„Ert þú að leita að okkur?“ Elías Ýmir Larsen skrifar 1. október 2024 11:30 „Erum við að leita að þér?“ er setning sem hefur verið sýnileg í atvinnuauglýsingum í gegnum tíðina, en hún á ekki við lengur. Í raun ætti að snúa dæminu við og spyrja „Ert þú að leita að okkur?“. Í sífellt harðari samkeppni um hæfileikaríkt starfsfólk og með auknum hreyfanleika þess eiga vinnustaðir erfiðara með að laða til sín og halda í það. Áður voru ráðningarskrifstofur og auglýsingar í blöðum mikið til einu leiðirnar til að ráða fólk í vinnu. Með tilkomu tækninýjunga og samfélagsmiðla hafa samskipti fyrirtækja og tilvonandi umsækjenda breyst umtalsvert. Nú keppast fyrirtæki um að ráða til sín hæfileikaríkt starfsfólk sem oft hefur um nokkra starfsmöguleika til að velja. Þau fyrirtæki sem eru fremst í flokki í að ráða til sín hæfileikaríkt starfsfólk eru þau sem fjárfesta í vörumerki vinnustaðarins (e. employer branding). Hugtakið hefur þróast talsvert síðan það bar fyrst á góma hjá þeim Barrow og Ambler árið 1996 en í grófum dráttum snýst það um að kynna fyrirtækið út á við sem eftirsóknarverðan vinnustað. Fyrirtæki þurfa að búa til vörumerkja vinnustaðar stefnu sem hæfir þeirra tilgangi og gildum. Móta þarf virðistilboð fyrir starfsfólk (e. employee value propostiton), sem felur í sér þann ábata sem það fær í skiptum fyrir vinnuframlag sitt. Þar má nefna fjárhagslegan ábata, vaxtarmöguleika, starfsumhverfi, nýsköpun, tengslamyndun, fyrirtækjamenningu o.fl. Umsækjendur velja þann vinnustað sem þeim þykir veita sér mesta virðið og sem höfðar mest til þeirra. Fyrirtæki þurfa markvisst að vinna í því að skilgreina tilgang, þarfir, óskir og langanir starfsfólks. Það er hjá núverandi, fyrrverandi og tilvonandi starfsfólki. Einnig er mikilvægt að setja ekki alla undir sama hatt, stúdera þarf vel lýðfræðilegar breytur og koma til móts við mismunandi hópa. Þegar litið er t.d. til þróunar á áhersluþáttum í starfi skipt eftir aldri benda gögn til þess að yngri kynslóðir leggi meiri áherslu á fleiri þætti þegar kemur að því að velja og starfa á tilteknum vinnustað. Eldri kynslóðir leggja mikla áherslu á tvo meginþætti, þ.e. fjárhagslegan ábata og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Á meðan horfa yngri kynslóðir til sömu þátta sem og fleiri eins og val á vinnustað eftir áhugasviði, möguleikann á því að þroskast í starfi, vinnuumhverfi, persónulega hagsmuni og samskipti við samstarfsfólk. Einnig eru yngri kynslóðir gjarnar á að skipta örar um vinnustað en þær eldri. Með því að aðlaga tilgang fyrirtækisins að tilgangi tilvonandi og núverandi starfsfólks eykur það líkur á þátttöku, skilvirkni og gagnsæi, sem eru allt þættir sem skapa betri vinnustað sem afkastar og skilar meiru. Það er nauðsynlegt að huga að vörumerki vinnustaðar fyrir fyrirtæki sem vill verða eftirsóknarverður vinnustaður með framúrskarandi vinnuumhverfi, öfluga fyrirtækjamenningu og tryggt samband við starfsfólk. Samkeppni um gott starfsfólk hefur aldrei verið meiri, en þar má sérstaklega nefna störf sem í boði eru fyrir verkfræðinga, tölvunarfræðinga og fólk úr raunvísindum. Mörg fyrirtæki hugsa vel um mannauðinn og forgangsraða starfsmannamálum ofarlega, en einn lykilþáttur í vörumerki vinnustaðar er að koma þeim upplýsingum á framfæri út á við. Ef fyrirtæki segir hvergi frá því hve góður vinnustaðurinn er og hve vel starfsfólki líði eru ekki miklar líkur á því að fyrirtækið nái að ganga í augun á markhópum sínum. „Er einhver að leita að þínu fyrirtæki?“ Höfundur er yfirmaður viðskiptaþróunar hjá brandr og höfundur hjá eliaslarsen.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
„Erum við að leita að þér?“ er setning sem hefur verið sýnileg í atvinnuauglýsingum í gegnum tíðina, en hún á ekki við lengur. Í raun ætti að snúa dæminu við og spyrja „Ert þú að leita að okkur?“. Í sífellt harðari samkeppni um hæfileikaríkt starfsfólk og með auknum hreyfanleika þess eiga vinnustaðir erfiðara með að laða til sín og halda í það. Áður voru ráðningarskrifstofur og auglýsingar í blöðum mikið til einu leiðirnar til að ráða fólk í vinnu. Með tilkomu tækninýjunga og samfélagsmiðla hafa samskipti fyrirtækja og tilvonandi umsækjenda breyst umtalsvert. Nú keppast fyrirtæki um að ráða til sín hæfileikaríkt starfsfólk sem oft hefur um nokkra starfsmöguleika til að velja. Þau fyrirtæki sem eru fremst í flokki í að ráða til sín hæfileikaríkt starfsfólk eru þau sem fjárfesta í vörumerki vinnustaðarins (e. employer branding). Hugtakið hefur þróast talsvert síðan það bar fyrst á góma hjá þeim Barrow og Ambler árið 1996 en í grófum dráttum snýst það um að kynna fyrirtækið út á við sem eftirsóknarverðan vinnustað. Fyrirtæki þurfa að búa til vörumerkja vinnustaðar stefnu sem hæfir þeirra tilgangi og gildum. Móta þarf virðistilboð fyrir starfsfólk (e. employee value propostiton), sem felur í sér þann ábata sem það fær í skiptum fyrir vinnuframlag sitt. Þar má nefna fjárhagslegan ábata, vaxtarmöguleika, starfsumhverfi, nýsköpun, tengslamyndun, fyrirtækjamenningu o.fl. Umsækjendur velja þann vinnustað sem þeim þykir veita sér mesta virðið og sem höfðar mest til þeirra. Fyrirtæki þurfa markvisst að vinna í því að skilgreina tilgang, þarfir, óskir og langanir starfsfólks. Það er hjá núverandi, fyrrverandi og tilvonandi starfsfólki. Einnig er mikilvægt að setja ekki alla undir sama hatt, stúdera þarf vel lýðfræðilegar breytur og koma til móts við mismunandi hópa. Þegar litið er t.d. til þróunar á áhersluþáttum í starfi skipt eftir aldri benda gögn til þess að yngri kynslóðir leggi meiri áherslu á fleiri þætti þegar kemur að því að velja og starfa á tilteknum vinnustað. Eldri kynslóðir leggja mikla áherslu á tvo meginþætti, þ.e. fjárhagslegan ábata og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Á meðan horfa yngri kynslóðir til sömu þátta sem og fleiri eins og val á vinnustað eftir áhugasviði, möguleikann á því að þroskast í starfi, vinnuumhverfi, persónulega hagsmuni og samskipti við samstarfsfólk. Einnig eru yngri kynslóðir gjarnar á að skipta örar um vinnustað en þær eldri. Með því að aðlaga tilgang fyrirtækisins að tilgangi tilvonandi og núverandi starfsfólks eykur það líkur á þátttöku, skilvirkni og gagnsæi, sem eru allt þættir sem skapa betri vinnustað sem afkastar og skilar meiru. Það er nauðsynlegt að huga að vörumerki vinnustaðar fyrir fyrirtæki sem vill verða eftirsóknarverður vinnustaður með framúrskarandi vinnuumhverfi, öfluga fyrirtækjamenningu og tryggt samband við starfsfólk. Samkeppni um gott starfsfólk hefur aldrei verið meiri, en þar má sérstaklega nefna störf sem í boði eru fyrir verkfræðinga, tölvunarfræðinga og fólk úr raunvísindum. Mörg fyrirtæki hugsa vel um mannauðinn og forgangsraða starfsmannamálum ofarlega, en einn lykilþáttur í vörumerki vinnustaðar er að koma þeim upplýsingum á framfæri út á við. Ef fyrirtæki segir hvergi frá því hve góður vinnustaðurinn er og hve vel starfsfólki líði eru ekki miklar líkur á því að fyrirtækið nái að ganga í augun á markhópum sínum. „Er einhver að leita að þínu fyrirtæki?“ Höfundur er yfirmaður viðskiptaþróunar hjá brandr og höfundur hjá eliaslarsen.is.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun