Síðasta kolaorkuveri Bretlands lokað Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2024 08:43 Ratcliffe-on-Soar-kolaorkuverið í Nottingham á Englandi. Slökk var á þessu síðasta kolaorkuveri Bretlands í nótt. AP/Rui Vieira Brennslu kola til rafmagnsframleiðslu er lokið í Bretlandi eftir 142 ára sögu. Slökkt var á síðasta kolaorkuveri landsins í nótt. Meiri en helmingur af raforku er nú framleidd með endurnýjanlegum hætti í Bretlandi. Ratfliffe-on-Soar-kolaorkuverið í Nottingham á Englandi brenndi sínum síðustu kolum á miðnætti að staðartíma í nótt. Það hafði verið starfrækt frá árinu 1967. Peter O'Grady, stöðvarstjóri versins, segir daginn tilfinningaþrunginn. „Þegar ég hóf feril minn fyrir 36 árum ímyndað ekkert okkar sér framtíð án kolabrennslu um ævi okkar,“ segir O'Grady. Fyrsta kolaorkuverið, Rafljóssstöð Edisons, opnaði í London árið 1882. Síðan þá voru kol aðalorkugjafi landsins. Íbúar stórborga fundu áþreifanlega fyrir því þegar mengunarþoka vegna kolabrunans lá yfir þeim. Hlutur kola í orkuframleiðslu Bretlands hefur verið á hraðri niðurleið. Um áttatíu prósent alls rafmagns þar var framleitt með bruna á kolum árið 1990 en hlutfallið var komið niður í 39 prósent árið 20212. Í fyrra stóðu kol aðeins fyrir einu prósenti af raforkuframleiðslunni. Um helmingur raforku í Bretlandi er nú framleiddur í sólar- og vindorkuverum og afgangurinn með bruna á jarðgasi og í kjarnorkuverum. Bresk stjórnvöld stefna að því að öll orka í landinu verði vistvæn fyrir árið 2030. „Tímabili kolanna er kannski að ljúka en ný öld góðra starfa í orkuframleiðslu í landinu er bara rétt að byrja,“ sagði Michael Shanks, orkumálaráðherra, í tilefni tímamótanna. Loftslagsmál Orkumál Bretland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira
Ratfliffe-on-Soar-kolaorkuverið í Nottingham á Englandi brenndi sínum síðustu kolum á miðnætti að staðartíma í nótt. Það hafði verið starfrækt frá árinu 1967. Peter O'Grady, stöðvarstjóri versins, segir daginn tilfinningaþrunginn. „Þegar ég hóf feril minn fyrir 36 árum ímyndað ekkert okkar sér framtíð án kolabrennslu um ævi okkar,“ segir O'Grady. Fyrsta kolaorkuverið, Rafljóssstöð Edisons, opnaði í London árið 1882. Síðan þá voru kol aðalorkugjafi landsins. Íbúar stórborga fundu áþreifanlega fyrir því þegar mengunarþoka vegna kolabrunans lá yfir þeim. Hlutur kola í orkuframleiðslu Bretlands hefur verið á hraðri niðurleið. Um áttatíu prósent alls rafmagns þar var framleitt með bruna á kolum árið 1990 en hlutfallið var komið niður í 39 prósent árið 20212. Í fyrra stóðu kol aðeins fyrir einu prósenti af raforkuframleiðslunni. Um helmingur raforku í Bretlandi er nú framleiddur í sólar- og vindorkuverum og afgangurinn með bruna á jarðgasi og í kjarnorkuverum. Bresk stjórnvöld stefna að því að öll orka í landinu verði vistvæn fyrir árið 2030. „Tímabili kolanna er kannski að ljúka en ný öld góðra starfa í orkuframleiðslu í landinu er bara rétt að byrja,“ sagði Michael Shanks, orkumálaráðherra, í tilefni tímamótanna.
Loftslagsmál Orkumál Bretland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira