Einn var hins vegar handtekinn í tengslum við rán í verslun í sama hverfi og annar grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna. Þá var maður handtekinn í póstnúmerinu 105 eftir að hafa farið inn í bifreið. Maðurinn reyndist einnig með fíkniefni í fórum sínum.
Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni, meðal annars undir áhrifum áfengis og fíkniefna.