Ólafur Ragnar breytti stöðu forsetaembættisins Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2024 19:31 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn feng að bók Ólafs Ragnars Grímssonar. Ekki hafi verið hefð fyrir útgáfeu sem þessari á Íslandi. Stöð 2/Sigurjón Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn feng af útgáfu dagbóka Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta Íslands. Þær varpi ljósi á hatrammar deilur og veiti fágæta innsýn í atburðarás stjórnmálanna. Þjóðin og valdið eftir Ólaf Ragnar Grímsson sem kom út í dag hefur að geyma dagbókarfærslur hans frá árunum 2004,þegar hann synjaði fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar staðfestingar, og 2010 og 2011 þegar hann synjaði tvívegis að staðfesta lög um Icesave samninga í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Í bókinni er greint frá fundum og samtölum forsetans með Davíð, Jóhönnu og fleirum sem veitir áður óþekkta innsýn í atburðarás átakastjórnmála á Íslandi. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmælafræði við Háskólann á Bifröst segir útgáfur sem þessar ekki hafa tíðkast á Íslandi. Eiríkur Bergmann segir Ólaf Ragnar hafa breytt stöðu forseta Íslands í stjórnskipan landsins.Stöð 2/Sigurjón „En það hefur verið skilningur á Vesturlöndum að eftir einhvern tiltekinn tíma sé eðlilegt að upplýsa um slík samtöl eftir atvikum. Auðvitað eru alltaf einhverjir einstaka þættir sem eiga kannski ekki heima fyrir almennings sjónum,“ segir Eiríkur. Reyndar hefðu einstaka ráðherrar og þingmenn eins og Össur Skarphéðinsson og fleiri gefið út álíka bækur. Það væri hins vegar nýtt að fyrrverandi forseti gerði þetta. „Auðvitað er þetta gríðarlegur fengur fyrir okkur fræðimenn. Líka fyrir alla áhugamenn um stjórnmál. En síðan er þetta auðvitað þannig að Ólafur Ragnar er að gera upp alls konar deilur í þessum dagbókarfærslum við menn og málefni. Ekki síst við menn og andstæðinga sína. Hann treður illsakir við ansi marga.“ Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra lagði fram umdeilt frumvarp um fjölmiðla árið 2004. Eftir að það varð að lögum synjaði Ólafur Ragnar Grímsson lögunum staðfestingar og var það í fyrsta skipti sem forseti beitti 26. grein stjórnarskrárinar.Vísir Nægi þar að nefna Davíð Oddsson formann Sjálfstæðisflokksins og Svavar Gestsson fyrrum félaga í Alþýðubandalaginu. Þar birtist býsna alvarlegar ávirðingar. Aftur á móti hafi forsetaembættið breyst í tíð Ólafs Ragnars fyrir tilstuðlan stórra deilumála eins og fjölmiðlalaganna og Icesave-laganna. Ólafur Ragnar Grímsson synjaði lögum staðfestingar í þrígang í forsetatíð sinni.Vísir/Vilhelm „Ólafur Ragnar virkjaði málskotsréttinn. Þannig að það er óumdeilt í dag,“ segir Eiríkur. Fram að synjunum hans hafi hver lögspekingurinn af öðrum talið málskotsréttinn óvirkan. Embættið hafi fengið aukið vægi í stjórnskipaninni í forsetatíð Ólafs Ragnars og hann fylgt ákaft eftir sínum skilningi á verksviði og valdmörkum forsetaembættisins. „Hann taldi það vera töluvert meira og í rauninni miklu meira heldur en bæði forverar hans og aðrir þátttakendur í íslenskum stjórnmálum töldu. Hann breytti þessu um sumt en auðvitað ekki um allt,“ segir Eiríkur Bergmann. Forseti Íslands Alþingi Fjölmiðlalög Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ólafur Ragnar Grímsson: Kjörnir fulltrúar eiga ekki að vera í ævarandi leynibandalagi Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands telur sig ekki vera að brjóta trúnað við fólk með því að gefa út valdar dagbókarfærslur frá forsetatíð hans. Þar fjallar hann atburðarásina þegar hann fyrstur forseta synjaði lögum frá Alþingi staðfestingar. 1. október 2024 14:46 Ólafur Ragnar um Davíð Oddsson: „Hugsar og hegðar sér eins og fasisti“ „Atburðarásin [hefur] verið ótrúleg - og óþörf ef Davíð Oddsson og ríkisstjórnin hefðu viljað taka skynsamlega á málum. Heiftin og löngunin til að sýna valdið hefur knúið hann áfram og svo ógnar hann öllum öðrum í sínu liði.“ 30. september 2024 21:15 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira
Þjóðin og valdið eftir Ólaf Ragnar Grímsson sem kom út í dag hefur að geyma dagbókarfærslur hans frá árunum 2004,þegar hann synjaði fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar staðfestingar, og 2010 og 2011 þegar hann synjaði tvívegis að staðfesta lög um Icesave samninga í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Í bókinni er greint frá fundum og samtölum forsetans með Davíð, Jóhönnu og fleirum sem veitir áður óþekkta innsýn í atburðarás átakastjórnmála á Íslandi. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmælafræði við Háskólann á Bifröst segir útgáfur sem þessar ekki hafa tíðkast á Íslandi. Eiríkur Bergmann segir Ólaf Ragnar hafa breytt stöðu forseta Íslands í stjórnskipan landsins.Stöð 2/Sigurjón „En það hefur verið skilningur á Vesturlöndum að eftir einhvern tiltekinn tíma sé eðlilegt að upplýsa um slík samtöl eftir atvikum. Auðvitað eru alltaf einhverjir einstaka þættir sem eiga kannski ekki heima fyrir almennings sjónum,“ segir Eiríkur. Reyndar hefðu einstaka ráðherrar og þingmenn eins og Össur Skarphéðinsson og fleiri gefið út álíka bækur. Það væri hins vegar nýtt að fyrrverandi forseti gerði þetta. „Auðvitað er þetta gríðarlegur fengur fyrir okkur fræðimenn. Líka fyrir alla áhugamenn um stjórnmál. En síðan er þetta auðvitað þannig að Ólafur Ragnar er að gera upp alls konar deilur í þessum dagbókarfærslum við menn og málefni. Ekki síst við menn og andstæðinga sína. Hann treður illsakir við ansi marga.“ Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra lagði fram umdeilt frumvarp um fjölmiðla árið 2004. Eftir að það varð að lögum synjaði Ólafur Ragnar Grímsson lögunum staðfestingar og var það í fyrsta skipti sem forseti beitti 26. grein stjórnarskrárinar.Vísir Nægi þar að nefna Davíð Oddsson formann Sjálfstæðisflokksins og Svavar Gestsson fyrrum félaga í Alþýðubandalaginu. Þar birtist býsna alvarlegar ávirðingar. Aftur á móti hafi forsetaembættið breyst í tíð Ólafs Ragnars fyrir tilstuðlan stórra deilumála eins og fjölmiðlalaganna og Icesave-laganna. Ólafur Ragnar Grímsson synjaði lögum staðfestingar í þrígang í forsetatíð sinni.Vísir/Vilhelm „Ólafur Ragnar virkjaði málskotsréttinn. Þannig að það er óumdeilt í dag,“ segir Eiríkur. Fram að synjunum hans hafi hver lögspekingurinn af öðrum talið málskotsréttinn óvirkan. Embættið hafi fengið aukið vægi í stjórnskipaninni í forsetatíð Ólafs Ragnars og hann fylgt ákaft eftir sínum skilningi á verksviði og valdmörkum forsetaembættisins. „Hann taldi það vera töluvert meira og í rauninni miklu meira heldur en bæði forverar hans og aðrir þátttakendur í íslenskum stjórnmálum töldu. Hann breytti þessu um sumt en auðvitað ekki um allt,“ segir Eiríkur Bergmann.
Forseti Íslands Alþingi Fjölmiðlalög Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ólafur Ragnar Grímsson: Kjörnir fulltrúar eiga ekki að vera í ævarandi leynibandalagi Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands telur sig ekki vera að brjóta trúnað við fólk með því að gefa út valdar dagbókarfærslur frá forsetatíð hans. Þar fjallar hann atburðarásina þegar hann fyrstur forseta synjaði lögum frá Alþingi staðfestingar. 1. október 2024 14:46 Ólafur Ragnar um Davíð Oddsson: „Hugsar og hegðar sér eins og fasisti“ „Atburðarásin [hefur] verið ótrúleg - og óþörf ef Davíð Oddsson og ríkisstjórnin hefðu viljað taka skynsamlega á málum. Heiftin og löngunin til að sýna valdið hefur knúið hann áfram og svo ógnar hann öllum öðrum í sínu liði.“ 30. september 2024 21:15 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson: Kjörnir fulltrúar eiga ekki að vera í ævarandi leynibandalagi Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands telur sig ekki vera að brjóta trúnað við fólk með því að gefa út valdar dagbókarfærslur frá forsetatíð hans. Þar fjallar hann atburðarásina þegar hann fyrstur forseta synjaði lögum frá Alþingi staðfestingar. 1. október 2024 14:46
Ólafur Ragnar um Davíð Oddsson: „Hugsar og hegðar sér eins og fasisti“ „Atburðarásin [hefur] verið ótrúleg - og óþörf ef Davíð Oddsson og ríkisstjórnin hefðu viljað taka skynsamlega á málum. Heiftin og löngunin til að sýna valdið hefur knúið hann áfram og svo ógnar hann öllum öðrum í sínu liði.“ 30. september 2024 21:15