Framboð er eina leiðin Eiríkur St. Eiríksson skrifar 4. október 2024 10:31 Það er valtað yfir öryrkja og eldri borgara á hverjum degi. Kosningaloforðin eru samstundis svikin. Hvar eru forystumenn Samtaka eldri borgara og ÖBÍ? Uppteknir af því að slétta úr gömlu Framsóknarskírteinunum sínum eða pressa gömlu stuttbuxurnar sínar frá því að þeir voru í Heimdalli? Nú er kominn tími til að þetta góða fólk rífi sig upp á rassgatinu og átti sig á því að kosningaloforðin, sem gefin verða korteri fyrir kosningar, verða svikin áður en haninn galar þrisvar. Mér telst til að það séu fjórir þingmenn á Alþingi sem hafa einhvern skilning á málefnum öryrkja og eldri borgara. Þessir þingmenn eru allir í stjórnarandstöðu og geta talað sig bláa í framan án þess að nokkuð gerist. Öryrkjar og eldri borgarar eru fallbyssufóður stjórnmálamanna og landið virðist standa og falla með því að þessum hópum verði ekki hleypt úr fátækragildrunni. Þar sem hugur minn stefnir vestur fyrir fjall þá sótti ég um aðild að FEB (félagi eldri borgara í Reykjavík) á dögunum. Ég gat ekki varist brosi þegar ég las póst frá FEB, sem mér barst af því tilefni. Þar voru mér kynntar einhverjar hugmyndir um hvernig best væri að spara og ávaxta sitt pund. Í einfeldni minni taldi ég mig hafa komist að því að skjólstæðingar Tryggingastofnunar ríkisins mættu ekki spara, a.m.k. ekki fyrir sjálfa sig. Eins og af hverri annarri ávöxtun á bankareikningi hirðir ríkið 22% í fjármagnstekjuskatt. TR lítur á ávöxtun sem hverjar aðrar tekjur og hirðir megin partinn af eftirstöðvunum með því að lækka ellilífeyrinn. Skjólstæðingar TR mega vissulega spara – en aðallega fyrir ríkið. Reyndar er kerfið orðið svo flókið að flokkur manna hjá TR gerir fátt annað en að rýna í stagbættar lagadruslur til þess að fólk á skrifstofum TR vítt og breitt um landið geti svarað skjólstæðingum stofnunarinnar. Fyrir öryrkja og eldri borgara til að fá leiðréttingu mála sinna og þau kjör, sem þessir hópar eiga rétt á, er aðeins ein leið fær. Framboð í næstu kosningum til Alþingis í öllum kjördæmum. Ef núverandi forysta er svo skyni skroppin að halda að guð búi í gufustraujárninu þarf einfaldlega að skipta henni út. Það er til fullt af frambærilegu fólki sem getur talað máli okkar á þingi. Gleymum heldur ekki unga fólkinu. Það á ekki skilið þá framtíð sem valdaeilítan hefur teiknað upp fyrir það. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður, öryrki og eldri borgari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Það er valtað yfir öryrkja og eldri borgara á hverjum degi. Kosningaloforðin eru samstundis svikin. Hvar eru forystumenn Samtaka eldri borgara og ÖBÍ? Uppteknir af því að slétta úr gömlu Framsóknarskírteinunum sínum eða pressa gömlu stuttbuxurnar sínar frá því að þeir voru í Heimdalli? Nú er kominn tími til að þetta góða fólk rífi sig upp á rassgatinu og átti sig á því að kosningaloforðin, sem gefin verða korteri fyrir kosningar, verða svikin áður en haninn galar þrisvar. Mér telst til að það séu fjórir þingmenn á Alþingi sem hafa einhvern skilning á málefnum öryrkja og eldri borgara. Þessir þingmenn eru allir í stjórnarandstöðu og geta talað sig bláa í framan án þess að nokkuð gerist. Öryrkjar og eldri borgarar eru fallbyssufóður stjórnmálamanna og landið virðist standa og falla með því að þessum hópum verði ekki hleypt úr fátækragildrunni. Þar sem hugur minn stefnir vestur fyrir fjall þá sótti ég um aðild að FEB (félagi eldri borgara í Reykjavík) á dögunum. Ég gat ekki varist brosi þegar ég las póst frá FEB, sem mér barst af því tilefni. Þar voru mér kynntar einhverjar hugmyndir um hvernig best væri að spara og ávaxta sitt pund. Í einfeldni minni taldi ég mig hafa komist að því að skjólstæðingar Tryggingastofnunar ríkisins mættu ekki spara, a.m.k. ekki fyrir sjálfa sig. Eins og af hverri annarri ávöxtun á bankareikningi hirðir ríkið 22% í fjármagnstekjuskatt. TR lítur á ávöxtun sem hverjar aðrar tekjur og hirðir megin partinn af eftirstöðvunum með því að lækka ellilífeyrinn. Skjólstæðingar TR mega vissulega spara – en aðallega fyrir ríkið. Reyndar er kerfið orðið svo flókið að flokkur manna hjá TR gerir fátt annað en að rýna í stagbættar lagadruslur til þess að fólk á skrifstofum TR vítt og breitt um landið geti svarað skjólstæðingum stofnunarinnar. Fyrir öryrkja og eldri borgara til að fá leiðréttingu mála sinna og þau kjör, sem þessir hópar eiga rétt á, er aðeins ein leið fær. Framboð í næstu kosningum til Alþingis í öllum kjördæmum. Ef núverandi forysta er svo skyni skroppin að halda að guð búi í gufustraujárninu þarf einfaldlega að skipta henni út. Það er til fullt af frambærilegu fólki sem getur talað máli okkar á þingi. Gleymum heldur ekki unga fólkinu. Það á ekki skilið þá framtíð sem valdaeilítan hefur teiknað upp fyrir það. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður, öryrki og eldri borgari
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun