Ratchford meiddist illa þegar hann fékk olnbogaskot í leik gegn St. Helens Saints í leik í bresku rugby-deildinni í júlí. Hann brotnaði á ellefu stöðum í andlitinu og hlaut taugaskaða.
„Kannski verð ég dofinn í andlitinu það sem eftir er ævinnar. Þetta voru ellefu brot. Við héldum að þau væru tíu en þegar ég fór í aðgerð fannst sú ellefta,“ sagði Ratchford sem var á fljótandi fæði í rúmar fjórar vikur eftir slysið.
Þrátt fyrir allt er Ratchford byrjaður að æfa á ný og stefnir á að spila með Warrington Wolves á föstudaginn.
Ratchford segist enn vera að safna kröftum enda hafi hann misst rúmlega sex kíló meðan hann var á fljótandi fæðinu. Kílóin eru þó að koma aftur á hann og hann hlakkar til að komast aftur út á völlinn.