Frá Félagi hafnarverkamanna á Íslandi Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar 7. október 2024 08:45 Enn og aftur er Félag Hafnarverkamanna að fara fyrir félagsdóm, en næstkomandi mánudag verður fyrirtaka í máli okkar gegn SA fyrir hönd Eimskips og ASÍ fyrir hönd Eflingar. Þetta er í þriðja skiptið á tveimur árum sem FHVI fer fyrir félagsdóm til að fá úrskurð í sínum málum. Nú er það vegna þess að SA segir að það sé forgangsréttur á höfninni og Efling hafi í raun einkarétt á störfum á svæðinu og að ekki sé leyfilegt að semja við önnur félög. Þetta telur stjórn FHVI vera brot á félagafrelsi og algjörlega óásættanlegt miðað við þá stöðu sem Félag Hafnarverkamanna er í núna. SA neitar að semja við félagsmenn FHVI þar sem Efling sé með forgangsréttar ákvæði. Félagsmenn FHVI hafa verið mjög þolinmóðir og beðið eftir samningi við Eimskip, en ekki fengið, og núna er önnur töf á því að fá samning eða bara viðræður um samning. Þetta sýnir félagsmönnum FHVI að Eimskip er einungis að hugsa um sjálft sig en ekki starfsmenn sína. Starfsmenn eru nú þegar farnir að ræða um aðgerðir milli sín hvað hægt er að gera til að sýna stjórn og eigendum Eimskips að þeim sé alvara. Það eina sem félagsmenn vilja er að Eimskip viðurkenni tilvist þeirra félags og að samningsrétturinn sé hjá þeim, og að Eimskip muni nú setjast niður og semja við þá. Félag Hafnarverkamanna á Íslandi stendur fast á sínu og leggur áherslu á mikilvægi þess að virða félagafrelsi og rétt allra starfsmanna til að velja sér stéttarfélag. Við trúum því að samstaða og samvinna séu lykilatriði í að ná sanngjörnum og réttlátum samningum sem tryggja betri starfsskilyrði fyrir alla hafnarverkamenn. Við hvetjum alla félagsmenn okkar til að standa saman á þessum krefjandi tímum og sýna samstöðu í baráttunni fyrir réttindum okkar. Með sameinuðum krafti getum við náð fram breytingum sem munu hafa jákvæð áhrif á framtíð okkar og framtíð komandi kynslóða hafnarverkamanna. Við vonumst til að Eimskip sjái mikilvægi þess að eiga uppbyggileg samskipti og vonum að við getum náð farsælum samningum sem gagnast öllum aðilum. Við erum staðráðin í að halda áfram að berjast fyrir réttindum okkar og munum ekki láta deigan síga fyrr en markmiðum okkar hefur verið náð. Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Hafnarmál Eimskip Tengdar fréttir Er verkalýðsbarátta á Íslandi að hnigna? Verkalýðsbarátta hefur lengi verið hornsteinn í íslenskri samfélagsgerð, þar sem verkalýðsfélög hafa barist fyrir betri kjörum, réttindum og vinnuaðstæðum fyrir launafólk. 17. september 2024 13:03 Barátta hafnarverkamanna á Íslandi: Átök við Eimskip Undanfarin þrjú ár hafa hafnarverkamenn á Íslandi staðið í harðri baráttu við Eimskip, eitt af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, og Eflingu. Baráttan hefur snúist um réttindi og kjör verkamanna, þar sem Eimskip hefur enn ekki samið við Félag hafnarverkamanna á Íslandi. Þessi átök hafa verið flókin og margþætt, þar sem ýmsir aðilar hafa komið að málum. 27. ágúst 2024 11:02 Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Sjá meira
Enn og aftur er Félag Hafnarverkamanna að fara fyrir félagsdóm, en næstkomandi mánudag verður fyrirtaka í máli okkar gegn SA fyrir hönd Eimskips og ASÍ fyrir hönd Eflingar. Þetta er í þriðja skiptið á tveimur árum sem FHVI fer fyrir félagsdóm til að fá úrskurð í sínum málum. Nú er það vegna þess að SA segir að það sé forgangsréttur á höfninni og Efling hafi í raun einkarétt á störfum á svæðinu og að ekki sé leyfilegt að semja við önnur félög. Þetta telur stjórn FHVI vera brot á félagafrelsi og algjörlega óásættanlegt miðað við þá stöðu sem Félag Hafnarverkamanna er í núna. SA neitar að semja við félagsmenn FHVI þar sem Efling sé með forgangsréttar ákvæði. Félagsmenn FHVI hafa verið mjög þolinmóðir og beðið eftir samningi við Eimskip, en ekki fengið, og núna er önnur töf á því að fá samning eða bara viðræður um samning. Þetta sýnir félagsmönnum FHVI að Eimskip er einungis að hugsa um sjálft sig en ekki starfsmenn sína. Starfsmenn eru nú þegar farnir að ræða um aðgerðir milli sín hvað hægt er að gera til að sýna stjórn og eigendum Eimskips að þeim sé alvara. Það eina sem félagsmenn vilja er að Eimskip viðurkenni tilvist þeirra félags og að samningsrétturinn sé hjá þeim, og að Eimskip muni nú setjast niður og semja við þá. Félag Hafnarverkamanna á Íslandi stendur fast á sínu og leggur áherslu á mikilvægi þess að virða félagafrelsi og rétt allra starfsmanna til að velja sér stéttarfélag. Við trúum því að samstaða og samvinna séu lykilatriði í að ná sanngjörnum og réttlátum samningum sem tryggja betri starfsskilyrði fyrir alla hafnarverkamenn. Við hvetjum alla félagsmenn okkar til að standa saman á þessum krefjandi tímum og sýna samstöðu í baráttunni fyrir réttindum okkar. Með sameinuðum krafti getum við náð fram breytingum sem munu hafa jákvæð áhrif á framtíð okkar og framtíð komandi kynslóða hafnarverkamanna. Við vonumst til að Eimskip sjái mikilvægi þess að eiga uppbyggileg samskipti og vonum að við getum náð farsælum samningum sem gagnast öllum aðilum. Við erum staðráðin í að halda áfram að berjast fyrir réttindum okkar og munum ekki láta deigan síga fyrr en markmiðum okkar hefur verið náð. Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna.
Er verkalýðsbarátta á Íslandi að hnigna? Verkalýðsbarátta hefur lengi verið hornsteinn í íslenskri samfélagsgerð, þar sem verkalýðsfélög hafa barist fyrir betri kjörum, réttindum og vinnuaðstæðum fyrir launafólk. 17. september 2024 13:03
Barátta hafnarverkamanna á Íslandi: Átök við Eimskip Undanfarin þrjú ár hafa hafnarverkamenn á Íslandi staðið í harðri baráttu við Eimskip, eitt af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, og Eflingu. Baráttan hefur snúist um réttindi og kjör verkamanna, þar sem Eimskip hefur enn ekki samið við Félag hafnarverkamanna á Íslandi. Þessi átök hafa verið flókin og margþætt, þar sem ýmsir aðilar hafa komið að málum. 27. ágúst 2024 11:02
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun