„Þú hugsar bara: Hver var skotinn?” Lovísa Arnardóttir skrifar 8. október 2024 07:02 Leandro Mulinari segir kirkjur, moskur og samkomuhús skipta miklu máli þegar fólk glímir við afleiðingar skotárása. Vísir/Vilhelm Leandro Mulinari afbrotafræðingur frá Svíþjóð segir hlutverk borgaralegra samtaka vanmetið þegar kemur að ofbeldi í litlum samfélögum. Það verði að styrkja hlutverk þeirra. Það sé ekki nóg að skoða hvar og hvenær ofbeldið eigi sér stað heldur líka hvaða áhrif það hefur og hver gæti verið ástæðan. Mulinari hefur rannsakað orsök og afleiðingar ofbeldisöldu í hverfinu Järva í Stokkhólmi. Frá 2019 til 2022 voru skráðar þar 71 skotárásir. Mulinari var gestur á ráðstefnunni Storbyens hjerte og smerte eða Hjarta og sársauki stórborgarinnar í Reykjavík sem haldin var nýlega. Á ráðstefnunni var fjallað um velferð barna og ungs fólks og var yfirskriftin í ár Stronger together eða sterkari saman þar sem samfélag, samvinna og skuldbinding verða í fyrirrúmi. Tíu borgir á Norðurlöndum hafi verið í samstarfi um velferð barna og ungs fólks í 30 ár. Mulinari vinnur hjá Folkets Husby í Stokkhólmi sem er félagsheimili eða samkomuhús í hverfinu Järva sem er rekið af íbúum hverfisins. Samkomuhúsið opnaði árið 2016 en Mulinari hefur unnið með þeim frá 2022. Hann var fenginn til að rannsaka áhrif ofbeldis á hverfið og hvernig væri hægt að taka á því. „Ein af þeim áskorunum sem við tökumst á við í Svíþjóð eru banvænar skotárásir,“ sagði Mulinari á málþinginu í dag. Síðustu tíu árin hafi verið mikil fjölgun og sérstakur spírall í þeim árið 2022. Skotárásirnar hafi verið 71 frá 2019 til 2022 þar sem 17 voru banvænar og 22 tilraunir til manndráps. Tilvitnun í einn 16 ára dreng sem rætt var í rannsókn Mulinari.Vísir/Lovísa Mulinari segir að fyrir þennan tíma hafi mikið verið fjallað um ástandið í Malmö í Svíþjóð. Talað hafi verið um Malmö sem Chicago Svíþjóðar en morðtíðni hefur verið afar há þar um árabil. Hann segir síðasta árið hafa verið rólegt í Järva. „Það hefur verið rólegt í Järva síðustu mánuði en staðan er alvarleg.“ Hann segir ofbeldisbrotin að mestu framin af mjög litlum hópi unglingsstráka og það megi ekki gleyma því að flestir unglingsstrákar brjóta ekki af sér. Á sama tíma sé mikilvægt að viðurkenna að þó svo að hópurinn sé lítill sé hann margbrotinn. Það séu engar auðveldar lausnir við þessum vanda. Ef þær væru til hefði þegar verið gripið til þeirra. Mikil fátækt Þegar þetta sé skoðað sé mikilvægt að skoða það heildstætt. Sem dæmi búi fjórðungur barna í Järva við efnislega fátækt samkvæmt skýrslu samtakanna Save the Children í Svíþjóð frá árinu 2018. Svæðið er skilgreint sem viðkvæmt eða vandasamt af lögreglu sem hann segir undirstrika félagslega stöðu fólksins í Järva. Þá bendir hann á að í hverfinu hafi frá árinu 1970 tveir þriðju allra samkomustaða fólks horfið, skólarnir séu í samanburði við önnur hverfi ekki jafn góðir og það sé meira atvinnuleysi í hverfinu en í öðrum hverfum borgarinnar. Folkets Husby hafi opnað 2016 og sé því afskaplega mikilvægur staður. Mikill fjöldi sótti ráðstefnuna Hjerte og Smerte í Reykjavík.Vísir/Vilhelm „Fólk kemur þangað til að drekka kaffi og spjalla. Konur koma þangað til að halda óformlega fundi og seinni partinn fá nemendur aðstoð með heimalærdóm. Þetta er lifandi staður fyrir allt samfélagið,“ segir Mulinari. Hann segir að Folkets Husby hafi haft samband við hann árið 2020 og þau ákveðið að gera spurningakönnun til að reyna komast til botns að því af hverju fólk liði eins og það væri ekki öruggt í hverfinu. Niðurstöðurnar myndu gagnast samfélögunum og hægt væri að bregðast við vandamálinu. Stærsta vandamál spurningakannana sé sá að þau svari ekki sem könnunin hefur mest áhrif á. Í Järva sé til dæmis um 50 prósent kjörsókn í kosningum. Fari fólk ekki að kjósa sé enn ólíklegra að það taki þátt í spurningakönnun. Því hafi verið ákveðið að framkvæma bæði hefðbundna spurningakönnun og rýnihóp. Til að sækja gögnin fengu þau ungmenni í hverfinu til að standa úti með ipad-a. Leandro segir gögnin því geta verið með einhverja smá slagsíðu. Það sé líklegra að unga fólkið hafi talað við fólk á sínu reki. Niðurstöðurnar séu samt sem áður áhugaverðar. Langflestir með erlendan bakgrunn Alls svöruðu 580 spurningalistanum og var kynjaskiptingin nokkuð jöfn. Um 80 prósent þeirra sem svöruðu var ungt fólk og var 73 prósent þeirra með erlendan bakgrunn. Flestir voru frá Afríku sunnan Sahara, Miðausturlöndum eða Norður Afríku. Í könnuninni var til dæmis spurt hvort fólk þekkti einhvern sem hefði látist í skotárás í hverfinu sínu. Þar svöruðu 43 prósent játandi og 22 prósent sagði já, nokkra. Leandro segir mikilvægt að spyrja um skotárásir hvar þær eigi sér stað og hvenær til að skilja þær en einnig sé mikilvægt að spyrja út í áhrifin sem þær hafa á samfélagið sem þær eiga sér stað í. „Að skoða hvað gerist í samfélagi þar sem það er normaliserað að þekkja einhvern sem var skotinn í banvænni skotárás. Hvað gerist þar?“ spyr Leandro. Leandro Mulinari hefur unnið að rannsóknum sínum fyrir Folkets Husby í nokkur ár núna.Vísir/Vilhelm Í fyrirlestri sínum birti Leandro nokkrar tilvitnanir í ungmennin sem var talað við í könnuninni. Þar segir einn drengur að hann finni það í maganum þegar einhver er skotinn í hverfinu. „Það getur varað í nokkrar mínútur, í daga eða jafnvel vikur. Þar til þú kemst að því að þetta var einhver nákominn þér, einhver sem þú þekktir, hvort þetta hafi verið vinur. Þangað til þú veist. Þegar þú veist það geturðu róað þið niður og andað eðlilega.“ Drengurinn var þá spurður hvernig þessi tilfinning í maganum hefði áhrif á hann. „Það verður bara slæmt. Þú talar ekki mikið. Þú ert fastur … Þér hættir að vera sama. Þú situr aftast í kennslustofunni og heyrir ekkert. Þú hugsar bara: Hver var skotinn? Þú heyrir ekki hvað kennarinn er að segja og fylgist ekki með því sem er að gerast. Þú ert fastur í heilanum og í hugsunum þínum. Hver gæti það verið? Hver gæti það verið?“ Leandro segir þessar tilvitnanir sýna hvernig fólk tekur ofbeldið inn á sig. Hvernig það hefur áhrif á námsárangur og ýmsa þætti lífsins. Samfélagslögreglan mikilvæg Hann birti svo aðra tilvitnun sem er í konu en sonur nágranna hennar var skotinn. Hún segir að þegar það gerðist hafi allir verið miður sín. Nágrannar og foreldrar hafi safnast saman í garðinum. Þangað hafi komið fólk frá moskunni í hverfinu auk þess sem nokkrir lögreglumenn komu við. „Þeir hlustuðu á okkur tala þar til klukkan tvö um nóttina,“ sagði konan. Á myndinni er tilvitnun í konu sem rætt var við í rannsókn Mulinari um viðbrögð í nærsamfélagi hennar þegar sonur nágranna hennar var skotinn.Vísir/Lovísa Daginn eftir hafi svo fólk getað safnast saman í samkomuhúsi hverfisins. Þangað hafi öllum verið boðið að drekka te. „Það langaði engum að drekka te, en þeir opnuðu hjarta sitt og það skiptir öllu máli.“ Leandro segir þrennt mikilvægt koma fram í þessari tilvitnun. Mikilvægi samfélagslögreglu, samkomuhúsa og svo borgaralegra stofnanna eins og moskunnar. Í spurningakönnuninni hafi sem dæmi flestir sagst fá bestan eða mestan stuðning hjá til dæmis moskunni og hverfisstofnunum eins og knattspyrnufélögum. Þrátt fyrir mikilvægi sitt séu slíkar stofnanir oft hundsaðar í þessu samhengi og jafnvel minnkað það fjármagn sem til þeirra renna. Skotvopn Svíþjóð Reykjavík Tengdar fréttir Ekki í lífshættu eftir stunguárás í Austurbænum Maður um tvítugt sem var stunginn í brjóstkassann um helgina er ekki í lífshættu, en engu að síður með alvarlega áverka. 30. september 2024 10:58 Maðurinn sem var stunginn enn á sjúkrahúsi Maðurinn sem leitaði á bráðamóttöku í gær eftir að hafa verið stunginn í brjóstkassa er enn á sjúkrahúsi. Að öðru leyti liggja ekki fyrir frekari upplýsingar um líðan mannsins en málið er í rannsókn. 29. september 2024 12:16 Kona ákærð fyrir stunguárás í Mosfellsbæ Kona hefur verið ákærð fyrir stunguárás sem á að hafa átt sér stað í íbúð í Mosfellsbæ um nótt í apríl 2021. 26. september 2024 08:03 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Mulinari hefur rannsakað orsök og afleiðingar ofbeldisöldu í hverfinu Järva í Stokkhólmi. Frá 2019 til 2022 voru skráðar þar 71 skotárásir. Mulinari var gestur á ráðstefnunni Storbyens hjerte og smerte eða Hjarta og sársauki stórborgarinnar í Reykjavík sem haldin var nýlega. Á ráðstefnunni var fjallað um velferð barna og ungs fólks og var yfirskriftin í ár Stronger together eða sterkari saman þar sem samfélag, samvinna og skuldbinding verða í fyrirrúmi. Tíu borgir á Norðurlöndum hafi verið í samstarfi um velferð barna og ungs fólks í 30 ár. Mulinari vinnur hjá Folkets Husby í Stokkhólmi sem er félagsheimili eða samkomuhús í hverfinu Järva sem er rekið af íbúum hverfisins. Samkomuhúsið opnaði árið 2016 en Mulinari hefur unnið með þeim frá 2022. Hann var fenginn til að rannsaka áhrif ofbeldis á hverfið og hvernig væri hægt að taka á því. „Ein af þeim áskorunum sem við tökumst á við í Svíþjóð eru banvænar skotárásir,“ sagði Mulinari á málþinginu í dag. Síðustu tíu árin hafi verið mikil fjölgun og sérstakur spírall í þeim árið 2022. Skotárásirnar hafi verið 71 frá 2019 til 2022 þar sem 17 voru banvænar og 22 tilraunir til manndráps. Tilvitnun í einn 16 ára dreng sem rætt var í rannsókn Mulinari.Vísir/Lovísa Mulinari segir að fyrir þennan tíma hafi mikið verið fjallað um ástandið í Malmö í Svíþjóð. Talað hafi verið um Malmö sem Chicago Svíþjóðar en morðtíðni hefur verið afar há þar um árabil. Hann segir síðasta árið hafa verið rólegt í Järva. „Það hefur verið rólegt í Järva síðustu mánuði en staðan er alvarleg.“ Hann segir ofbeldisbrotin að mestu framin af mjög litlum hópi unglingsstráka og það megi ekki gleyma því að flestir unglingsstrákar brjóta ekki af sér. Á sama tíma sé mikilvægt að viðurkenna að þó svo að hópurinn sé lítill sé hann margbrotinn. Það séu engar auðveldar lausnir við þessum vanda. Ef þær væru til hefði þegar verið gripið til þeirra. Mikil fátækt Þegar þetta sé skoðað sé mikilvægt að skoða það heildstætt. Sem dæmi búi fjórðungur barna í Järva við efnislega fátækt samkvæmt skýrslu samtakanna Save the Children í Svíþjóð frá árinu 2018. Svæðið er skilgreint sem viðkvæmt eða vandasamt af lögreglu sem hann segir undirstrika félagslega stöðu fólksins í Järva. Þá bendir hann á að í hverfinu hafi frá árinu 1970 tveir þriðju allra samkomustaða fólks horfið, skólarnir séu í samanburði við önnur hverfi ekki jafn góðir og það sé meira atvinnuleysi í hverfinu en í öðrum hverfum borgarinnar. Folkets Husby hafi opnað 2016 og sé því afskaplega mikilvægur staður. Mikill fjöldi sótti ráðstefnuna Hjerte og Smerte í Reykjavík.Vísir/Vilhelm „Fólk kemur þangað til að drekka kaffi og spjalla. Konur koma þangað til að halda óformlega fundi og seinni partinn fá nemendur aðstoð með heimalærdóm. Þetta er lifandi staður fyrir allt samfélagið,“ segir Mulinari. Hann segir að Folkets Husby hafi haft samband við hann árið 2020 og þau ákveðið að gera spurningakönnun til að reyna komast til botns að því af hverju fólk liði eins og það væri ekki öruggt í hverfinu. Niðurstöðurnar myndu gagnast samfélögunum og hægt væri að bregðast við vandamálinu. Stærsta vandamál spurningakannana sé sá að þau svari ekki sem könnunin hefur mest áhrif á. Í Järva sé til dæmis um 50 prósent kjörsókn í kosningum. Fari fólk ekki að kjósa sé enn ólíklegra að það taki þátt í spurningakönnun. Því hafi verið ákveðið að framkvæma bæði hefðbundna spurningakönnun og rýnihóp. Til að sækja gögnin fengu þau ungmenni í hverfinu til að standa úti með ipad-a. Leandro segir gögnin því geta verið með einhverja smá slagsíðu. Það sé líklegra að unga fólkið hafi talað við fólk á sínu reki. Niðurstöðurnar séu samt sem áður áhugaverðar. Langflestir með erlendan bakgrunn Alls svöruðu 580 spurningalistanum og var kynjaskiptingin nokkuð jöfn. Um 80 prósent þeirra sem svöruðu var ungt fólk og var 73 prósent þeirra með erlendan bakgrunn. Flestir voru frá Afríku sunnan Sahara, Miðausturlöndum eða Norður Afríku. Í könnuninni var til dæmis spurt hvort fólk þekkti einhvern sem hefði látist í skotárás í hverfinu sínu. Þar svöruðu 43 prósent játandi og 22 prósent sagði já, nokkra. Leandro segir mikilvægt að spyrja um skotárásir hvar þær eigi sér stað og hvenær til að skilja þær en einnig sé mikilvægt að spyrja út í áhrifin sem þær hafa á samfélagið sem þær eiga sér stað í. „Að skoða hvað gerist í samfélagi þar sem það er normaliserað að þekkja einhvern sem var skotinn í banvænni skotárás. Hvað gerist þar?“ spyr Leandro. Leandro Mulinari hefur unnið að rannsóknum sínum fyrir Folkets Husby í nokkur ár núna.Vísir/Vilhelm Í fyrirlestri sínum birti Leandro nokkrar tilvitnanir í ungmennin sem var talað við í könnuninni. Þar segir einn drengur að hann finni það í maganum þegar einhver er skotinn í hverfinu. „Það getur varað í nokkrar mínútur, í daga eða jafnvel vikur. Þar til þú kemst að því að þetta var einhver nákominn þér, einhver sem þú þekktir, hvort þetta hafi verið vinur. Þangað til þú veist. Þegar þú veist það geturðu róað þið niður og andað eðlilega.“ Drengurinn var þá spurður hvernig þessi tilfinning í maganum hefði áhrif á hann. „Það verður bara slæmt. Þú talar ekki mikið. Þú ert fastur … Þér hættir að vera sama. Þú situr aftast í kennslustofunni og heyrir ekkert. Þú hugsar bara: Hver var skotinn? Þú heyrir ekki hvað kennarinn er að segja og fylgist ekki með því sem er að gerast. Þú ert fastur í heilanum og í hugsunum þínum. Hver gæti það verið? Hver gæti það verið?“ Leandro segir þessar tilvitnanir sýna hvernig fólk tekur ofbeldið inn á sig. Hvernig það hefur áhrif á námsárangur og ýmsa þætti lífsins. Samfélagslögreglan mikilvæg Hann birti svo aðra tilvitnun sem er í konu en sonur nágranna hennar var skotinn. Hún segir að þegar það gerðist hafi allir verið miður sín. Nágrannar og foreldrar hafi safnast saman í garðinum. Þangað hafi komið fólk frá moskunni í hverfinu auk þess sem nokkrir lögreglumenn komu við. „Þeir hlustuðu á okkur tala þar til klukkan tvö um nóttina,“ sagði konan. Á myndinni er tilvitnun í konu sem rætt var við í rannsókn Mulinari um viðbrögð í nærsamfélagi hennar þegar sonur nágranna hennar var skotinn.Vísir/Lovísa Daginn eftir hafi svo fólk getað safnast saman í samkomuhúsi hverfisins. Þangað hafi öllum verið boðið að drekka te. „Það langaði engum að drekka te, en þeir opnuðu hjarta sitt og það skiptir öllu máli.“ Leandro segir þrennt mikilvægt koma fram í þessari tilvitnun. Mikilvægi samfélagslögreglu, samkomuhúsa og svo borgaralegra stofnanna eins og moskunnar. Í spurningakönnuninni hafi sem dæmi flestir sagst fá bestan eða mestan stuðning hjá til dæmis moskunni og hverfisstofnunum eins og knattspyrnufélögum. Þrátt fyrir mikilvægi sitt séu slíkar stofnanir oft hundsaðar í þessu samhengi og jafnvel minnkað það fjármagn sem til þeirra renna.
Skotvopn Svíþjóð Reykjavík Tengdar fréttir Ekki í lífshættu eftir stunguárás í Austurbænum Maður um tvítugt sem var stunginn í brjóstkassann um helgina er ekki í lífshættu, en engu að síður með alvarlega áverka. 30. september 2024 10:58 Maðurinn sem var stunginn enn á sjúkrahúsi Maðurinn sem leitaði á bráðamóttöku í gær eftir að hafa verið stunginn í brjóstkassa er enn á sjúkrahúsi. Að öðru leyti liggja ekki fyrir frekari upplýsingar um líðan mannsins en málið er í rannsókn. 29. september 2024 12:16 Kona ákærð fyrir stunguárás í Mosfellsbæ Kona hefur verið ákærð fyrir stunguárás sem á að hafa átt sér stað í íbúð í Mosfellsbæ um nótt í apríl 2021. 26. september 2024 08:03 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Ekki í lífshættu eftir stunguárás í Austurbænum Maður um tvítugt sem var stunginn í brjóstkassann um helgina er ekki í lífshættu, en engu að síður með alvarlega áverka. 30. september 2024 10:58
Maðurinn sem var stunginn enn á sjúkrahúsi Maðurinn sem leitaði á bráðamóttöku í gær eftir að hafa verið stunginn í brjóstkassa er enn á sjúkrahúsi. Að öðru leyti liggja ekki fyrir frekari upplýsingar um líðan mannsins en málið er í rannsókn. 29. september 2024 12:16
Kona ákærð fyrir stunguárás í Mosfellsbæ Kona hefur verið ákærð fyrir stunguárás sem á að hafa átt sér stað í íbúð í Mosfellsbæ um nótt í apríl 2021. 26. september 2024 08:03