JL húsið og að éta það sem úti frýs… Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar 7. október 2024 12:03 Góður vinur minn var nýlega búinn að flytja til Grindavíkur þegar jarðhræðingar hófust og eldgosið hófst. Hann ásamt fjölskyldu sinni og íbúum Grindavíkur, þurftu að flýja heimilin sín í snatri. Vikur liðu, mánuðir og í ljós kom að Grindvíkingar voru ekki að fara heim aftur. Vinur minn og fjölskylda lentu á algjörum hrakhólum. Þau fengu inni hjá ættingjum fyrstu dagana þegar eldsumbrotin hófust. Þeirra gististaðir voru m.a. þessir; Sumarbústaður í Grímsnesinu þar sem þau þurftu að keyra á milli til Reykjavíkur vegna vinnu, svefnsófinn hjá frændfólki og skipta sér upp með gistingu, pabbinn með strákana og mamman með dóttur þeirra. Það tók þau marga mánuði að fá aðstoð frá yfirvöldum sem settu upp kaffistofu til að vonast til að það myndi leysa líðan þeirra. Yfirvöld höfðu fá úrræði í fyrstu og fjölskyldunni leið eins og þau væru flóttamenn í eigin landi. Frú Ragnheiður, verkefni Rauða krossins sem er skaðaminnkandi úrræði fyrir fólk í mikilli neyslu og er heimilislaust, sendir reglulega frá sér tilkynningu um að þeim vanti tjöld, svefnpoka og teppi. Skjólstæðingar þeirra þurfa þetta. Fólk sem sefur úti og á ekki heimili. Gistiskýli Reykjavíkurborgar er yfirfullt og þarf oft að vísa mönnum þaðan burt vegna plássleysis. Þeirra sem ekki fá inni bíða ruslageymslur, bílastæðahús, húsaskot og annað sem næturstaður þeirra þá nóttina. Að morgni – ef þeir lifa nóttina af – takast þeir á við aðra áskorun og lífsins baráttu. Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík. Konukot hefur gistirými fyrir 12 konur, sem er fyrir löngu sprungið og orðið óíbúðarhæft. En þar gista oftast hátt í 30 konur í einu. Úrræðið er lokað á daginn og aðeins gisting yfir nóttina. Að morgni þurfa konur að fara út í harkið í öllum veðráttum. Við JL húsið er nú verið að setja upp íbúðarkjarna fyrir 400 hælisleitendur. Í kjarnanum, sem verið er að taka í gegn eru m.a. fjölskylduherbergi. Á staðnum verður allt til alls og öryggisgæsla allan sólarhringinn. Hælisleitendur fá herbergi sér að kostnaðarlausu sem auk þess eru á framfærslu frá ríkinu. Kostnaður við húsnæðisúrræði fyrir hælisleitendur nam tæplega fimm milljörðum króna árið 2023 og áætlaður kostnaður fyrir þetta ár er tæplega 4,7 milljarðar samkvæmt upplýsingum sem félagsmálaráðherra hefur látið hafa eftir sér. Og hann vill bæta í enn meira. Hann vill auka við þessa upphæð og telur að kostnaðurinn fari í 32 milljarða. Á meðan þessi gjörningur ráðherra og ríkisstjórnarinnar er gerður þá þurfa konurnar í Konukoti að sofa á dýnum í hornum í Konukoti og vera farnar út á morgnana. Menn sem fá ekki inn í Gistiskýlið sofa í sorpgeymslum. Frú Ragnheiður lætur skjólstæðinga sína fá tjald, teppi og svefnpoka. Vinur minn í Grindavík er enn að berjast við að reyna kaupa sér íbúð í trylltu umhverfi fasteignamarkaðarins. Hann leigir íbúð núna – með aðstoð frá ríkinu – sem loksins greip fólkið frá Grindavík. Á meðan renna 32 milljarðar (þrjátíu og tvö þúsund milljónir) í hælisleitendur sem streyma hér inn í kerfið á Íslandi. Á meðan má í raun með skilaboðum yfirvalda segja; Íslendingar mega éta það sem úti frýs! Lýðræðisflokkurinn ætlar að taka þennan kapal núverandi ríkisstjórnar og málefni hælisleitenda og henda í burtu spilunum. Ný spil verða lögð á borðið og tímabundin lokun á landamærum gerð, eftirlit hert enn frekar, aukið í lið lögreglu, landamærvarða og tollgæslu. Krafist verður vegabréfsáritunar og kerfi sett upp til að stöðva flæði fólks. Engir hælisleitendur til landsins í bili – á meðan verið er að leysa innviðavanda landsins og byggja það upp á nýtt. Hundruð milljarðar hafa farið í þennan málaflokk og nú þarf að stöðva þessa þvælu. Höfundur er í stjórn Lýðræðisflokksins og er annt um Íslendinga og íslenskt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Lýðræðisflokkurinn Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi. Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Góður vinur minn var nýlega búinn að flytja til Grindavíkur þegar jarðhræðingar hófust og eldgosið hófst. Hann ásamt fjölskyldu sinni og íbúum Grindavíkur, þurftu að flýja heimilin sín í snatri. Vikur liðu, mánuðir og í ljós kom að Grindvíkingar voru ekki að fara heim aftur. Vinur minn og fjölskylda lentu á algjörum hrakhólum. Þau fengu inni hjá ættingjum fyrstu dagana þegar eldsumbrotin hófust. Þeirra gististaðir voru m.a. þessir; Sumarbústaður í Grímsnesinu þar sem þau þurftu að keyra á milli til Reykjavíkur vegna vinnu, svefnsófinn hjá frændfólki og skipta sér upp með gistingu, pabbinn með strákana og mamman með dóttur þeirra. Það tók þau marga mánuði að fá aðstoð frá yfirvöldum sem settu upp kaffistofu til að vonast til að það myndi leysa líðan þeirra. Yfirvöld höfðu fá úrræði í fyrstu og fjölskyldunni leið eins og þau væru flóttamenn í eigin landi. Frú Ragnheiður, verkefni Rauða krossins sem er skaðaminnkandi úrræði fyrir fólk í mikilli neyslu og er heimilislaust, sendir reglulega frá sér tilkynningu um að þeim vanti tjöld, svefnpoka og teppi. Skjólstæðingar þeirra þurfa þetta. Fólk sem sefur úti og á ekki heimili. Gistiskýli Reykjavíkurborgar er yfirfullt og þarf oft að vísa mönnum þaðan burt vegna plássleysis. Þeirra sem ekki fá inni bíða ruslageymslur, bílastæðahús, húsaskot og annað sem næturstaður þeirra þá nóttina. Að morgni – ef þeir lifa nóttina af – takast þeir á við aðra áskorun og lífsins baráttu. Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík. Konukot hefur gistirými fyrir 12 konur, sem er fyrir löngu sprungið og orðið óíbúðarhæft. En þar gista oftast hátt í 30 konur í einu. Úrræðið er lokað á daginn og aðeins gisting yfir nóttina. Að morgni þurfa konur að fara út í harkið í öllum veðráttum. Við JL húsið er nú verið að setja upp íbúðarkjarna fyrir 400 hælisleitendur. Í kjarnanum, sem verið er að taka í gegn eru m.a. fjölskylduherbergi. Á staðnum verður allt til alls og öryggisgæsla allan sólarhringinn. Hælisleitendur fá herbergi sér að kostnaðarlausu sem auk þess eru á framfærslu frá ríkinu. Kostnaður við húsnæðisúrræði fyrir hælisleitendur nam tæplega fimm milljörðum króna árið 2023 og áætlaður kostnaður fyrir þetta ár er tæplega 4,7 milljarðar samkvæmt upplýsingum sem félagsmálaráðherra hefur látið hafa eftir sér. Og hann vill bæta í enn meira. Hann vill auka við þessa upphæð og telur að kostnaðurinn fari í 32 milljarða. Á meðan þessi gjörningur ráðherra og ríkisstjórnarinnar er gerður þá þurfa konurnar í Konukoti að sofa á dýnum í hornum í Konukoti og vera farnar út á morgnana. Menn sem fá ekki inn í Gistiskýlið sofa í sorpgeymslum. Frú Ragnheiður lætur skjólstæðinga sína fá tjald, teppi og svefnpoka. Vinur minn í Grindavík er enn að berjast við að reyna kaupa sér íbúð í trylltu umhverfi fasteignamarkaðarins. Hann leigir íbúð núna – með aðstoð frá ríkinu – sem loksins greip fólkið frá Grindavík. Á meðan renna 32 milljarðar (þrjátíu og tvö þúsund milljónir) í hælisleitendur sem streyma hér inn í kerfið á Íslandi. Á meðan má í raun með skilaboðum yfirvalda segja; Íslendingar mega éta það sem úti frýs! Lýðræðisflokkurinn ætlar að taka þennan kapal núverandi ríkisstjórnar og málefni hælisleitenda og henda í burtu spilunum. Ný spil verða lögð á borðið og tímabundin lokun á landamærum gerð, eftirlit hert enn frekar, aukið í lið lögreglu, landamærvarða og tollgæslu. Krafist verður vegabréfsáritunar og kerfi sett upp til að stöðva flæði fólks. Engir hælisleitendur til landsins í bili – á meðan verið er að leysa innviðavanda landsins og byggja það upp á nýtt. Hundruð milljarðar hafa farið í þennan málaflokk og nú þarf að stöðva þessa þvælu. Höfundur er í stjórn Lýðræðisflokksins og er annt um Íslendinga og íslenskt samfélag.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun