Innanríkisráðherra Nepal, Rishiram Tiwari, sagði við fréttaveituna AP að allar deildir lögreglunnar og herinn sé við björgunarstörf víða um land. Um 60 manns eru slösuð en búið er að bjarga rúmlega þrjú þúsund manns frá illa förnum slóðum.
Fjölmargir vegir eru ófærir vegna skriðufalla. Þjóðvegurinn Prithvi, sem tengir höfuðborgina við landið er þar á meðal. Unnið er að því að opna veginn á ný.
Í höfuðborginni Kathmandu flæddi inn í fjölmörg hús, og margir þurftu að flýja á efstu hæð. Borgin var nánast alfarið rafmagnslaus um nokkurt skeið.
Þyrla hersins var notuð til að sækja fjóra sem ekki gátu yfirgefið hús sín með öðrum hætti.
Rigningartímabilið Moonsoon stendur yfir ár hvert frá júní og lýkur yfirleitt um miðjan september.

