Greint var frá ákvörðun sænsku Nóbelsnefndarinnar nú í morgun. Í rökstuðningi nefndarinnar kom fram að uppgötvunin hefði grundvallarþýðingu fyrir hvernig lífverur þróast og starfa. MiRNA eða míkró-RNA eru örstuttar ríbósakjarnsýrur (RNA) sem stjórna genatjáningu og eru lykilstjórnsameindir í frumum.
This year’s #NobelPrize in Physiology or Medicine honours two scientists for their discovery of a fundamental principle governing how gene activity is regulated. They discovered microRNA, a new class of tiny RNA molecules that play a crucial role in gene regulation. pic.twitter.com/EfCIrTGRnL
— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 7, 2024
Uppgötvunin varpaði þannig nýju ljósi á starfsemi gena í mannslíkamanum. Áður en míkró-RNA fannst töldu erfðafræðingar að prótín réði öllu í starfsemi fruma. Míkró-RNA hafa síðan reynst þýðingarmiklar fyrir þróun lífs, sérstaklega fjölfrumunga, þar á meðal mannkynsins.
Rannsóknir Ambros og Ruvkun veittu meðal annars innsýn í hvernig ákveðnar frumur nota erfðatáknmálið á sérhæfðan hátt, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.
Fréttin hefur verið uppfærð.