmu umfangsmiklar árásir á suðurhluta Beirút í Líbanon, sem sagðar eru hafa beinst að höfuðstöðvum Hezbollah-samtakanna og Hassan Nasrallah, leiðtoga þeirra. 27. september 2024 16:02 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Gerðu umfangsmikla atlögu að leiðtoga Hezbollah Ísraelski herinn gerði fyrir skömmu umfangsmiklar árásir á suðurhluta Beirút í Líbanon, sem sagðar eru hafa beinst að höfuðstöðvum Hezbollah-samtakanna og Hassan Nasrallah, leiðtoga þeirra. 27. september 2024 16:02