Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg, sem sér um ljósastýringu í Reykjavík, voru ljósin óvirk í um tvær mínútur og komu svo sjálfkrafa aftur í gang. Lögreglu bárust á þeim tíma engar tilkynningar um slys eða óhöpp vegna bilunarinnar.
Rafmagnslaust á hálfu landinu
Rafmagnslaust varð á stórum hluta landsins í gær vegna truflunar í flutningskerfi Landsnets í kjölfar þess að rafmagn sló út á framleiðslusvæði Norðuráls á Grundartanga við reglulegt viðhald.
Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld.
Fréttin hefur verið leiðrétt. Ljósin urðu rafmagnslaus í dag vegna rafmagnsleysis í orkuverinu í Svartsengi og í gær vegna bilunar í dreifikerfi Landsnets. Leiðrétt klukkan 15:33 þann 3.10.2024.