„Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. október 2024 19:28 Svandís Svavarsdóttir, nýkjörinn formaður Vinstri grænna, fór um víðan völl í fyrstu ræðu sinni. Mynd/Gústi Bergmann Svandís Svavarsdóttir, nýkjörinn formaður Vinstri grænna, sagði flokkinn aldrei hafa verið jafnmikilvægan. Ef hægrið fengi að ráða ferðinni færi illa fyrir kerfum þjóðarinnar. VG muni aldrei samþykkja grimman niðurskurð auðvaldsins á samneyslunni og muni berjast gegn einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Svandís var kjörinn formaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins í dag. Hún fór vítt og breitt um sviðið í fyrstu ræðu sinni, fór yfir fjölda mála sem flokkurinn ætlar að beita sér í og kom inn á stöðu flokksins og framtíð hans. Þá þakkaði hún bæði Guðmundi Inga Guðbrandssyni og Katrínu Jakobsdóttur fyrir þeirra störf. Í ræðunni varð henni einnig tíðrætt um áætlanir auðvaldsins, peningaafla og þeirra sem vilja gefa einkafjármagni lausan tauminn. „Sjá í öllu gróðavon og tækifæri til að maka krókinn“ Svandís sagði að innan VG væru skiptar skoðanir um ýmis mál. „Ég er ekki einu sinni sammála sjálfri mér alltaf. Hvað þá að ég sé sammála öðrum um alla hluti. En við í VG erum í grunninn á einu máli, við stefnum öll í sömu átt. Pólitíkin okkar stendur á sömu rót og hún er sterk,“ sagði Svandís í ræðunni. Hún sagðist vilji horfa til þess sem sameinar frekar en þess sem sundrar. „Einstaklingshyggjan og kapítalisminn sundra frekar en sameina. Búa til samanburð á neikvæðum nótum, samkeppni og mælingar úr öllum hlutum. Sjá í öllu gróðavon og tækifæri til að maka krókinn. Og ákveðnir stjórnmálaflokkar nýta sér þessa þróun markvisst til að ná til sín fólki,“ sagði hún. Því væri mikilvægt að VG talaði fyrir mennsku, samstöðu og samheldið samfélag. „Maðurinn er hluti af vistkerfum jarðar, og þegar þeim er ógnað bresta allar forsendur fyrir mannlegu samfélagi. Loftslags- og náttúruvernd eru undirstaða velsældar og samfélags fyrir okkur sem nú lifum og fyrir framtíðarkynslóðir,“ sagði hún. Fari illa þegar hægrið fái að ráða Þá ræddi Svandís einnig um hlutverk VG og hvernig flokkurinn hefði tryggt að ekki hefði farið verr undanfarin sjö ár. „Góðir félagar! Verkefni okkar snýst um að tryggja styrk VG sem félagslegs afls í íslenskum stjórnmálum. Um það hefur þetta starf snúist alla tíð,“ sagði Svandís. Að þau með veikustu raddirnar í samfélaginu hefðu rödd gegnum VG. „Sameinuð erum við sterk og þegar við erum sterk stendur félagshyggjan traustum fótum í íslenskum stjórnmálum. Félagshyggjan þarf vind í seglin á þingi, ekki síst núna og næstu ár. Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa fyrir kerfunum okkar, það grefur undan almannaþjónustunni og lætur greipar sópa um auðlindirnar okkar,“ sagði Svandís. Án Vinstri grænna í stjórn hefði margt farið á annan og verri veg á síðustu árum. Auðvaldið vilji kremja almenning með grimmum niðurskurði Svandís fór einnig yfir framtíðarsýn flokksins og næstu mál á dagskrá. Efnahagsmálin blasi við og þar sagði hún verkefnið einfalt og skýrt. „Við þurfum að ná niður verðbólgu – en við þurfum að gera það með félagslegum gleraugum. Auðvaldið vill kremja almenning með grimmum niðurskurði samneyslunnar og það munum við aldrei samþykkja. Það megum við aldrei samþykkja. Frekar þarf að sækja peninga þangað sem peningarnir eru, til þeirra ríku og efnameiri, til þeirra með breiðu bökin. Til atvinnulífs sem safnar auði og er aflögufært,“ sagði hún. Þegar væri búið að hækka gjaldtöku af fiskeldi svo miklu muni. Auk þess lægi fyrir að hækka veiðigjald af stórútgerðinni, af stærstu útgerðum landsins sem nýta uppsjávarstofnana. „Þangað ætlum við að sækja tekjur til þess að ná saman í ríkisfjármálum. Ekki í vasa launafólks og ekki með því að skerða og brjóta niður almannaþjónustuna. Svo leggjum við höfuðáherslu að auka gagnsæi í sjávarútvegi og draga fram eignatengsl svo að bregðast megi við þeim eins og við á hvenær sem nauðsyn ber til og þörf krefur,“ sagði hún. Fagna eigi því að fólk flytji til landsins Svandís talaði einnig um kvenréttindamál og húsnæðismál í ræðu sinni. Kynbundinn launamunur væri enn staðreynd á Íslandi og því þyrfti að breyta. Húsnæðisverð væri ungu fólki fjötur um fót og jafna þurfi leikinn svo ekki skapist efnahagsleg gliðnun af áður óþekktri stærð í nútímasögu Íslands. Íslendingum hefði fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem væri jákvæð áskorun. „Við eigum að fagna því að fólk skuli vilja flytja hingað til að leggja hönd á plóg og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Við höfum leiðir til að efla almenna íbúðakerfið, til að skattleggja aðra og þriðju eign, til að verja heimilið með slíkum eða öðrum ámóta aðgerðum, því að húsnæði á að vera heimili en ekki fjárfesting,“ sagði hún. Andstæðingar vilji veita einkafjármagni lausan tauminn Þaðan fór hún yfir í menntamál og sagði Íslendinga ekki mega gera sömu mistök og nágrannaþjóðirnar: „Að taka skatttekjunum fagnandi, taka hagvextinum fagnandi en hunsa þarfir þessara nýju íbúa. Við verðum að taka vel á móti börnum þeirra sem hingað koma, fólksins sem flytur hingað til lands og byggir hús, afgreiðir í búðunum, mannar fiskvinnslur, sinnir sjúklingum og öldrunarþjónustu, eða fæst við þrif.“ Stuðla þurfi að raunverulegri inngildingu og þar spili menntakerfið mikilvægt hlutverk. „Menntakerfi þar sem börnum er ekki skipt í hópa eftir efnahag eða uppruna foreldra. Þar sem börn fá að vera börn, og þar sem leikur og félagstengsl og sterkt málumhverfi skipar mikilvægan sess. Leik- og grunnskólar eru eitt mikilvægasta félagslega jöfnunartækið, og að þeim þarf að hlúa betur.“ Hún sagði að andstæðingar VG muni vilja veita einkafjármagni lausan tauminn í skólastofunum. Það hafi verið reynt annars staðar og hvergi gefist vel. Peningaöflin vinni leynt og ljóst að einkavæðingu Í heilbrigðiskerfinu væru sömu áskoranirnar og alltaf hægt að gera betur. Tryggja þyrfti öflugt opinbert heilbrigðiskerfi og þá fjármuni sem þar þurfi til. Grunninnviði eigi að reka af hinu opinbera þannig að jafnt aðgengi sé tryggt og fólki ekki mismunað eftir efnahagslegri stöðu. „Við þurfum að gæta þess á öllum tímum að heilbrigðiskerfið okkar verði ekki einkavæðingu að bráð, þrátt fyrir margháttaðar áskoranir innan kerfisins. Lausnirnar felast nefnilega ekki í því að einkaaðilar taki yfir rekstur grunninnviða, en það er það sem fjármagnið vill og það er það sem ákveðnir flokkar á Alþingi ásamt margvíslegum peningaöflum með Viðskiptaráð í fararbroddi vinna að bæði leynt og ljóst. Það stendur upp á okkur í VG að standa vörð um sterkt opinbert kerfi og það ætlum við að gera.“ Íhaldið megi ekki komast upp með ómerkilegan blekkingaleik Svandís fór svo yfir loftslags- og umhverfismál. Forgangsraða þurfi orkuöflun næstu ára og áratuga í innlend orkuskipti og til heimila og fyrirtækja. „Þar þurfum við að vera með skýra sýn, raunsæ um að afla þurfi orku en um leið standa traustan vörð um íslenska náttúru og gæta að því að ávallt sé fjallað um virkjanakosti á faglegan hátt í vönduðu ferli,“ sagði hún og bætti við: „Við látum ekki íhaldið komast upp með jafn ómerkilegan blekkingarleik og að misnota hugtök á borð við græna orku eða orkuskort í þágu peningaaflanna! Við gjöldum varhug við því að einkaaðilar verði umsvifamiklir í framleiðslu á raforku til útflutnings og stöndum fast á því að framleiðslan verði áfram í höndum fyrirtækja í opinberri eigu.“ Þá sagði hún flokkinn gjalda sérstakan varhug við þeirri þróun sem eigi sér nú stað þar sem einkaaðilar eru með stórkarlaleg áform um uppbyggingu vindorku út um allt land. Það þurfi skýra sýn um vindorku og hún geti ekki verið að „það eigi að troða vindmyllu hvar sem það blæs ef að kapítalisti vill græða pening. Hamfarahlýnun fæli í sér ýmsar áskoranir en þar mætti ekki missa móðinn né leggja árar í bát. „Við eigum og verðum að standa okkar plikt, við megum ekki skilja þetta risastóra verkefni eftir fyrir framtíðarkynslóðir, börnin okkar og barnabörnin. Það eru kapítalisminn og neysluhyggjan sem skapa ógnina, og við þurfum að leiða þá umræðu að lifnaðarhættir og áherslur okkar sem samfélag þarf að endurskoða,“ sagði hún. Samfylkingin hliðrist til hægri og hlutverk VG aldrei mikilvægara Loks fór Svandís yfir stöðu VG í dag og möguleikana sem fælust í núverandi stöðu. Flokkar séu nú að færast frá vinstri til hægri og þar þurfi sterka vinstri-rödd „Það er uppi hægri bylgja í stjórnmálum, við sjáum Samfylkinguna hliðrast til hægri, að miðjunni, og yfir hana jafnvel á sumum sviðum. Við sjáum líka flokk sem kennir sig við miðjuna færa sig og taka sér stöðu hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn. Flokkarnir þoka sér frá góðum málsstað og til verður nýtt landslag þar sem hlutskipti okkar og hlutverk verða mikilvægari en kannski nokkru sinni fyrr,“ sagði hún. Hún sagði að um leið þyrftu flokksfélagar að trúa á sig sjálf og skammast sín ekki. „VG hefur alltaf verið spáð illu gengi, af fjölmiðlum, af greinendum, af andstæðingum okkar. Á okkur hefur verið ráðist úr öllum áttum. Að nú muni VG þurrkast út. Að nú sé erindi okkar lokið. En allir þessir sérfræðingar og greinendur hafa haft rangt fyrir sér og tíminn hefur alltaf verið okkar megin, leitt annað í ljós. Við erum flokkur sem fór í ríkisstjórn til þess að taka til eftir hrunið 2008. Við erum flokkur sem leiddi ríkisstjórn í gegnum erfiða tíma, aftur og aftur – í gegnum heimsfaraldur, í gegnum náttúruhamfarir og alls konar óáran utan úr heimi,“ sagði hún. Framtíðin væri björt ef flokkurinn léti til sín taka á næstu vikum, mánuðum og misserum. „Það er verkefni okkar allra sem hér erum, að tala af þrótti og krafti út á við og áfram veginn. Þannig verður okkar erindi skýrt og framtíð VG björt. Við erum mætt og við erum í stuði!“ sagði hún að lokum Ræða Svandísar í heild sinni Hér fyrir neðan má lesa ræðuna í heild sinni: Kæru félagar. Ég þakka stuðninginn, ég þakka kveðjurnar, ég þakka áskoranirnar, ég þakka samtölin. Ég þakka þér, Guðmundur Ingi, fyrir vel unnin störf síðustu mánuði. Mig langar líka að þakka Katrínu Jakobsdóttur fyrir hennar óeigingjarna framlag til VG. Ég er bæði auðmjúk og stolt yfir því trausti sem mér er falið. Yfir þessu mikilvæga verkefni sem er framundan og ábyrgðinni sem því fylgir. En ég er líka einlæglega spennt fyrir þessu verkefni, því að mér þykir svo vænt um VG. Allar hliðar flokksins og ykkur öll. Mér þykir vænt um fólkið, hugsjónina, fundina og gönguferðir í rigningu og sól. Upp brekkur og niður. Þingflokkinn, sem er alls konar, stundum stór og stundum smærri. Harðsnúinn og skipulagður í stjórnarandstæðu. Glaðbeittur og staðfastur í samstarfi. Einarður í stefnumálum. Fyrirvari bókaður. Lengri málefnalegur fyrirvari. Tökum einn nefndahring. Förum yfir frumvarpið aftur. Þetta fólk! Þetta fer aldrei í gegn svona. Er kaka uppi? Úthald, árangur. Vonbrigði inn á milli. Og baklandið sem heldur okkur við efnið, alltaf. Umræður á fundum. Ég er alveg að klára. Stafafura og sitkagreni. Mikilvægar hugleiðingar um kennarastéttina, um heimgreiðslur og heilbrigðisþjónustu, um Palestínu. Umræður um málefni, inntak og áherslur. Um það sem við í VG stöndum fyrir og erum þegar öllu er á botninn hvolft sammála um. En líka um aðferðir, strategíu, taktík og erindi. Sameining og samstaða Ég veit, góðu félagar, að það eru skiptar skoðanir um ýmis mál í okkar hreyfingu. Ég er ekki einu sinni sammála sjálfri mér alltaf. Hvað þá að ég sé sammála öðrum um alla hluti. En við í VG erum í grunninn á einu máli, við stefnum öll í sömu átt. Pólitíkin okkar stendur á sömu rót og hún er sterk. Og ég er þeirrar gerðar að ég horfi frekar til þess sem sameinar en þess sem sundrar. Þetta held ég að sé mikilvægt nú á tímum – þar sem er svo einfalt að finna eitthvað til að vera ósammála um, það verður stundum nánast eins og íþrótt. Algrím internetsins matar okkur stöðugt á hlutum sem sundra frekar en sameina. Átök eru vinsæl. Neikvæðni og niðurrif er alltaf einfaldari en sátt og uppbygging. Uppgjöf og sinnuleysi auðveld flóttaleið í stað lausna og vonar. Einstaklingshyggjan og kapítalisminn sundra frekar en sameina. Búa til samanburð á neikvæðum nótum, samkeppni og mælingar úr öllum hlutum. Sjá í öllu gróðavon og tækifæri til að maka krókinn. Og ákveðnir stjórnmálaflokkar nýta sér þessa þróun markvisst til að ná til sín fólki. Þess vegna ríður á að við í VG stöndum fyrir mennsku, samstöðu og samheldið samfélag. Að við tölum um gildi. Samveru og tengsl. Og að við munum að við sem einstaklingar erum til í samhengi, við erum öll hluti af heild og saman farnast okkur öllum betur, heildin er það sem skiptir höfuðmáli. Við erum hluti af heild í samfélagi fólks og við erum hluti af heild í náttúrunni, hér á jörðinni okkar fögru í bjartri sól og köldum geimi. Maðurinn er hluti af vistkerfum jarðar, og þegar þeim er ógnað bresta allar forsendur fyrir mannlegu samfélagi. Loftslags- og náttúruvernd eru undirstaða velsældar og samfélags fyrir okkur sem nú lifum og fyrir framtíðarkynslóðir. Góðir félagar! Verkefni okkar snýst um að tryggja styrk VG sem félagslegs afls í íslenskum stjórnmálum. Um það hefur þetta starf snúist alla tíð. Að þau sem veikustu raddirnar hafa í samfélaginu hafi rödd og getið látið til sín heyra í gegnum okkur, að fátækt fólk, að jaðarsett fólk, fatlað fólk, kynsegin fólk, innflytjendur, konur og aðrir hópar sem eiga undir högg að sækja geti treyst því að á Alþingi Íslendinga, í sveitarstjórnum og hvarvetna í samfélaginu sé félagslegt afl sem talar fyrir réttlæti og mennsku, félagshyggju, jöfnuði og grundvallarréttindum allra. Saman getum við lyft grettistaki, sameinuð höfum við unnið afrek og áorkað miklu. Sameinuð erum við sterk og þegar við erum sterk stendur félagshyggjan traustum fótum í íslenskum stjórnmálum. Félagshyggjan þarf vind í seglin á þingi, ekki síst núna og næstu ár. Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa fyrir kerfunum okkar, það grefur undan almannaþjónustunni og lætur greipar sópa um auðlindirnar okkar. Síðustu 7 ár höfum við setið í ríkisstjórn með þeim borgaralegu öflum sem saman hafa setið í ríkisstjórn lengst af í lýðveldissögu Íslands. Án okkar, ráðherra VG við ríkisstjórnarborðið, án forystu Katrínar og stuðnings okkar hinna sem stóðum þétt að baki henni allan tímann hefði margt farið á annan og verri veg. Framtíðarsýn, stefna og áherslur En góðir félagar, í upphafi þessa vetrar, þessa síðasta vetrar ríkisstjórnarsamstarfsins hafa forsendur breyst og almenningur kallar eftir nýrri sýn. Spurt er hvert við viljum stefna og hvernig við ætlum að mæta þeim áskorunum sem nú eru uppi. Á hvað ætlum við að leggja áherslu og hvað er til ráða? Þessi fundur snýst um það, á morgun munum við ræða ályktanir hin ýmsu mál, um áherslur og um sýn. Verkefnið sem nú blasir við öllum eru efnahagsmálin. Þau snerta hvert einasta heimili í landinu og þar er erindi okkar brýnt. Þar sýnist mér verkefnið vera einfalt og augljóst. Við þurfum að ná niður verðbólgu – en við þurfum að gera það með félagslegum gleraugum. Auðvaldið vill kremja almenning með grimmum niðurskurði samneyslunnar og það munum við aldrei samþykkja. Það megum við aldrei samþykkja. Frekar þarf að sækja peninga þangað sem peningarnir eru, til þeirra ríku og efnameiri, til þeirra með breiðu bökin. Til atvinnulífs sem safnar auði og er aflögufært. Við höfum þegar hækkað gjaldtöku af fiskeldi svo miklu munar síðustu ár, tvær krónur á kílóið voru greiddar árið 2021 fyrir að nota íslenska firði til framleiðslu. Í dag er sú upphæð nærri fjörutíu krónum. Það er okkar verk og því þarf fylgja enn frekar eftir. Bjarkey er svo með þingmál í samráðsgátt um að hækka veiðigjald af stórútgerðinni, af stærstu útgerðum landsins sem nýta uppsjávarstofnana. Þangað ætlum við að sækja tekjur til þess að ná saman í ríkisfjármálum. Ekki í vasa launafólks og ekki með því að skerða og brjóta niður almannaþjónustuna. Svo leggjum við höfuðáherslu að auka gagnsæi í sjávarútvegi og draga fram eignatengsl svo að bregðast megi við þeim eins og við á hvenær sem nauðsyn ber til og þörf krefur. En ekki síður eru frumvörpin um gagnsæi í sjávarútvegi grundvallarmál sem ég tel afar mikilvægt fyrir samfélagið að komist til umræðu á Alþingi. Þar fáum við að sjá hver ef einhver vill standa vörð um leyndarhyggju í sjávarútvegi. Þetta held ég að séu mikilvægustu frumvörp sem tengjast auðlindanýtingu um áratugaskeið. Kvenfrelsi og jöfnuður Almannaþjónustan er grundvöllur okkar daglega lífs. Hún er það sem heldur samfélaginu okkar saman og á að tryggja að ekkert okkar sitji eftir. Þar er öryggisnetið, þar liggur grunnurinn að góðu samfélagi. Og hvernig metum við virði þeirra sem sinna störfum í almannaþjónustu? Er virðismat kvenna- og karlastarfa réttmætt? Við sem erum hér inni vitum að það er því miður ekki svo. Kynbundinn launamunur er enn staðreynd hér á landi og það þarf að breytast. Sótt er að kvenfrelsi og rétti kvenna til þess að ráða yfir eigin líkama, konur stríða enn við óhugnanlega kúgun víðs vegar um heim. Bakslag í jafnréttis- og kvenfrelsismálum er grafalvarleg þróun og þar verðurm við að halda vöku okkar. Við þurfum að berjast markvisst gegn kynbundnu ofbeldi og styrkja stöðu kvenna á ótal sviðum, á það mun ég leggja áherslu sem formaður VG. Húsnæðismál Verkefnin blasa hvarvetna við, húsnæðisverð er ungu fólki fjötur um fót. Himinhá útborgun vegna hækkandi húsnæðisverðs og aðgerða Seðlabankans til þess að draga úr eftirspurn og kæla hagkerfið hvílir þungt á ungu fólki sem reynir að koma undir sig fótunum og bitnar mest á tekjulægri hópum samfélagsins. Þau sem geta leitað til efnaðra foreldra um aðstoð við að eignast fasteign nýta sér það á meðan þau sem minna svigrúm hafa eða búa við lægstar tekjur geta á engan hátt yfirstigið þessa hindrun. Mörg þeirra festast á leigumarkaði og þrátt fyrir mikilvægar breytingar á húsaleigulögum sem gerðar voru í vor undir minni forystu fer því fjarri að leigumarkaðurinn sé á góðum stað. Rétt er samt að hafa í huga að hann hefur skánað mikið í tíð þessarar ríkisstjórnar. Síðustu ár hafa þúsundir af íbúðum verið byggðar inn í almenna íbúðakerfið og við eigum öfluga sjóði sem lána til uppbyggingar á leiguhúsnæði sem rekið er af verkalýðsfélögunum. Þetta skiptir allt miklu máli. Það þarf að jafna leikinn svo ekki skapist hér efnahagsleg gliðnun af áður óþekktri stærð í nútímasögu Íslands. Það hefur nefnilega verið hægt á Íslandi að eignast húsnæði. Það hefur alltaf verið erfitt og kerfið hefur alltaf verið gallað. En mín kynslóð og kynslóðin þar á undan og þar á eftir gat í stórum dráttum eignast eigið húsnæði. Fyrir ungt fólk nú á tímum er það erfiðara en nokkru sinni fyrr – og því þarf að breyta! Það er ósanngjarnt að jafn rík þjóð og okkar leggi þessar byrðar á herðar ungu kynslóðarinnar. Kynslóðarinnar sem heyrir og sér að hún þarf að halda uppi fleiri öldruðum en nokkur fyrri kynslóð á Íslandi. Kynslóðin sem fær loftslagsvandann í fangið af því að við höfum lagt of mikið á umhverfið ekki gert nóg til að bæta úr því. Kynslóðin sem svo oft fær að heyra að hún þurfi að standa sig betur en þau sem eldri eru. Við eigum að gera betur strax. Við höfum gert það áður og við getum gert það aftur. Okkur hefur fjölgað gríðarlega mikið á síðustu tíu árum á Íslandi, langt umfram það sem gerist í löndunum í kringum okkur. Sjötti hver einstaklingur sem þið mætið út á götu bjó ekki hér fyrir fimm árum og flestir hafa þeir komið hingað til að fást við störf sem hér þarf að sinna. Allir þessir einstaklingar þurfa húsnæði. Þetta hefur verið gríðarleg áskorun fyrir innlendan byggingariðnað og húsnæðismarkað og væri fyrir hvaða byggingariðnað sem er hvar sem er í heiminum. En þetta er jákvæð áskorun, það er gott að okkur fjölgar og veitir ekki af. Við eigum að fagna því að fólk skuli vilja flytja hingað til að leggja hönd á plóg og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Við höfum leiðir til að efla almenna íbúðakerfið, til að skattleggja aðra og þriðju eign, til að verja heimilið með slíkum eða öðrum ámóta aðgerðum, því að húsnæði á að vera heimili en ekki fjárfesting. Sumu getum við náð fram í samstarfi, annað hlýtur að vera skýrt ákall í kosningabaráttu. Menntun Það sem við verðum að forðast er að gera sömu mistök og nágrannaþjóðir okkar. Að taka skatttekjunum fagnandi, taka hagvextinum fagnandi en hunsa þarfir þessara nýju íbúa. Við verðum að taka vel á móti börnum þeirra sem hingað koma, fólksins sem flytur hingað til lands og byggir hús, afgreiðir í búðunum, mannar fiskvinnslur, sinnir sjúklingum og öldrunarþjónustu, eða fæst við þrif, ég gæti haldið svona lengi áfram. Við verðum að setja í forgang að stuðla að raunverulegri inngildingu og þátttöku og veita þá þjónustu sem þarf. Þar er menntakerfið lykilatriði eins og í allri annarri félagslegri nálgun á þjóðfélagið. Almennt menntakerfi sem tekur á móti öllum börnum og mætir þeim þar sem þau eru stödd, menntakerfi þar sem börnum er ekki skipt í hópa eftir efnahag eða uppruna foreldra. Þar sem börn fá að vera börn, og þar sem leikur og félagstengsl og sterkt málumhverfi skipar mikilvægan sess. Leik- og grunnskólar eru eitt mikilvægasta félagslega jöfnunartækið, og að þeim þarf að hlúa betur. Við tókum stórt skref í vor þegar lögum var breytt þannig að sveitarfélög geta boðið upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir og fengið meirihluta þess kostnaðar greiddan af ríkissjóði. Það var vinstrigrænt mál. En við eigum svo miklu meira eftir. Það er í grunnskólunum og leikskólunum þar sem samfélagið okkar fær einkunn, ekki börnin. Ef okkur tekst ekki að mæta börnunum betur, burt séð frá því hvaða tungumál er talað við eldhúsborðið hjá þeim, þá óttast ég að við hér þróist stéttaskipting sem við höfum ekki áður þekkt á Íslandi. Leik- og grunnskólar eru grundvallarstofnanir í fjölmenningarsamfélagi og að þeim grunni þarf að hlúa betur. Hér er engin lausn sem skilar samfélaginu áfram önnur en félagsleg lausn. Við vitum hvað andstæðingar okkar munu vilja gera. Þeir munu vilja veita einkafjármagninu lausan tauminn í skólastofunum – að í því felist lausnin við öllum vandamálum. Að það verði að leyfa einkageiranum að spreyta sig úr því hið opinbera hefur ekki náð nægjanlega góðum árangri. Þetta söngl þekkjum við og hefur verið reynt annars staðar og hvergi gefist vel. Um leið þurfum við að hafa metnaðarfullar og skýra sýn fram á veginn, því að óbreytt ástand er óásættanlegt og við það verður ekki unað. Við heyrum það í samtölum við kennara, við foreldra en líka mikilvægustu röddina, frá börnunum sjálfum, að eitthvað er ekki alveg að virka í umhverfi barna. Við sjáum merki þess að vanlíðan er að aukast, einmanaleiki vex og þar þarf samfélagið allt að horfa í spegil. Ef foreldrarnir eru í meira en fullri vinnu til þess að safna fyrir útborgun hefur það áhrif og tekur toll. Ef foreldrarnir eru með nístandi fjárhagsáhyggjur vegna þess að barnið fær ekki inni hjá dagmömmu eða leikskóla hefur það áhrif til hins verra. Börnin verða verst úti. Verst verða þau úti sem hafa minnst félagslegt og fjárhagslegt bakland. Þess vegna þarf vinstrið á Íslandi að vera sterkt og sækja fram, til þess að minna á og krefjast þess að bjargirnar séu veittar þeim sem þær þurfa, að við búum betur að börnunum okkar í bráð og lengd. Heilbrigðismál Þetta gildir í menntamálum og það sama á við í heilbrigðismálum. Þar eru sömu áskoranirnar, verkefnin eru óþrjótandi og síbreytileg og bjargirnar takmarkaðar. Alltaf er hægt að gera betur, það höfum við gert og það eigum við alltaf að gera. Við þurfum að tryggja öflugt opinbert heilbrigðiskerfi og þá fjármuni sem þar þarf til. Grunninnviði kerfisins á að reka af hinu opinbera, þannig að jafnt aðgengi sé tryggt – fólki má ekki mismuna eftir efnahagslegri stöðu. Við þurfum að gæta þess á öllum tímum að heilbrigðiskerfið okkar verði ekki einkavæðingu að bráð, þrátt fyrir margháttaðar áskoranir innan kerfisins. Lausnirnar felast nefnilega ekki í því að einkaaðilar taki yfir rekstur grunninnviða, en það er það sem fjármagnið vill og það er það sem ákveðnir flokkar á Alþingi ásamt margvíslegum peningaöflum með Viðskiptaráð í fararbroddi vinna að bæði leynt og ljóst. Það stendur upp á okkur í VG að standa vörð um sterkt opinbert kerfi og það ætlum við að gera. Umhverfismál Nýverið kynntu Samtök atvinnulífsins niðurstöðu skoðanakönnunar þar sem í ljós kom að mikill meirihluti almennings væri hlynntur grænni orkuöflun. Ég verð að segja að það kom mér ekki mikið á óvart, varla bjuggumst við því að í landinu væri stuðningur við kolaver? Það hefur alltaf legið fyrir að það þurfi að afla orku á Íslandi, nútímasamfélag reiðir sig á raforku til þess að geta starfað. Allt frá hinu stærsta niður í hið smæsta í okkar lífi er háð því að fá afl. Á Íslandi erum við svo gæfusöm að eiga auðlindir sem hægt er að beisla til þess að framleiða þessa orku, sömuleiðis höfum við borið gæfu til að byggja framleiðsluna upp í orkufyrirtækjum sem almenningur bæði á og stýrir. Við í VG höfum alla tíð verið skýr með það að mestu skiptir í hvað orkan fer. Við höfum talað um að það þurfi að forgangsraða orkuöflun næstu ára og áratuga í innlend orkuskipti, og til heimila og fyrirtækja. Þar þurfum við að vera með skýra sýn, raunsæ um að afla þurfi orku en um leið standa traustan vörð um íslenska náttúru og gæta að því að ávallt sé fjallað um virkjanakosti á faglegan hátt í vönduðu ferli. Við látum ekki íhaldið komast upp með að jafn ómerkilegan blekkingarleik og að misnota hugtök á borð við græna orku eða orkuskort í þágu peningaaflanna! Við gjöldum varhug við því að einkaaðilar verði umsvifamiklir í framleiðslu á raforku til útflutnings og stöndum fast á því að framleiðslan verði áfram í höndum fyrirtækja í opinberri eigu. Og við gjöldum sérstökum varhug við þeirri þróun sem á sér stað nú, að einkaaðilar eru með stórkarlaleg áform um uppbyggingu vindorku út um allt land. Fleiri þúsund megawött í uppsettu afli, fjórar, fimm Kárahnjúkavirkjanir. Við teljum að það þurfi skýra sýn um vindorku og hún getur ekki verið sú að það eigi að troða vindmyllu hvar sem það blæs ef að kapítalisti vill græða pening. Loftslagsmál Góðir félagar, síðasta ár braut öll fyrri met um meðalhita. En árið í ár gæti orðið ennþá hlýrra. Samkvæmt tilteknum mælikvörðum höfum við þegar farið upp í 1,5° hlýnun, hlýnunina sem Parísarsáttmálinn átti að tryggja að við myndum halda okkur innan. Á átta árum! Í þessari hlýnun felast hamfarir og við sjáum þess merki. Við sjáum birtast rannsóknir sem tengja breytt göngumynstur loðnu við hlýnun í hafinu. Við sjáum sífrera í fjöllum bráðna og þar með hlíðar sem áður þóttu útreiknanlegar eða traustar verða óstöðugar. Ég, sem ráðherra samgangna og byggðamála, sé hverslags áskorun það verður fyrir okkur að aðlaga samgöngukerfið og byggðirnar að breyttu veðurfari. Við Íslendingar búum að hitaveitu og góðum orkulindum en erum ekki að gera nóg í þessum málum, hvorki í aðlögun né í því að draga úr losun. Það eru fáar, ef nokkrar, þjóðir að standa sig nógu vel. En við megum ekki missa móðinn, við megum ekki leggja árar í bát. Við eigum og verðum að standa okkar plikt, við megum ekki skilja þetta risastóra verkefni eftir fyrir framtíðarkynslóðir, börnin okkar og barnabörnin. Það eru kapítalisminn og neysluhyggjan sem skapa ógnina, og við þurfum að leiða þá umræðu að lifnaðarhættir og áherslur okkar sem samfélag þarf að endurskoða. Breið forysta margra radda Góðir félagar, sem formaður mun ég leggja áherslu á að hlusta. Síðustu mánuði hef ég hitt fjölmargt fólk og heyrt í mörgum. Raddir ykkar í þeim samtölum höfðu mikil áhrif á mig og krafturinn og sýnin sem þar birtust þurfa að sjást víðar. Ég vil sjá breiða forystusveit hjá VG, sveit sem endurspeglar þann veruleika að við erum grasrótarhreyfing. Súrefni okkar í stjórnmálum kemur frá ykkur, kæru félagar. Pólitík félagshyggjuflokks má aldrei staðna, hún þarf sífellt að endurskoða og stöðugt að móta. Vinstriflokkur verður að gæta að því að verða ekki hluti af hinum ráðandi öflum og leita samstöðu sem víðast. Að gleyma aldrei að þó að við tökum þátt í ríkisstjórnum erum við hreyfing, með rætur í róttækri baráttu fátæks fólks fyrir betra samfélagi. Það gerum við best með breiðri forystu og með góðum, sterkum og skipulegum tengslum við verkalýðshreyfinguna og önnur félagsleg öfl. Miklir möguleikar í snúinni stöðu Góðir félagar, fylgi okkar í síðustu Gallup-könnun var innan við 5%, ekki nóg til að skila okkur þingsæti á Alþingi ef gengið væri til kosninga á morgun. Það er veruleikinn og verulega snúin staða. En í stöðunni er fullt af möguleikum og við finnum orkuna á þessum fundi. Við finnum kraftinn. Við finnum að við eigum fullt erindi og erindið er brýnt! Við finnum að á tímum þar sem stjórnmálin eru að breytast, flokkar eru að færa sig til á ásnum frá vinstri til hægri, er pláss fyrir sterka vinstri rödd sem talar máli félagshyggju, mannréttinda, sókn til friðar og náttúruverndar. Það er uppi hægri bylgja í stjórnmálum, við sjáum Samfylkinguna hliðrast til hægri, að miðjunni, og yfir hana jafnvel á sumum sviðum. Við sjáum líka flokk sem kennir sig við miðjuna færa sig og taka sér stöðu hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn. Flokkarnir þoka sér frá góðum málsstað og til verður nýtt landslag þar sem hlutskipti okkar og hlutverk verða mikilvægari en kannski nokkru sinni fyrr. Lýðræðisleg uppbygging og fjölbreyttar raddir Það er mikið verk að vinna næstu mánuði. Við þurfum að gera okkur tilbúin, það erum við ekki í dag. Við heyrum ákallið um breytingar og við ætlum að bregðast við því. En ég heyri líka það sem er sagt hér í dag, það sem var sagt í gærkvöldi um uppbyggingu hreyfingarinnar. Um mikilvægi fjölbreyttra radda og að hlusta eftir þeim. Hlusta eftir því sem er verið að segja. Tala saman og halda því til haga að hvert einasta okkar skiptir máli. Ég mun á næstu vikum funda með kjördæmisráðum og fara um landið. Við þurfum að tala saman, finna fólk á lista og skýra kosningaáherslur og móta plan. Verkefni okkar allra En um leið þurfum við að trúa á okkur sjálf. Skammast okkar ekki fyrir það sem við erum og höfum komið til leiðar. VG hefur alltaf verið spáð illu gengi, af fjölmiðlum, af greinendum, af andstæðingum okkar. Á okkur hefur verið ráðist úr öllum áttum. Að nú muni VG þurrkast út. Að nú sé erindi okkar lokið. En allir þessir sérfræðingar og þessir greinendur hafa haft rangt fyrir sér og tíminn hefur alltaf verið okkar megin, leitt annað í ljós. Við erum flokkur sem fór í ríkisstjórn til þess að taka til eftir hrunið 2008. Við erum flokkur sem leiddi ríkisstjórn í gegnum erfiða tíma, aftur og aftur – í gegnum heimsfaraldur, í gegnum náttúruhamfarir og alls konar óáran utan úr heimi. Nú erum við flokkur sem leggur áherslu á árangur á næstu mánuðum, í málum sem varða gagnsæi og réttlæti í atvinnulífi, í húsnæðismálum og í samgöngumálum, í öllu sem lýtur að almannaþjónustu og málefnum innflytjenda og fatlaðs fólks. Þetta eru verkefnin fyrir okkur sem sitjum á þingi, að berjast áfram fyrir hugsjónirnar og fyrir betra samfélagi. Framtíð VG er björt Framtíðin er björt ef við látum til okkar taka næstu vikur, næstu mánuði, næstu misseri. Það er verkefni okkar allra sem hér erum, að tala af þrótti og krafti út á við og áfram veginn. Þannig verður okkar erindi skýrt og framtíð VG björt. Við erum mætt og við erum í stuði! Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Svandís var kjörinn formaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins í dag. Hún fór vítt og breitt um sviðið í fyrstu ræðu sinni, fór yfir fjölda mála sem flokkurinn ætlar að beita sér í og kom inn á stöðu flokksins og framtíð hans. Þá þakkaði hún bæði Guðmundi Inga Guðbrandssyni og Katrínu Jakobsdóttur fyrir þeirra störf. Í ræðunni varð henni einnig tíðrætt um áætlanir auðvaldsins, peningaafla og þeirra sem vilja gefa einkafjármagni lausan tauminn. „Sjá í öllu gróðavon og tækifæri til að maka krókinn“ Svandís sagði að innan VG væru skiptar skoðanir um ýmis mál. „Ég er ekki einu sinni sammála sjálfri mér alltaf. Hvað þá að ég sé sammála öðrum um alla hluti. En við í VG erum í grunninn á einu máli, við stefnum öll í sömu átt. Pólitíkin okkar stendur á sömu rót og hún er sterk,“ sagði Svandís í ræðunni. Hún sagðist vilji horfa til þess sem sameinar frekar en þess sem sundrar. „Einstaklingshyggjan og kapítalisminn sundra frekar en sameina. Búa til samanburð á neikvæðum nótum, samkeppni og mælingar úr öllum hlutum. Sjá í öllu gróðavon og tækifæri til að maka krókinn. Og ákveðnir stjórnmálaflokkar nýta sér þessa þróun markvisst til að ná til sín fólki,“ sagði hún. Því væri mikilvægt að VG talaði fyrir mennsku, samstöðu og samheldið samfélag. „Maðurinn er hluti af vistkerfum jarðar, og þegar þeim er ógnað bresta allar forsendur fyrir mannlegu samfélagi. Loftslags- og náttúruvernd eru undirstaða velsældar og samfélags fyrir okkur sem nú lifum og fyrir framtíðarkynslóðir,“ sagði hún. Fari illa þegar hægrið fái að ráða Þá ræddi Svandís einnig um hlutverk VG og hvernig flokkurinn hefði tryggt að ekki hefði farið verr undanfarin sjö ár. „Góðir félagar! Verkefni okkar snýst um að tryggja styrk VG sem félagslegs afls í íslenskum stjórnmálum. Um það hefur þetta starf snúist alla tíð,“ sagði Svandís. Að þau með veikustu raddirnar í samfélaginu hefðu rödd gegnum VG. „Sameinuð erum við sterk og þegar við erum sterk stendur félagshyggjan traustum fótum í íslenskum stjórnmálum. Félagshyggjan þarf vind í seglin á þingi, ekki síst núna og næstu ár. Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa fyrir kerfunum okkar, það grefur undan almannaþjónustunni og lætur greipar sópa um auðlindirnar okkar,“ sagði Svandís. Án Vinstri grænna í stjórn hefði margt farið á annan og verri veg á síðustu árum. Auðvaldið vilji kremja almenning með grimmum niðurskurði Svandís fór einnig yfir framtíðarsýn flokksins og næstu mál á dagskrá. Efnahagsmálin blasi við og þar sagði hún verkefnið einfalt og skýrt. „Við þurfum að ná niður verðbólgu – en við þurfum að gera það með félagslegum gleraugum. Auðvaldið vill kremja almenning með grimmum niðurskurði samneyslunnar og það munum við aldrei samþykkja. Það megum við aldrei samþykkja. Frekar þarf að sækja peninga þangað sem peningarnir eru, til þeirra ríku og efnameiri, til þeirra með breiðu bökin. Til atvinnulífs sem safnar auði og er aflögufært,“ sagði hún. Þegar væri búið að hækka gjaldtöku af fiskeldi svo miklu muni. Auk þess lægi fyrir að hækka veiðigjald af stórútgerðinni, af stærstu útgerðum landsins sem nýta uppsjávarstofnana. „Þangað ætlum við að sækja tekjur til þess að ná saman í ríkisfjármálum. Ekki í vasa launafólks og ekki með því að skerða og brjóta niður almannaþjónustuna. Svo leggjum við höfuðáherslu að auka gagnsæi í sjávarútvegi og draga fram eignatengsl svo að bregðast megi við þeim eins og við á hvenær sem nauðsyn ber til og þörf krefur,“ sagði hún. Fagna eigi því að fólk flytji til landsins Svandís talaði einnig um kvenréttindamál og húsnæðismál í ræðu sinni. Kynbundinn launamunur væri enn staðreynd á Íslandi og því þyrfti að breyta. Húsnæðisverð væri ungu fólki fjötur um fót og jafna þurfi leikinn svo ekki skapist efnahagsleg gliðnun af áður óþekktri stærð í nútímasögu Íslands. Íslendingum hefði fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem væri jákvæð áskorun. „Við eigum að fagna því að fólk skuli vilja flytja hingað til að leggja hönd á plóg og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Við höfum leiðir til að efla almenna íbúðakerfið, til að skattleggja aðra og þriðju eign, til að verja heimilið með slíkum eða öðrum ámóta aðgerðum, því að húsnæði á að vera heimili en ekki fjárfesting,“ sagði hún. Andstæðingar vilji veita einkafjármagni lausan tauminn Þaðan fór hún yfir í menntamál og sagði Íslendinga ekki mega gera sömu mistök og nágrannaþjóðirnar: „Að taka skatttekjunum fagnandi, taka hagvextinum fagnandi en hunsa þarfir þessara nýju íbúa. Við verðum að taka vel á móti börnum þeirra sem hingað koma, fólksins sem flytur hingað til lands og byggir hús, afgreiðir í búðunum, mannar fiskvinnslur, sinnir sjúklingum og öldrunarþjónustu, eða fæst við þrif.“ Stuðla þurfi að raunverulegri inngildingu og þar spili menntakerfið mikilvægt hlutverk. „Menntakerfi þar sem börnum er ekki skipt í hópa eftir efnahag eða uppruna foreldra. Þar sem börn fá að vera börn, og þar sem leikur og félagstengsl og sterkt málumhverfi skipar mikilvægan sess. Leik- og grunnskólar eru eitt mikilvægasta félagslega jöfnunartækið, og að þeim þarf að hlúa betur.“ Hún sagði að andstæðingar VG muni vilja veita einkafjármagni lausan tauminn í skólastofunum. Það hafi verið reynt annars staðar og hvergi gefist vel. Peningaöflin vinni leynt og ljóst að einkavæðingu Í heilbrigðiskerfinu væru sömu áskoranirnar og alltaf hægt að gera betur. Tryggja þyrfti öflugt opinbert heilbrigðiskerfi og þá fjármuni sem þar þurfi til. Grunninnviði eigi að reka af hinu opinbera þannig að jafnt aðgengi sé tryggt og fólki ekki mismunað eftir efnahagslegri stöðu. „Við þurfum að gæta þess á öllum tímum að heilbrigðiskerfið okkar verði ekki einkavæðingu að bráð, þrátt fyrir margháttaðar áskoranir innan kerfisins. Lausnirnar felast nefnilega ekki í því að einkaaðilar taki yfir rekstur grunninnviða, en það er það sem fjármagnið vill og það er það sem ákveðnir flokkar á Alþingi ásamt margvíslegum peningaöflum með Viðskiptaráð í fararbroddi vinna að bæði leynt og ljóst. Það stendur upp á okkur í VG að standa vörð um sterkt opinbert kerfi og það ætlum við að gera.“ Íhaldið megi ekki komast upp með ómerkilegan blekkingaleik Svandís fór svo yfir loftslags- og umhverfismál. Forgangsraða þurfi orkuöflun næstu ára og áratuga í innlend orkuskipti og til heimila og fyrirtækja. „Þar þurfum við að vera með skýra sýn, raunsæ um að afla þurfi orku en um leið standa traustan vörð um íslenska náttúru og gæta að því að ávallt sé fjallað um virkjanakosti á faglegan hátt í vönduðu ferli,“ sagði hún og bætti við: „Við látum ekki íhaldið komast upp með jafn ómerkilegan blekkingarleik og að misnota hugtök á borð við græna orku eða orkuskort í þágu peningaaflanna! Við gjöldum varhug við því að einkaaðilar verði umsvifamiklir í framleiðslu á raforku til útflutnings og stöndum fast á því að framleiðslan verði áfram í höndum fyrirtækja í opinberri eigu.“ Þá sagði hún flokkinn gjalda sérstakan varhug við þeirri þróun sem eigi sér nú stað þar sem einkaaðilar eru með stórkarlaleg áform um uppbyggingu vindorku út um allt land. Það þurfi skýra sýn um vindorku og hún geti ekki verið að „það eigi að troða vindmyllu hvar sem það blæs ef að kapítalisti vill græða pening. Hamfarahlýnun fæli í sér ýmsar áskoranir en þar mætti ekki missa móðinn né leggja árar í bát. „Við eigum og verðum að standa okkar plikt, við megum ekki skilja þetta risastóra verkefni eftir fyrir framtíðarkynslóðir, börnin okkar og barnabörnin. Það eru kapítalisminn og neysluhyggjan sem skapa ógnina, og við þurfum að leiða þá umræðu að lifnaðarhættir og áherslur okkar sem samfélag þarf að endurskoða,“ sagði hún. Samfylkingin hliðrist til hægri og hlutverk VG aldrei mikilvægara Loks fór Svandís yfir stöðu VG í dag og möguleikana sem fælust í núverandi stöðu. Flokkar séu nú að færast frá vinstri til hægri og þar þurfi sterka vinstri-rödd „Það er uppi hægri bylgja í stjórnmálum, við sjáum Samfylkinguna hliðrast til hægri, að miðjunni, og yfir hana jafnvel á sumum sviðum. Við sjáum líka flokk sem kennir sig við miðjuna færa sig og taka sér stöðu hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn. Flokkarnir þoka sér frá góðum málsstað og til verður nýtt landslag þar sem hlutskipti okkar og hlutverk verða mikilvægari en kannski nokkru sinni fyrr,“ sagði hún. Hún sagði að um leið þyrftu flokksfélagar að trúa á sig sjálf og skammast sín ekki. „VG hefur alltaf verið spáð illu gengi, af fjölmiðlum, af greinendum, af andstæðingum okkar. Á okkur hefur verið ráðist úr öllum áttum. Að nú muni VG þurrkast út. Að nú sé erindi okkar lokið. En allir þessir sérfræðingar og greinendur hafa haft rangt fyrir sér og tíminn hefur alltaf verið okkar megin, leitt annað í ljós. Við erum flokkur sem fór í ríkisstjórn til þess að taka til eftir hrunið 2008. Við erum flokkur sem leiddi ríkisstjórn í gegnum erfiða tíma, aftur og aftur – í gegnum heimsfaraldur, í gegnum náttúruhamfarir og alls konar óáran utan úr heimi,“ sagði hún. Framtíðin væri björt ef flokkurinn léti til sín taka á næstu vikum, mánuðum og misserum. „Það er verkefni okkar allra sem hér erum, að tala af þrótti og krafti út á við og áfram veginn. Þannig verður okkar erindi skýrt og framtíð VG björt. Við erum mætt og við erum í stuði!“ sagði hún að lokum Ræða Svandísar í heild sinni Hér fyrir neðan má lesa ræðuna í heild sinni: Kæru félagar. Ég þakka stuðninginn, ég þakka kveðjurnar, ég þakka áskoranirnar, ég þakka samtölin. Ég þakka þér, Guðmundur Ingi, fyrir vel unnin störf síðustu mánuði. Mig langar líka að þakka Katrínu Jakobsdóttur fyrir hennar óeigingjarna framlag til VG. Ég er bæði auðmjúk og stolt yfir því trausti sem mér er falið. Yfir þessu mikilvæga verkefni sem er framundan og ábyrgðinni sem því fylgir. En ég er líka einlæglega spennt fyrir þessu verkefni, því að mér þykir svo vænt um VG. Allar hliðar flokksins og ykkur öll. Mér þykir vænt um fólkið, hugsjónina, fundina og gönguferðir í rigningu og sól. Upp brekkur og niður. Þingflokkinn, sem er alls konar, stundum stór og stundum smærri. Harðsnúinn og skipulagður í stjórnarandstæðu. Glaðbeittur og staðfastur í samstarfi. Einarður í stefnumálum. Fyrirvari bókaður. Lengri málefnalegur fyrirvari. Tökum einn nefndahring. Förum yfir frumvarpið aftur. Þetta fólk! Þetta fer aldrei í gegn svona. Er kaka uppi? Úthald, árangur. Vonbrigði inn á milli. Og baklandið sem heldur okkur við efnið, alltaf. Umræður á fundum. Ég er alveg að klára. Stafafura og sitkagreni. Mikilvægar hugleiðingar um kennarastéttina, um heimgreiðslur og heilbrigðisþjónustu, um Palestínu. Umræður um málefni, inntak og áherslur. Um það sem við í VG stöndum fyrir og erum þegar öllu er á botninn hvolft sammála um. En líka um aðferðir, strategíu, taktík og erindi. Sameining og samstaða Ég veit, góðu félagar, að það eru skiptar skoðanir um ýmis mál í okkar hreyfingu. Ég er ekki einu sinni sammála sjálfri mér alltaf. Hvað þá að ég sé sammála öðrum um alla hluti. En við í VG erum í grunninn á einu máli, við stefnum öll í sömu átt. Pólitíkin okkar stendur á sömu rót og hún er sterk. Og ég er þeirrar gerðar að ég horfi frekar til þess sem sameinar en þess sem sundrar. Þetta held ég að sé mikilvægt nú á tímum – þar sem er svo einfalt að finna eitthvað til að vera ósammála um, það verður stundum nánast eins og íþrótt. Algrím internetsins matar okkur stöðugt á hlutum sem sundra frekar en sameina. Átök eru vinsæl. Neikvæðni og niðurrif er alltaf einfaldari en sátt og uppbygging. Uppgjöf og sinnuleysi auðveld flóttaleið í stað lausna og vonar. Einstaklingshyggjan og kapítalisminn sundra frekar en sameina. Búa til samanburð á neikvæðum nótum, samkeppni og mælingar úr öllum hlutum. Sjá í öllu gróðavon og tækifæri til að maka krókinn. Og ákveðnir stjórnmálaflokkar nýta sér þessa þróun markvisst til að ná til sín fólki. Þess vegna ríður á að við í VG stöndum fyrir mennsku, samstöðu og samheldið samfélag. Að við tölum um gildi. Samveru og tengsl. Og að við munum að við sem einstaklingar erum til í samhengi, við erum öll hluti af heild og saman farnast okkur öllum betur, heildin er það sem skiptir höfuðmáli. Við erum hluti af heild í samfélagi fólks og við erum hluti af heild í náttúrunni, hér á jörðinni okkar fögru í bjartri sól og köldum geimi. Maðurinn er hluti af vistkerfum jarðar, og þegar þeim er ógnað bresta allar forsendur fyrir mannlegu samfélagi. Loftslags- og náttúruvernd eru undirstaða velsældar og samfélags fyrir okkur sem nú lifum og fyrir framtíðarkynslóðir. Góðir félagar! Verkefni okkar snýst um að tryggja styrk VG sem félagslegs afls í íslenskum stjórnmálum. Um það hefur þetta starf snúist alla tíð. Að þau sem veikustu raddirnar hafa í samfélaginu hafi rödd og getið látið til sín heyra í gegnum okkur, að fátækt fólk, að jaðarsett fólk, fatlað fólk, kynsegin fólk, innflytjendur, konur og aðrir hópar sem eiga undir högg að sækja geti treyst því að á Alþingi Íslendinga, í sveitarstjórnum og hvarvetna í samfélaginu sé félagslegt afl sem talar fyrir réttlæti og mennsku, félagshyggju, jöfnuði og grundvallarréttindum allra. Saman getum við lyft grettistaki, sameinuð höfum við unnið afrek og áorkað miklu. Sameinuð erum við sterk og þegar við erum sterk stendur félagshyggjan traustum fótum í íslenskum stjórnmálum. Félagshyggjan þarf vind í seglin á þingi, ekki síst núna og næstu ár. Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa fyrir kerfunum okkar, það grefur undan almannaþjónustunni og lætur greipar sópa um auðlindirnar okkar. Síðustu 7 ár höfum við setið í ríkisstjórn með þeim borgaralegu öflum sem saman hafa setið í ríkisstjórn lengst af í lýðveldissögu Íslands. Án okkar, ráðherra VG við ríkisstjórnarborðið, án forystu Katrínar og stuðnings okkar hinna sem stóðum þétt að baki henni allan tímann hefði margt farið á annan og verri veg. Framtíðarsýn, stefna og áherslur En góðir félagar, í upphafi þessa vetrar, þessa síðasta vetrar ríkisstjórnarsamstarfsins hafa forsendur breyst og almenningur kallar eftir nýrri sýn. Spurt er hvert við viljum stefna og hvernig við ætlum að mæta þeim áskorunum sem nú eru uppi. Á hvað ætlum við að leggja áherslu og hvað er til ráða? Þessi fundur snýst um það, á morgun munum við ræða ályktanir hin ýmsu mál, um áherslur og um sýn. Verkefnið sem nú blasir við öllum eru efnahagsmálin. Þau snerta hvert einasta heimili í landinu og þar er erindi okkar brýnt. Þar sýnist mér verkefnið vera einfalt og augljóst. Við þurfum að ná niður verðbólgu – en við þurfum að gera það með félagslegum gleraugum. Auðvaldið vill kremja almenning með grimmum niðurskurði samneyslunnar og það munum við aldrei samþykkja. Það megum við aldrei samþykkja. Frekar þarf að sækja peninga þangað sem peningarnir eru, til þeirra ríku og efnameiri, til þeirra með breiðu bökin. Til atvinnulífs sem safnar auði og er aflögufært. Við höfum þegar hækkað gjaldtöku af fiskeldi svo miklu munar síðustu ár, tvær krónur á kílóið voru greiddar árið 2021 fyrir að nota íslenska firði til framleiðslu. Í dag er sú upphæð nærri fjörutíu krónum. Það er okkar verk og því þarf fylgja enn frekar eftir. Bjarkey er svo með þingmál í samráðsgátt um að hækka veiðigjald af stórútgerðinni, af stærstu útgerðum landsins sem nýta uppsjávarstofnana. Þangað ætlum við að sækja tekjur til þess að ná saman í ríkisfjármálum. Ekki í vasa launafólks og ekki með því að skerða og brjóta niður almannaþjónustuna. Svo leggjum við höfuðáherslu að auka gagnsæi í sjávarútvegi og draga fram eignatengsl svo að bregðast megi við þeim eins og við á hvenær sem nauðsyn ber til og þörf krefur. En ekki síður eru frumvörpin um gagnsæi í sjávarútvegi grundvallarmál sem ég tel afar mikilvægt fyrir samfélagið að komist til umræðu á Alþingi. Þar fáum við að sjá hver ef einhver vill standa vörð um leyndarhyggju í sjávarútvegi. Þetta held ég að séu mikilvægustu frumvörp sem tengjast auðlindanýtingu um áratugaskeið. Kvenfrelsi og jöfnuður Almannaþjónustan er grundvöllur okkar daglega lífs. Hún er það sem heldur samfélaginu okkar saman og á að tryggja að ekkert okkar sitji eftir. Þar er öryggisnetið, þar liggur grunnurinn að góðu samfélagi. Og hvernig metum við virði þeirra sem sinna störfum í almannaþjónustu? Er virðismat kvenna- og karlastarfa réttmætt? Við sem erum hér inni vitum að það er því miður ekki svo. Kynbundinn launamunur er enn staðreynd hér á landi og það þarf að breytast. Sótt er að kvenfrelsi og rétti kvenna til þess að ráða yfir eigin líkama, konur stríða enn við óhugnanlega kúgun víðs vegar um heim. Bakslag í jafnréttis- og kvenfrelsismálum er grafalvarleg þróun og þar verðurm við að halda vöku okkar. Við þurfum að berjast markvisst gegn kynbundnu ofbeldi og styrkja stöðu kvenna á ótal sviðum, á það mun ég leggja áherslu sem formaður VG. Húsnæðismál Verkefnin blasa hvarvetna við, húsnæðisverð er ungu fólki fjötur um fót. Himinhá útborgun vegna hækkandi húsnæðisverðs og aðgerða Seðlabankans til þess að draga úr eftirspurn og kæla hagkerfið hvílir þungt á ungu fólki sem reynir að koma undir sig fótunum og bitnar mest á tekjulægri hópum samfélagsins. Þau sem geta leitað til efnaðra foreldra um aðstoð við að eignast fasteign nýta sér það á meðan þau sem minna svigrúm hafa eða búa við lægstar tekjur geta á engan hátt yfirstigið þessa hindrun. Mörg þeirra festast á leigumarkaði og þrátt fyrir mikilvægar breytingar á húsaleigulögum sem gerðar voru í vor undir minni forystu fer því fjarri að leigumarkaðurinn sé á góðum stað. Rétt er samt að hafa í huga að hann hefur skánað mikið í tíð þessarar ríkisstjórnar. Síðustu ár hafa þúsundir af íbúðum verið byggðar inn í almenna íbúðakerfið og við eigum öfluga sjóði sem lána til uppbyggingar á leiguhúsnæði sem rekið er af verkalýðsfélögunum. Þetta skiptir allt miklu máli. Það þarf að jafna leikinn svo ekki skapist hér efnahagsleg gliðnun af áður óþekktri stærð í nútímasögu Íslands. Það hefur nefnilega verið hægt á Íslandi að eignast húsnæði. Það hefur alltaf verið erfitt og kerfið hefur alltaf verið gallað. En mín kynslóð og kynslóðin þar á undan og þar á eftir gat í stórum dráttum eignast eigið húsnæði. Fyrir ungt fólk nú á tímum er það erfiðara en nokkru sinni fyrr – og því þarf að breyta! Það er ósanngjarnt að jafn rík þjóð og okkar leggi þessar byrðar á herðar ungu kynslóðarinnar. Kynslóðarinnar sem heyrir og sér að hún þarf að halda uppi fleiri öldruðum en nokkur fyrri kynslóð á Íslandi. Kynslóðin sem fær loftslagsvandann í fangið af því að við höfum lagt of mikið á umhverfið ekki gert nóg til að bæta úr því. Kynslóðin sem svo oft fær að heyra að hún þurfi að standa sig betur en þau sem eldri eru. Við eigum að gera betur strax. Við höfum gert það áður og við getum gert það aftur. Okkur hefur fjölgað gríðarlega mikið á síðustu tíu árum á Íslandi, langt umfram það sem gerist í löndunum í kringum okkur. Sjötti hver einstaklingur sem þið mætið út á götu bjó ekki hér fyrir fimm árum og flestir hafa þeir komið hingað til að fást við störf sem hér þarf að sinna. Allir þessir einstaklingar þurfa húsnæði. Þetta hefur verið gríðarleg áskorun fyrir innlendan byggingariðnað og húsnæðismarkað og væri fyrir hvaða byggingariðnað sem er hvar sem er í heiminum. En þetta er jákvæð áskorun, það er gott að okkur fjölgar og veitir ekki af. Við eigum að fagna því að fólk skuli vilja flytja hingað til að leggja hönd á plóg og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Við höfum leiðir til að efla almenna íbúðakerfið, til að skattleggja aðra og þriðju eign, til að verja heimilið með slíkum eða öðrum ámóta aðgerðum, því að húsnæði á að vera heimili en ekki fjárfesting. Sumu getum við náð fram í samstarfi, annað hlýtur að vera skýrt ákall í kosningabaráttu. Menntun Það sem við verðum að forðast er að gera sömu mistök og nágrannaþjóðir okkar. Að taka skatttekjunum fagnandi, taka hagvextinum fagnandi en hunsa þarfir þessara nýju íbúa. Við verðum að taka vel á móti börnum þeirra sem hingað koma, fólksins sem flytur hingað til lands og byggir hús, afgreiðir í búðunum, mannar fiskvinnslur, sinnir sjúklingum og öldrunarþjónustu, eða fæst við þrif, ég gæti haldið svona lengi áfram. Við verðum að setja í forgang að stuðla að raunverulegri inngildingu og þátttöku og veita þá þjónustu sem þarf. Þar er menntakerfið lykilatriði eins og í allri annarri félagslegri nálgun á þjóðfélagið. Almennt menntakerfi sem tekur á móti öllum börnum og mætir þeim þar sem þau eru stödd, menntakerfi þar sem börnum er ekki skipt í hópa eftir efnahag eða uppruna foreldra. Þar sem börn fá að vera börn, og þar sem leikur og félagstengsl og sterkt málumhverfi skipar mikilvægan sess. Leik- og grunnskólar eru eitt mikilvægasta félagslega jöfnunartækið, og að þeim þarf að hlúa betur. Við tókum stórt skref í vor þegar lögum var breytt þannig að sveitarfélög geta boðið upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir og fengið meirihluta þess kostnaðar greiddan af ríkissjóði. Það var vinstrigrænt mál. En við eigum svo miklu meira eftir. Það er í grunnskólunum og leikskólunum þar sem samfélagið okkar fær einkunn, ekki börnin. Ef okkur tekst ekki að mæta börnunum betur, burt séð frá því hvaða tungumál er talað við eldhúsborðið hjá þeim, þá óttast ég að við hér þróist stéttaskipting sem við höfum ekki áður þekkt á Íslandi. Leik- og grunnskólar eru grundvallarstofnanir í fjölmenningarsamfélagi og að þeim grunni þarf að hlúa betur. Hér er engin lausn sem skilar samfélaginu áfram önnur en félagsleg lausn. Við vitum hvað andstæðingar okkar munu vilja gera. Þeir munu vilja veita einkafjármagninu lausan tauminn í skólastofunum – að í því felist lausnin við öllum vandamálum. Að það verði að leyfa einkageiranum að spreyta sig úr því hið opinbera hefur ekki náð nægjanlega góðum árangri. Þetta söngl þekkjum við og hefur verið reynt annars staðar og hvergi gefist vel. Um leið þurfum við að hafa metnaðarfullar og skýra sýn fram á veginn, því að óbreytt ástand er óásættanlegt og við það verður ekki unað. Við heyrum það í samtölum við kennara, við foreldra en líka mikilvægustu röddina, frá börnunum sjálfum, að eitthvað er ekki alveg að virka í umhverfi barna. Við sjáum merki þess að vanlíðan er að aukast, einmanaleiki vex og þar þarf samfélagið allt að horfa í spegil. Ef foreldrarnir eru í meira en fullri vinnu til þess að safna fyrir útborgun hefur það áhrif og tekur toll. Ef foreldrarnir eru með nístandi fjárhagsáhyggjur vegna þess að barnið fær ekki inni hjá dagmömmu eða leikskóla hefur það áhrif til hins verra. Börnin verða verst úti. Verst verða þau úti sem hafa minnst félagslegt og fjárhagslegt bakland. Þess vegna þarf vinstrið á Íslandi að vera sterkt og sækja fram, til þess að minna á og krefjast þess að bjargirnar séu veittar þeim sem þær þurfa, að við búum betur að börnunum okkar í bráð og lengd. Heilbrigðismál Þetta gildir í menntamálum og það sama á við í heilbrigðismálum. Þar eru sömu áskoranirnar, verkefnin eru óþrjótandi og síbreytileg og bjargirnar takmarkaðar. Alltaf er hægt að gera betur, það höfum við gert og það eigum við alltaf að gera. Við þurfum að tryggja öflugt opinbert heilbrigðiskerfi og þá fjármuni sem þar þarf til. Grunninnviði kerfisins á að reka af hinu opinbera, þannig að jafnt aðgengi sé tryggt – fólki má ekki mismuna eftir efnahagslegri stöðu. Við þurfum að gæta þess á öllum tímum að heilbrigðiskerfið okkar verði ekki einkavæðingu að bráð, þrátt fyrir margháttaðar áskoranir innan kerfisins. Lausnirnar felast nefnilega ekki í því að einkaaðilar taki yfir rekstur grunninnviða, en það er það sem fjármagnið vill og það er það sem ákveðnir flokkar á Alþingi ásamt margvíslegum peningaöflum með Viðskiptaráð í fararbroddi vinna að bæði leynt og ljóst. Það stendur upp á okkur í VG að standa vörð um sterkt opinbert kerfi og það ætlum við að gera. Umhverfismál Nýverið kynntu Samtök atvinnulífsins niðurstöðu skoðanakönnunar þar sem í ljós kom að mikill meirihluti almennings væri hlynntur grænni orkuöflun. Ég verð að segja að það kom mér ekki mikið á óvart, varla bjuggumst við því að í landinu væri stuðningur við kolaver? Það hefur alltaf legið fyrir að það þurfi að afla orku á Íslandi, nútímasamfélag reiðir sig á raforku til þess að geta starfað. Allt frá hinu stærsta niður í hið smæsta í okkar lífi er háð því að fá afl. Á Íslandi erum við svo gæfusöm að eiga auðlindir sem hægt er að beisla til þess að framleiða þessa orku, sömuleiðis höfum við borið gæfu til að byggja framleiðsluna upp í orkufyrirtækjum sem almenningur bæði á og stýrir. Við í VG höfum alla tíð verið skýr með það að mestu skiptir í hvað orkan fer. Við höfum talað um að það þurfi að forgangsraða orkuöflun næstu ára og áratuga í innlend orkuskipti, og til heimila og fyrirtækja. Þar þurfum við að vera með skýra sýn, raunsæ um að afla þurfi orku en um leið standa traustan vörð um íslenska náttúru og gæta að því að ávallt sé fjallað um virkjanakosti á faglegan hátt í vönduðu ferli. Við látum ekki íhaldið komast upp með að jafn ómerkilegan blekkingarleik og að misnota hugtök á borð við græna orku eða orkuskort í þágu peningaaflanna! Við gjöldum varhug við því að einkaaðilar verði umsvifamiklir í framleiðslu á raforku til útflutnings og stöndum fast á því að framleiðslan verði áfram í höndum fyrirtækja í opinberri eigu. Og við gjöldum sérstökum varhug við þeirri þróun sem á sér stað nú, að einkaaðilar eru með stórkarlaleg áform um uppbyggingu vindorku út um allt land. Fleiri þúsund megawött í uppsettu afli, fjórar, fimm Kárahnjúkavirkjanir. Við teljum að það þurfi skýra sýn um vindorku og hún getur ekki verið sú að það eigi að troða vindmyllu hvar sem það blæs ef að kapítalisti vill græða pening. Loftslagsmál Góðir félagar, síðasta ár braut öll fyrri met um meðalhita. En árið í ár gæti orðið ennþá hlýrra. Samkvæmt tilteknum mælikvörðum höfum við þegar farið upp í 1,5° hlýnun, hlýnunina sem Parísarsáttmálinn átti að tryggja að við myndum halda okkur innan. Á átta árum! Í þessari hlýnun felast hamfarir og við sjáum þess merki. Við sjáum birtast rannsóknir sem tengja breytt göngumynstur loðnu við hlýnun í hafinu. Við sjáum sífrera í fjöllum bráðna og þar með hlíðar sem áður þóttu útreiknanlegar eða traustar verða óstöðugar. Ég, sem ráðherra samgangna og byggðamála, sé hverslags áskorun það verður fyrir okkur að aðlaga samgöngukerfið og byggðirnar að breyttu veðurfari. Við Íslendingar búum að hitaveitu og góðum orkulindum en erum ekki að gera nóg í þessum málum, hvorki í aðlögun né í því að draga úr losun. Það eru fáar, ef nokkrar, þjóðir að standa sig nógu vel. En við megum ekki missa móðinn, við megum ekki leggja árar í bát. Við eigum og verðum að standa okkar plikt, við megum ekki skilja þetta risastóra verkefni eftir fyrir framtíðarkynslóðir, börnin okkar og barnabörnin. Það eru kapítalisminn og neysluhyggjan sem skapa ógnina, og við þurfum að leiða þá umræðu að lifnaðarhættir og áherslur okkar sem samfélag þarf að endurskoða. Breið forysta margra radda Góðir félagar, sem formaður mun ég leggja áherslu á að hlusta. Síðustu mánuði hef ég hitt fjölmargt fólk og heyrt í mörgum. Raddir ykkar í þeim samtölum höfðu mikil áhrif á mig og krafturinn og sýnin sem þar birtust þurfa að sjást víðar. Ég vil sjá breiða forystusveit hjá VG, sveit sem endurspeglar þann veruleika að við erum grasrótarhreyfing. Súrefni okkar í stjórnmálum kemur frá ykkur, kæru félagar. Pólitík félagshyggjuflokks má aldrei staðna, hún þarf sífellt að endurskoða og stöðugt að móta. Vinstriflokkur verður að gæta að því að verða ekki hluti af hinum ráðandi öflum og leita samstöðu sem víðast. Að gleyma aldrei að þó að við tökum þátt í ríkisstjórnum erum við hreyfing, með rætur í róttækri baráttu fátæks fólks fyrir betra samfélagi. Það gerum við best með breiðri forystu og með góðum, sterkum og skipulegum tengslum við verkalýðshreyfinguna og önnur félagsleg öfl. Miklir möguleikar í snúinni stöðu Góðir félagar, fylgi okkar í síðustu Gallup-könnun var innan við 5%, ekki nóg til að skila okkur þingsæti á Alþingi ef gengið væri til kosninga á morgun. Það er veruleikinn og verulega snúin staða. En í stöðunni er fullt af möguleikum og við finnum orkuna á þessum fundi. Við finnum kraftinn. Við finnum að við eigum fullt erindi og erindið er brýnt! Við finnum að á tímum þar sem stjórnmálin eru að breytast, flokkar eru að færa sig til á ásnum frá vinstri til hægri, er pláss fyrir sterka vinstri rödd sem talar máli félagshyggju, mannréttinda, sókn til friðar og náttúruverndar. Það er uppi hægri bylgja í stjórnmálum, við sjáum Samfylkinguna hliðrast til hægri, að miðjunni, og yfir hana jafnvel á sumum sviðum. Við sjáum líka flokk sem kennir sig við miðjuna færa sig og taka sér stöðu hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn. Flokkarnir þoka sér frá góðum málsstað og til verður nýtt landslag þar sem hlutskipti okkar og hlutverk verða mikilvægari en kannski nokkru sinni fyrr. Lýðræðisleg uppbygging og fjölbreyttar raddir Það er mikið verk að vinna næstu mánuði. Við þurfum að gera okkur tilbúin, það erum við ekki í dag. Við heyrum ákallið um breytingar og við ætlum að bregðast við því. En ég heyri líka það sem er sagt hér í dag, það sem var sagt í gærkvöldi um uppbyggingu hreyfingarinnar. Um mikilvægi fjölbreyttra radda og að hlusta eftir þeim. Hlusta eftir því sem er verið að segja. Tala saman og halda því til haga að hvert einasta okkar skiptir máli. Ég mun á næstu vikum funda með kjördæmisráðum og fara um landið. Við þurfum að tala saman, finna fólk á lista og skýra kosningaáherslur og móta plan. Verkefni okkar allra En um leið þurfum við að trúa á okkur sjálf. Skammast okkar ekki fyrir það sem við erum og höfum komið til leiðar. VG hefur alltaf verið spáð illu gengi, af fjölmiðlum, af greinendum, af andstæðingum okkar. Á okkur hefur verið ráðist úr öllum áttum. Að nú muni VG þurrkast út. Að nú sé erindi okkar lokið. En allir þessir sérfræðingar og þessir greinendur hafa haft rangt fyrir sér og tíminn hefur alltaf verið okkar megin, leitt annað í ljós. Við erum flokkur sem fór í ríkisstjórn til þess að taka til eftir hrunið 2008. Við erum flokkur sem leiddi ríkisstjórn í gegnum erfiða tíma, aftur og aftur – í gegnum heimsfaraldur, í gegnum náttúruhamfarir og alls konar óáran utan úr heimi. Nú erum við flokkur sem leggur áherslu á árangur á næstu mánuðum, í málum sem varða gagnsæi og réttlæti í atvinnulífi, í húsnæðismálum og í samgöngumálum, í öllu sem lýtur að almannaþjónustu og málefnum innflytjenda og fatlaðs fólks. Þetta eru verkefnin fyrir okkur sem sitjum á þingi, að berjast áfram fyrir hugsjónirnar og fyrir betra samfélagi. Framtíð VG er björt Framtíðin er björt ef við látum til okkar taka næstu vikur, næstu mánuði, næstu misseri. Það er verkefni okkar allra sem hér erum, að tala af þrótti og krafti út á við og áfram veginn. Þannig verður okkar erindi skýrt og framtíð VG björt. Við erum mætt og við erum í stuði!
Kæru félagar. Ég þakka stuðninginn, ég þakka kveðjurnar, ég þakka áskoranirnar, ég þakka samtölin. Ég þakka þér, Guðmundur Ingi, fyrir vel unnin störf síðustu mánuði. Mig langar líka að þakka Katrínu Jakobsdóttur fyrir hennar óeigingjarna framlag til VG. Ég er bæði auðmjúk og stolt yfir því trausti sem mér er falið. Yfir þessu mikilvæga verkefni sem er framundan og ábyrgðinni sem því fylgir. En ég er líka einlæglega spennt fyrir þessu verkefni, því að mér þykir svo vænt um VG. Allar hliðar flokksins og ykkur öll. Mér þykir vænt um fólkið, hugsjónina, fundina og gönguferðir í rigningu og sól. Upp brekkur og niður. Þingflokkinn, sem er alls konar, stundum stór og stundum smærri. Harðsnúinn og skipulagður í stjórnarandstæðu. Glaðbeittur og staðfastur í samstarfi. Einarður í stefnumálum. Fyrirvari bókaður. Lengri málefnalegur fyrirvari. Tökum einn nefndahring. Förum yfir frumvarpið aftur. Þetta fólk! Þetta fer aldrei í gegn svona. Er kaka uppi? Úthald, árangur. Vonbrigði inn á milli. Og baklandið sem heldur okkur við efnið, alltaf. Umræður á fundum. Ég er alveg að klára. Stafafura og sitkagreni. Mikilvægar hugleiðingar um kennarastéttina, um heimgreiðslur og heilbrigðisþjónustu, um Palestínu. Umræður um málefni, inntak og áherslur. Um það sem við í VG stöndum fyrir og erum þegar öllu er á botninn hvolft sammála um. En líka um aðferðir, strategíu, taktík og erindi. Sameining og samstaða Ég veit, góðu félagar, að það eru skiptar skoðanir um ýmis mál í okkar hreyfingu. Ég er ekki einu sinni sammála sjálfri mér alltaf. Hvað þá að ég sé sammála öðrum um alla hluti. En við í VG erum í grunninn á einu máli, við stefnum öll í sömu átt. Pólitíkin okkar stendur á sömu rót og hún er sterk. Og ég er þeirrar gerðar að ég horfi frekar til þess sem sameinar en þess sem sundrar. Þetta held ég að sé mikilvægt nú á tímum – þar sem er svo einfalt að finna eitthvað til að vera ósammála um, það verður stundum nánast eins og íþrótt. Algrím internetsins matar okkur stöðugt á hlutum sem sundra frekar en sameina. Átök eru vinsæl. Neikvæðni og niðurrif er alltaf einfaldari en sátt og uppbygging. Uppgjöf og sinnuleysi auðveld flóttaleið í stað lausna og vonar. Einstaklingshyggjan og kapítalisminn sundra frekar en sameina. Búa til samanburð á neikvæðum nótum, samkeppni og mælingar úr öllum hlutum. Sjá í öllu gróðavon og tækifæri til að maka krókinn. Og ákveðnir stjórnmálaflokkar nýta sér þessa þróun markvisst til að ná til sín fólki. Þess vegna ríður á að við í VG stöndum fyrir mennsku, samstöðu og samheldið samfélag. Að við tölum um gildi. Samveru og tengsl. Og að við munum að við sem einstaklingar erum til í samhengi, við erum öll hluti af heild og saman farnast okkur öllum betur, heildin er það sem skiptir höfuðmáli. Við erum hluti af heild í samfélagi fólks og við erum hluti af heild í náttúrunni, hér á jörðinni okkar fögru í bjartri sól og köldum geimi. Maðurinn er hluti af vistkerfum jarðar, og þegar þeim er ógnað bresta allar forsendur fyrir mannlegu samfélagi. Loftslags- og náttúruvernd eru undirstaða velsældar og samfélags fyrir okkur sem nú lifum og fyrir framtíðarkynslóðir. Góðir félagar! Verkefni okkar snýst um að tryggja styrk VG sem félagslegs afls í íslenskum stjórnmálum. Um það hefur þetta starf snúist alla tíð. Að þau sem veikustu raddirnar hafa í samfélaginu hafi rödd og getið látið til sín heyra í gegnum okkur, að fátækt fólk, að jaðarsett fólk, fatlað fólk, kynsegin fólk, innflytjendur, konur og aðrir hópar sem eiga undir högg að sækja geti treyst því að á Alþingi Íslendinga, í sveitarstjórnum og hvarvetna í samfélaginu sé félagslegt afl sem talar fyrir réttlæti og mennsku, félagshyggju, jöfnuði og grundvallarréttindum allra. Saman getum við lyft grettistaki, sameinuð höfum við unnið afrek og áorkað miklu. Sameinuð erum við sterk og þegar við erum sterk stendur félagshyggjan traustum fótum í íslenskum stjórnmálum. Félagshyggjan þarf vind í seglin á þingi, ekki síst núna og næstu ár. Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa fyrir kerfunum okkar, það grefur undan almannaþjónustunni og lætur greipar sópa um auðlindirnar okkar. Síðustu 7 ár höfum við setið í ríkisstjórn með þeim borgaralegu öflum sem saman hafa setið í ríkisstjórn lengst af í lýðveldissögu Íslands. Án okkar, ráðherra VG við ríkisstjórnarborðið, án forystu Katrínar og stuðnings okkar hinna sem stóðum þétt að baki henni allan tímann hefði margt farið á annan og verri veg. Framtíðarsýn, stefna og áherslur En góðir félagar, í upphafi þessa vetrar, þessa síðasta vetrar ríkisstjórnarsamstarfsins hafa forsendur breyst og almenningur kallar eftir nýrri sýn. Spurt er hvert við viljum stefna og hvernig við ætlum að mæta þeim áskorunum sem nú eru uppi. Á hvað ætlum við að leggja áherslu og hvað er til ráða? Þessi fundur snýst um það, á morgun munum við ræða ályktanir hin ýmsu mál, um áherslur og um sýn. Verkefnið sem nú blasir við öllum eru efnahagsmálin. Þau snerta hvert einasta heimili í landinu og þar er erindi okkar brýnt. Þar sýnist mér verkefnið vera einfalt og augljóst. Við þurfum að ná niður verðbólgu – en við þurfum að gera það með félagslegum gleraugum. Auðvaldið vill kremja almenning með grimmum niðurskurði samneyslunnar og það munum við aldrei samþykkja. Það megum við aldrei samþykkja. Frekar þarf að sækja peninga þangað sem peningarnir eru, til þeirra ríku og efnameiri, til þeirra með breiðu bökin. Til atvinnulífs sem safnar auði og er aflögufært. Við höfum þegar hækkað gjaldtöku af fiskeldi svo miklu munar síðustu ár, tvær krónur á kílóið voru greiddar árið 2021 fyrir að nota íslenska firði til framleiðslu. Í dag er sú upphæð nærri fjörutíu krónum. Það er okkar verk og því þarf fylgja enn frekar eftir. Bjarkey er svo með þingmál í samráðsgátt um að hækka veiðigjald af stórútgerðinni, af stærstu útgerðum landsins sem nýta uppsjávarstofnana. Þangað ætlum við að sækja tekjur til þess að ná saman í ríkisfjármálum. Ekki í vasa launafólks og ekki með því að skerða og brjóta niður almannaþjónustuna. Svo leggjum við höfuðáherslu að auka gagnsæi í sjávarútvegi og draga fram eignatengsl svo að bregðast megi við þeim eins og við á hvenær sem nauðsyn ber til og þörf krefur. En ekki síður eru frumvörpin um gagnsæi í sjávarútvegi grundvallarmál sem ég tel afar mikilvægt fyrir samfélagið að komist til umræðu á Alþingi. Þar fáum við að sjá hver ef einhver vill standa vörð um leyndarhyggju í sjávarútvegi. Þetta held ég að séu mikilvægustu frumvörp sem tengjast auðlindanýtingu um áratugaskeið. Kvenfrelsi og jöfnuður Almannaþjónustan er grundvöllur okkar daglega lífs. Hún er það sem heldur samfélaginu okkar saman og á að tryggja að ekkert okkar sitji eftir. Þar er öryggisnetið, þar liggur grunnurinn að góðu samfélagi. Og hvernig metum við virði þeirra sem sinna störfum í almannaþjónustu? Er virðismat kvenna- og karlastarfa réttmætt? Við sem erum hér inni vitum að það er því miður ekki svo. Kynbundinn launamunur er enn staðreynd hér á landi og það þarf að breytast. Sótt er að kvenfrelsi og rétti kvenna til þess að ráða yfir eigin líkama, konur stríða enn við óhugnanlega kúgun víðs vegar um heim. Bakslag í jafnréttis- og kvenfrelsismálum er grafalvarleg þróun og þar verðurm við að halda vöku okkar. Við þurfum að berjast markvisst gegn kynbundnu ofbeldi og styrkja stöðu kvenna á ótal sviðum, á það mun ég leggja áherslu sem formaður VG. Húsnæðismál Verkefnin blasa hvarvetna við, húsnæðisverð er ungu fólki fjötur um fót. Himinhá útborgun vegna hækkandi húsnæðisverðs og aðgerða Seðlabankans til þess að draga úr eftirspurn og kæla hagkerfið hvílir þungt á ungu fólki sem reynir að koma undir sig fótunum og bitnar mest á tekjulægri hópum samfélagsins. Þau sem geta leitað til efnaðra foreldra um aðstoð við að eignast fasteign nýta sér það á meðan þau sem minna svigrúm hafa eða búa við lægstar tekjur geta á engan hátt yfirstigið þessa hindrun. Mörg þeirra festast á leigumarkaði og þrátt fyrir mikilvægar breytingar á húsaleigulögum sem gerðar voru í vor undir minni forystu fer því fjarri að leigumarkaðurinn sé á góðum stað. Rétt er samt að hafa í huga að hann hefur skánað mikið í tíð þessarar ríkisstjórnar. Síðustu ár hafa þúsundir af íbúðum verið byggðar inn í almenna íbúðakerfið og við eigum öfluga sjóði sem lána til uppbyggingar á leiguhúsnæði sem rekið er af verkalýðsfélögunum. Þetta skiptir allt miklu máli. Það þarf að jafna leikinn svo ekki skapist hér efnahagsleg gliðnun af áður óþekktri stærð í nútímasögu Íslands. Það hefur nefnilega verið hægt á Íslandi að eignast húsnæði. Það hefur alltaf verið erfitt og kerfið hefur alltaf verið gallað. En mín kynslóð og kynslóðin þar á undan og þar á eftir gat í stórum dráttum eignast eigið húsnæði. Fyrir ungt fólk nú á tímum er það erfiðara en nokkru sinni fyrr – og því þarf að breyta! Það er ósanngjarnt að jafn rík þjóð og okkar leggi þessar byrðar á herðar ungu kynslóðarinnar. Kynslóðarinnar sem heyrir og sér að hún þarf að halda uppi fleiri öldruðum en nokkur fyrri kynslóð á Íslandi. Kynslóðin sem fær loftslagsvandann í fangið af því að við höfum lagt of mikið á umhverfið ekki gert nóg til að bæta úr því. Kynslóðin sem svo oft fær að heyra að hún þurfi að standa sig betur en þau sem eldri eru. Við eigum að gera betur strax. Við höfum gert það áður og við getum gert það aftur. Okkur hefur fjölgað gríðarlega mikið á síðustu tíu árum á Íslandi, langt umfram það sem gerist í löndunum í kringum okkur. Sjötti hver einstaklingur sem þið mætið út á götu bjó ekki hér fyrir fimm árum og flestir hafa þeir komið hingað til að fást við störf sem hér þarf að sinna. Allir þessir einstaklingar þurfa húsnæði. Þetta hefur verið gríðarleg áskorun fyrir innlendan byggingariðnað og húsnæðismarkað og væri fyrir hvaða byggingariðnað sem er hvar sem er í heiminum. En þetta er jákvæð áskorun, það er gott að okkur fjölgar og veitir ekki af. Við eigum að fagna því að fólk skuli vilja flytja hingað til að leggja hönd á plóg og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Við höfum leiðir til að efla almenna íbúðakerfið, til að skattleggja aðra og þriðju eign, til að verja heimilið með slíkum eða öðrum ámóta aðgerðum, því að húsnæði á að vera heimili en ekki fjárfesting. Sumu getum við náð fram í samstarfi, annað hlýtur að vera skýrt ákall í kosningabaráttu. Menntun Það sem við verðum að forðast er að gera sömu mistök og nágrannaþjóðir okkar. Að taka skatttekjunum fagnandi, taka hagvextinum fagnandi en hunsa þarfir þessara nýju íbúa. Við verðum að taka vel á móti börnum þeirra sem hingað koma, fólksins sem flytur hingað til lands og byggir hús, afgreiðir í búðunum, mannar fiskvinnslur, sinnir sjúklingum og öldrunarþjónustu, eða fæst við þrif, ég gæti haldið svona lengi áfram. Við verðum að setja í forgang að stuðla að raunverulegri inngildingu og þátttöku og veita þá þjónustu sem þarf. Þar er menntakerfið lykilatriði eins og í allri annarri félagslegri nálgun á þjóðfélagið. Almennt menntakerfi sem tekur á móti öllum börnum og mætir þeim þar sem þau eru stödd, menntakerfi þar sem börnum er ekki skipt í hópa eftir efnahag eða uppruna foreldra. Þar sem börn fá að vera börn, og þar sem leikur og félagstengsl og sterkt málumhverfi skipar mikilvægan sess. Leik- og grunnskólar eru eitt mikilvægasta félagslega jöfnunartækið, og að þeim þarf að hlúa betur. Við tókum stórt skref í vor þegar lögum var breytt þannig að sveitarfélög geta boðið upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir og fengið meirihluta þess kostnaðar greiddan af ríkissjóði. Það var vinstrigrænt mál. En við eigum svo miklu meira eftir. Það er í grunnskólunum og leikskólunum þar sem samfélagið okkar fær einkunn, ekki börnin. Ef okkur tekst ekki að mæta börnunum betur, burt séð frá því hvaða tungumál er talað við eldhúsborðið hjá þeim, þá óttast ég að við hér þróist stéttaskipting sem við höfum ekki áður þekkt á Íslandi. Leik- og grunnskólar eru grundvallarstofnanir í fjölmenningarsamfélagi og að þeim grunni þarf að hlúa betur. Hér er engin lausn sem skilar samfélaginu áfram önnur en félagsleg lausn. Við vitum hvað andstæðingar okkar munu vilja gera. Þeir munu vilja veita einkafjármagninu lausan tauminn í skólastofunum – að í því felist lausnin við öllum vandamálum. Að það verði að leyfa einkageiranum að spreyta sig úr því hið opinbera hefur ekki náð nægjanlega góðum árangri. Þetta söngl þekkjum við og hefur verið reynt annars staðar og hvergi gefist vel. Um leið þurfum við að hafa metnaðarfullar og skýra sýn fram á veginn, því að óbreytt ástand er óásættanlegt og við það verður ekki unað. Við heyrum það í samtölum við kennara, við foreldra en líka mikilvægustu röddina, frá börnunum sjálfum, að eitthvað er ekki alveg að virka í umhverfi barna. Við sjáum merki þess að vanlíðan er að aukast, einmanaleiki vex og þar þarf samfélagið allt að horfa í spegil. Ef foreldrarnir eru í meira en fullri vinnu til þess að safna fyrir útborgun hefur það áhrif og tekur toll. Ef foreldrarnir eru með nístandi fjárhagsáhyggjur vegna þess að barnið fær ekki inni hjá dagmömmu eða leikskóla hefur það áhrif til hins verra. Börnin verða verst úti. Verst verða þau úti sem hafa minnst félagslegt og fjárhagslegt bakland. Þess vegna þarf vinstrið á Íslandi að vera sterkt og sækja fram, til þess að minna á og krefjast þess að bjargirnar séu veittar þeim sem þær þurfa, að við búum betur að börnunum okkar í bráð og lengd. Heilbrigðismál Þetta gildir í menntamálum og það sama á við í heilbrigðismálum. Þar eru sömu áskoranirnar, verkefnin eru óþrjótandi og síbreytileg og bjargirnar takmarkaðar. Alltaf er hægt að gera betur, það höfum við gert og það eigum við alltaf að gera. Við þurfum að tryggja öflugt opinbert heilbrigðiskerfi og þá fjármuni sem þar þarf til. Grunninnviði kerfisins á að reka af hinu opinbera, þannig að jafnt aðgengi sé tryggt – fólki má ekki mismuna eftir efnahagslegri stöðu. Við þurfum að gæta þess á öllum tímum að heilbrigðiskerfið okkar verði ekki einkavæðingu að bráð, þrátt fyrir margháttaðar áskoranir innan kerfisins. Lausnirnar felast nefnilega ekki í því að einkaaðilar taki yfir rekstur grunninnviða, en það er það sem fjármagnið vill og það er það sem ákveðnir flokkar á Alþingi ásamt margvíslegum peningaöflum með Viðskiptaráð í fararbroddi vinna að bæði leynt og ljóst. Það stendur upp á okkur í VG að standa vörð um sterkt opinbert kerfi og það ætlum við að gera. Umhverfismál Nýverið kynntu Samtök atvinnulífsins niðurstöðu skoðanakönnunar þar sem í ljós kom að mikill meirihluti almennings væri hlynntur grænni orkuöflun. Ég verð að segja að það kom mér ekki mikið á óvart, varla bjuggumst við því að í landinu væri stuðningur við kolaver? Það hefur alltaf legið fyrir að það þurfi að afla orku á Íslandi, nútímasamfélag reiðir sig á raforku til þess að geta starfað. Allt frá hinu stærsta niður í hið smæsta í okkar lífi er háð því að fá afl. Á Íslandi erum við svo gæfusöm að eiga auðlindir sem hægt er að beisla til þess að framleiða þessa orku, sömuleiðis höfum við borið gæfu til að byggja framleiðsluna upp í orkufyrirtækjum sem almenningur bæði á og stýrir. Við í VG höfum alla tíð verið skýr með það að mestu skiptir í hvað orkan fer. Við höfum talað um að það þurfi að forgangsraða orkuöflun næstu ára og áratuga í innlend orkuskipti, og til heimila og fyrirtækja. Þar þurfum við að vera með skýra sýn, raunsæ um að afla þurfi orku en um leið standa traustan vörð um íslenska náttúru og gæta að því að ávallt sé fjallað um virkjanakosti á faglegan hátt í vönduðu ferli. Við látum ekki íhaldið komast upp með að jafn ómerkilegan blekkingarleik og að misnota hugtök á borð við græna orku eða orkuskort í þágu peningaaflanna! Við gjöldum varhug við því að einkaaðilar verði umsvifamiklir í framleiðslu á raforku til útflutnings og stöndum fast á því að framleiðslan verði áfram í höndum fyrirtækja í opinberri eigu. Og við gjöldum sérstökum varhug við þeirri þróun sem á sér stað nú, að einkaaðilar eru með stórkarlaleg áform um uppbyggingu vindorku út um allt land. Fleiri þúsund megawött í uppsettu afli, fjórar, fimm Kárahnjúkavirkjanir. Við teljum að það þurfi skýra sýn um vindorku og hún getur ekki verið sú að það eigi að troða vindmyllu hvar sem það blæs ef að kapítalisti vill græða pening. Loftslagsmál Góðir félagar, síðasta ár braut öll fyrri met um meðalhita. En árið í ár gæti orðið ennþá hlýrra. Samkvæmt tilteknum mælikvörðum höfum við þegar farið upp í 1,5° hlýnun, hlýnunina sem Parísarsáttmálinn átti að tryggja að við myndum halda okkur innan. Á átta árum! Í þessari hlýnun felast hamfarir og við sjáum þess merki. Við sjáum birtast rannsóknir sem tengja breytt göngumynstur loðnu við hlýnun í hafinu. Við sjáum sífrera í fjöllum bráðna og þar með hlíðar sem áður þóttu útreiknanlegar eða traustar verða óstöðugar. Ég, sem ráðherra samgangna og byggðamála, sé hverslags áskorun það verður fyrir okkur að aðlaga samgöngukerfið og byggðirnar að breyttu veðurfari. Við Íslendingar búum að hitaveitu og góðum orkulindum en erum ekki að gera nóg í þessum málum, hvorki í aðlögun né í því að draga úr losun. Það eru fáar, ef nokkrar, þjóðir að standa sig nógu vel. En við megum ekki missa móðinn, við megum ekki leggja árar í bát. Við eigum og verðum að standa okkar plikt, við megum ekki skilja þetta risastóra verkefni eftir fyrir framtíðarkynslóðir, börnin okkar og barnabörnin. Það eru kapítalisminn og neysluhyggjan sem skapa ógnina, og við þurfum að leiða þá umræðu að lifnaðarhættir og áherslur okkar sem samfélag þarf að endurskoða. Breið forysta margra radda Góðir félagar, sem formaður mun ég leggja áherslu á að hlusta. Síðustu mánuði hef ég hitt fjölmargt fólk og heyrt í mörgum. Raddir ykkar í þeim samtölum höfðu mikil áhrif á mig og krafturinn og sýnin sem þar birtust þurfa að sjást víðar. Ég vil sjá breiða forystusveit hjá VG, sveit sem endurspeglar þann veruleika að við erum grasrótarhreyfing. Súrefni okkar í stjórnmálum kemur frá ykkur, kæru félagar. Pólitík félagshyggjuflokks má aldrei staðna, hún þarf sífellt að endurskoða og stöðugt að móta. Vinstriflokkur verður að gæta að því að verða ekki hluti af hinum ráðandi öflum og leita samstöðu sem víðast. Að gleyma aldrei að þó að við tökum þátt í ríkisstjórnum erum við hreyfing, með rætur í róttækri baráttu fátæks fólks fyrir betra samfélagi. Það gerum við best með breiðri forystu og með góðum, sterkum og skipulegum tengslum við verkalýðshreyfinguna og önnur félagsleg öfl. Miklir möguleikar í snúinni stöðu Góðir félagar, fylgi okkar í síðustu Gallup-könnun var innan við 5%, ekki nóg til að skila okkur þingsæti á Alþingi ef gengið væri til kosninga á morgun. Það er veruleikinn og verulega snúin staða. En í stöðunni er fullt af möguleikum og við finnum orkuna á þessum fundi. Við finnum kraftinn. Við finnum að við eigum fullt erindi og erindið er brýnt! Við finnum að á tímum þar sem stjórnmálin eru að breytast, flokkar eru að færa sig til á ásnum frá vinstri til hægri, er pláss fyrir sterka vinstri rödd sem talar máli félagshyggju, mannréttinda, sókn til friðar og náttúruverndar. Það er uppi hægri bylgja í stjórnmálum, við sjáum Samfylkinguna hliðrast til hægri, að miðjunni, og yfir hana jafnvel á sumum sviðum. Við sjáum líka flokk sem kennir sig við miðjuna færa sig og taka sér stöðu hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn. Flokkarnir þoka sér frá góðum málsstað og til verður nýtt landslag þar sem hlutskipti okkar og hlutverk verða mikilvægari en kannski nokkru sinni fyrr. Lýðræðisleg uppbygging og fjölbreyttar raddir Það er mikið verk að vinna næstu mánuði. Við þurfum að gera okkur tilbúin, það erum við ekki í dag. Við heyrum ákallið um breytingar og við ætlum að bregðast við því. En ég heyri líka það sem er sagt hér í dag, það sem var sagt í gærkvöldi um uppbyggingu hreyfingarinnar. Um mikilvægi fjölbreyttra radda og að hlusta eftir þeim. Hlusta eftir því sem er verið að segja. Tala saman og halda því til haga að hvert einasta okkar skiptir máli. Ég mun á næstu vikum funda með kjördæmisráðum og fara um landið. Við þurfum að tala saman, finna fólk á lista og skýra kosningaáherslur og móta plan. Verkefni okkar allra En um leið þurfum við að trúa á okkur sjálf. Skammast okkar ekki fyrir það sem við erum og höfum komið til leiðar. VG hefur alltaf verið spáð illu gengi, af fjölmiðlum, af greinendum, af andstæðingum okkar. Á okkur hefur verið ráðist úr öllum áttum. Að nú muni VG þurrkast út. Að nú sé erindi okkar lokið. En allir þessir sérfræðingar og þessir greinendur hafa haft rangt fyrir sér og tíminn hefur alltaf verið okkar megin, leitt annað í ljós. Við erum flokkur sem fór í ríkisstjórn til þess að taka til eftir hrunið 2008. Við erum flokkur sem leiddi ríkisstjórn í gegnum erfiða tíma, aftur og aftur – í gegnum heimsfaraldur, í gegnum náttúruhamfarir og alls konar óáran utan úr heimi. Nú erum við flokkur sem leggur áherslu á árangur á næstu mánuðum, í málum sem varða gagnsæi og réttlæti í atvinnulífi, í húsnæðismálum og í samgöngumálum, í öllu sem lýtur að almannaþjónustu og málefnum innflytjenda og fatlaðs fólks. Þetta eru verkefnin fyrir okkur sem sitjum á þingi, að berjast áfram fyrir hugsjónirnar og fyrir betra samfélagi. Framtíð VG er björt Framtíðin er björt ef við látum til okkar taka næstu vikur, næstu mánuði, næstu misseri. Það er verkefni okkar allra sem hér erum, að tala af þrótti og krafti út á við og áfram veginn. Þannig verður okkar erindi skýrt og framtíð VG björt. Við erum mætt og við erum í stuði!
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent