Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Kristján Már Unnarsson skrifar 2. október 2024 20:20 Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrrverandi samgönguráðherra. Bjarni Einarsson Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en áform um smíði nýrrar Ölfusárbrúar eru í uppnámi. Ástæðan er sú að illa gengur að mæta því skilyrði Alþingis að veggjöld standi undir kostnaði, sem Jón segir áætlað að verði á annan tug milljarða króna. Til stóð að skrifa undir verksamning í byrjun sumars. Það hefur ekki enn verið gert.Vegagerðin „Ég tel að svona stórkarlaleg framkvæmd, eins og hún blasir við okkur þarna, muni taka mjög langan tíma. Hún verður erfið í fjármögnun og veggjöld verða hlutfallslega mjög dýr yfir hana. Mín skoðun er sú að menn eigi bara að girða sig í brók, byggja þarna venjulega brú, sem mun kosta sennilega innan við þriðjung, jafnvel fjórðung, af þessu mannvirki sem þarna á að rísa,” segir þingmaðurinn og bendir á að ódýrari brú þýddi lægri veggjöld. „Ég ætla bara að fullyrða það að ef menn bjóða slíkt verkefni út, fyrr en síðar, þá verði sú brú risin á undan þessu mannvirki. Það er gríðarlega mikilvægt að komast af stað í þessu.” Jón sér fyrir sér brú í stíl Borgarfjarðarbrúar eða nýju brúarinnar yfir Þorskafjörð en verksamningur um smíði hennar, ásamt tengdri vegagerð, hljóðaði upp á 2,2 milljarða króna. Brúin yfir Þorskafjörð er 260 metra löng en vegfyllingar 2,7 kílómetra langar.Einar Árnason „Er einhver að kvarta undan því að Borgarfjarðarbrú sé eitthvað ljót? Nei, hún sinnir hlutverki sínu, er góð samgöngubót, var gríðarlega góð samgöngubót á sínum tíma. Þannig getur brúin yfir Ölfusá verið líka og kostað skattborgarana margfalt minna fé.” -En hvernig getur þú fullyrt það að það sé hægt að gera brú þarna fyrir þriðjung af verði þessarar? Hér er brúarstæðið. Brúin er fyrirhuguð um Efri-Laugardælaeyju.Arnar Halldórsson „Það er bara vegna þess að við höfum setið með brúarverkfræðingum yfir því og skoðað það í grunninn, ég ásamt nokkrum öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Og það er hægt að byggja slíka brú fyrir þrjá til þrjá og hálfan milljarð. Þá eru byggðar tvær brýr, sitt hvorumegin út í eyjuna, ekki eitt haf, og svo vegstubbur yfir eyjuna. Það er bara brúarsmíði sem við þekkjum vel og er auðvelt að reikna út,” svarar Jón og segir skynsamlegra að hætta við smíði svona stórbrúar þótt undirbúningur hafi kostað mikið fé. Nýja Ölfusárbrúin er teiknuð 330 metra löng og með sextíu metra háum brúarstöpli.Vegagerðin „Þó að það sé sokkinn kostnaður í því upp á nokkur hundruð milljónir þá er það bara brot af því sem heildarkostnaðurinn verður. Og mismunurinn er það stórkostlega mikill að við verðum bara að viðurkenna það að svona hugmyndir… við höfum bara ekki efni á þeim í dag,” segir Jón Gunnarsson, alþingismaður og fyrrverandi samgönguráðherra. Ný Ölfusárbrú Vegagerð Samgöngur Vegtollar Árborg Ölfus Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Smíði Ölfusárbrúar í uppnámi vegna skilyrðis fyrir ríkisábyrgð Smíði nýrrar Ölfusárbrúar er í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna standi undir kostnaði. Sérfræðingar ríkisábyrgðarsjóðs efast um að dæmið gangi upp. Fjármálaráðherra og innviðaráðherra leita leiða til að koma verkefninu í gang. 24. september 2024 21:42 Niðurstöðu um smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá vænst á næstu dögum Niðurstöðu um smíði nýrrar Ölfusárbrúar er vænst á næstu dögum, að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Standist það gætu framkvæmdir hafist í haust og ný brú verið tilbúin eftir rúm þrjú ár. 27. ágúst 2024 20:40 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en áform um smíði nýrrar Ölfusárbrúar eru í uppnámi. Ástæðan er sú að illa gengur að mæta því skilyrði Alþingis að veggjöld standi undir kostnaði, sem Jón segir áætlað að verði á annan tug milljarða króna. Til stóð að skrifa undir verksamning í byrjun sumars. Það hefur ekki enn verið gert.Vegagerðin „Ég tel að svona stórkarlaleg framkvæmd, eins og hún blasir við okkur þarna, muni taka mjög langan tíma. Hún verður erfið í fjármögnun og veggjöld verða hlutfallslega mjög dýr yfir hana. Mín skoðun er sú að menn eigi bara að girða sig í brók, byggja þarna venjulega brú, sem mun kosta sennilega innan við þriðjung, jafnvel fjórðung, af þessu mannvirki sem þarna á að rísa,” segir þingmaðurinn og bendir á að ódýrari brú þýddi lægri veggjöld. „Ég ætla bara að fullyrða það að ef menn bjóða slíkt verkefni út, fyrr en síðar, þá verði sú brú risin á undan þessu mannvirki. Það er gríðarlega mikilvægt að komast af stað í þessu.” Jón sér fyrir sér brú í stíl Borgarfjarðarbrúar eða nýju brúarinnar yfir Þorskafjörð en verksamningur um smíði hennar, ásamt tengdri vegagerð, hljóðaði upp á 2,2 milljarða króna. Brúin yfir Þorskafjörð er 260 metra löng en vegfyllingar 2,7 kílómetra langar.Einar Árnason „Er einhver að kvarta undan því að Borgarfjarðarbrú sé eitthvað ljót? Nei, hún sinnir hlutverki sínu, er góð samgöngubót, var gríðarlega góð samgöngubót á sínum tíma. Þannig getur brúin yfir Ölfusá verið líka og kostað skattborgarana margfalt minna fé.” -En hvernig getur þú fullyrt það að það sé hægt að gera brú þarna fyrir þriðjung af verði þessarar? Hér er brúarstæðið. Brúin er fyrirhuguð um Efri-Laugardælaeyju.Arnar Halldórsson „Það er bara vegna þess að við höfum setið með brúarverkfræðingum yfir því og skoðað það í grunninn, ég ásamt nokkrum öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Og það er hægt að byggja slíka brú fyrir þrjá til þrjá og hálfan milljarð. Þá eru byggðar tvær brýr, sitt hvorumegin út í eyjuna, ekki eitt haf, og svo vegstubbur yfir eyjuna. Það er bara brúarsmíði sem við þekkjum vel og er auðvelt að reikna út,” svarar Jón og segir skynsamlegra að hætta við smíði svona stórbrúar þótt undirbúningur hafi kostað mikið fé. Nýja Ölfusárbrúin er teiknuð 330 metra löng og með sextíu metra háum brúarstöpli.Vegagerðin „Þó að það sé sokkinn kostnaður í því upp á nokkur hundruð milljónir þá er það bara brot af því sem heildarkostnaðurinn verður. Og mismunurinn er það stórkostlega mikill að við verðum bara að viðurkenna það að svona hugmyndir… við höfum bara ekki efni á þeim í dag,” segir Jón Gunnarsson, alþingismaður og fyrrverandi samgönguráðherra.
Ný Ölfusárbrú Vegagerð Samgöngur Vegtollar Árborg Ölfus Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Smíði Ölfusárbrúar í uppnámi vegna skilyrðis fyrir ríkisábyrgð Smíði nýrrar Ölfusárbrúar er í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna standi undir kostnaði. Sérfræðingar ríkisábyrgðarsjóðs efast um að dæmið gangi upp. Fjármálaráðherra og innviðaráðherra leita leiða til að koma verkefninu í gang. 24. september 2024 21:42 Niðurstöðu um smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá vænst á næstu dögum Niðurstöðu um smíði nýrrar Ölfusárbrúar er vænst á næstu dögum, að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Standist það gætu framkvæmdir hafist í haust og ný brú verið tilbúin eftir rúm þrjú ár. 27. ágúst 2024 20:40 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Smíði Ölfusárbrúar í uppnámi vegna skilyrðis fyrir ríkisábyrgð Smíði nýrrar Ölfusárbrúar er í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna standi undir kostnaði. Sérfræðingar ríkisábyrgðarsjóðs efast um að dæmið gangi upp. Fjármálaráðherra og innviðaráðherra leita leiða til að koma verkefninu í gang. 24. september 2024 21:42
Niðurstöðu um smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá vænst á næstu dögum Niðurstöðu um smíði nýrrar Ölfusárbrúar er vænst á næstu dögum, að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Standist það gætu framkvæmdir hafist í haust og ný brú verið tilbúin eftir rúm þrjú ár. 27. ágúst 2024 20:40
Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18