Það er enn tími… Svanhildur Bogadóttir skrifar 8. október 2024 07:02 Í dag ætti með réttu að fagna 70 ára afmæli Borgarskjalasafns Reykjavíkur, sem var stofnað 7. október 1954. Venjulega hefði verið haldið upp á það með sýningu, málþingi eða á annan hátt. Fregnir hafa ekki borist af því að það verði gert. Enda kannski ekki furða, þar sem meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur samþykkti þann 7. mars 2023 að leggja niður safnið með ellefu atkvæðum gegn tíu atkvæðum minnihlutans. Með þeirri ákvörðun varð Reykjavíkurborg eina höfuðborg Evrópu án eigin borgarskjalasafns. Skjöl safnsins verða flutt á Þjóðskjalasafn og öll verkefni færð til þess. Þar á meðal eru verðmæt einkaskjalasöfn sem borgarstjórar tóku á móti og lofuðu að yrðu trygg hjá Borgarskjalasafni, skjöl og fleira sem fólk arfleiddi safnið að í góðri trú sem og skjöl sem einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki komu til safnsins með þeim vilja að skjölin yrðu varðveitt á Borgarskjalasafni. Oft var um að ræða skjöl sem tengjast sögu Reykjavíkur með beinum hætti, svo sem skjöl íþróttafélaga í Reykjavík, félaga eins og Barnavinafélagið Sumargjöf og Bjarna Benediktssonar borgarstjóra og ráðherra. Þá eru ótalin skjöl borgarstofnana og borgarfyrirtækja. Safnið varðveitir líka einstakt ferðabókasafn sem því varð ánafnað. Með öðrum orðum, þá afsalar borgin sér því hlutverki og verkefnum sveitarfélaga sem koma fram í lögum um opinber skjalasöfn. Félagar erlendis eru orðlausir yfir þessu metnaðarleysi höfuðborgarinnar. Borgin treystir sér ekki að varðveita einkaskjöl sem Borgarskjalasafn hefur tekið á móti, skjöl stofnana og fyrirtækja borgarinnar, hafa eftirlit með skjalavörslu, kynna og afgreiða úr þeim lögum samkvæmt, þmt barnaverndarmál. Röksemdir voru að of dýrt væri að reka safnið en það kostaði á síðasta ári um 190 milljónir, sem var að mestu húsaleiga til borgarinnar sjálfrar og laun. KPMG var fengið til að vinna skýrslu um framtíðartilhögun safnsins og kom fram með ævintýralega háar upphæðir sem þyrfti til að reka safnið. Margfaldar þær upphæðir sem það það hefur fengið undanfarin ár. Áhugavert er að enginn aðili hjá borginni fór yfir tölur sem komu fram í skýrslu KPMG eða röksemdir þeirra. Enginn aðili hjá borginni fór yfir tölurnar með Borgarskjalasafni. Borgarskjalasafn skilaði ítarlegum athugasemdum við skýrsluna en þær voru ekki teknar til greina. Mikið lá á að taka ákvörðunina og átti upprunalega að taka hana á einum fundi. Það er með ólíkindum að hægt sé að taka slíka ákvörðun, sem hefur áhrif á fjölmarga aðila, án þess að farið sé yfir tölur og forsendur af fjármálasviði og að almenningur og hagsmunaaðilar hafi tækifæri til að senda inn athugasemdir og fá umræður um breytingarnar. Með breytingu á lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 sem voru samþykkar 22. júní sl. kom í ljós að fjárhagslegar forsendur fyrir ákvörðuninni eiga eftir að breytast mikið. Tilefni breytinganna voru ákvarðanir Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar um að leggja niður héraðsskjalasöfn sín. Þegar reyndi á þessar ákvarðanir kom í ljós að lög um opinber skjalasöfn voru ekki nægilega skýr, einkum er varðar gjaldtökuheimildir opinberra skjalasafna. Nú eiga öll sveitarfélög að bera kostnað af langtímavörslu skjala sinna, annað hvort með því að reka sjálf héraðsskjalasafn, að vera aðili að slíku safni, eða með því að afhenda skjöl til Þjóðskjalasafns og greiða fyrir vörsluna. Hingað til hefur Þjóðskjalasafni eingöngu verið gert kleift að taka gjald fyrir vörslu skjala sveitarfélaga en ekki fyrir aðra þjónustu sem safnið á að veita samkvæmt lögunum, svo sem ráðgjöf um skjalahald, eftirlit með því og miðlun gagna. Með skýrari gjaldtökuheimildum fyrir Þjóðskjalasafn er jafnræði sveitarfélaga um kostnað við langtímavörslu eigin skjala betur tryggt en fyrir breytingu laganna. Með öðrum orðum, þá verður enginn sparnaður af niðurlagningu Borgarskjalasafns, jafnvel aukinn kostnaður. Þjóðskjalasafn mun taka gjald fyrir hvert viðvik sem það framkvæmir. Það stefnir í að öll skjöl Reykjavíkur og Reykvíkinga allt frá sextándu öld verði send á Þjóðskjalasafn á næsta ári. Metnaðar – og virðingarleysið er algjört fyrir sögunni og því starfi sem hefur verið unnið á Borgarskjalasafni síðastliðin 70 ár. Það er þó ekki of seint að taka niðurlagninguna til baka. Höfundur er fyrrum borgarskjalavörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Í dag ætti með réttu að fagna 70 ára afmæli Borgarskjalasafns Reykjavíkur, sem var stofnað 7. október 1954. Venjulega hefði verið haldið upp á það með sýningu, málþingi eða á annan hátt. Fregnir hafa ekki borist af því að það verði gert. Enda kannski ekki furða, þar sem meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur samþykkti þann 7. mars 2023 að leggja niður safnið með ellefu atkvæðum gegn tíu atkvæðum minnihlutans. Með þeirri ákvörðun varð Reykjavíkurborg eina höfuðborg Evrópu án eigin borgarskjalasafns. Skjöl safnsins verða flutt á Þjóðskjalasafn og öll verkefni færð til þess. Þar á meðal eru verðmæt einkaskjalasöfn sem borgarstjórar tóku á móti og lofuðu að yrðu trygg hjá Borgarskjalasafni, skjöl og fleira sem fólk arfleiddi safnið að í góðri trú sem og skjöl sem einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki komu til safnsins með þeim vilja að skjölin yrðu varðveitt á Borgarskjalasafni. Oft var um að ræða skjöl sem tengjast sögu Reykjavíkur með beinum hætti, svo sem skjöl íþróttafélaga í Reykjavík, félaga eins og Barnavinafélagið Sumargjöf og Bjarna Benediktssonar borgarstjóra og ráðherra. Þá eru ótalin skjöl borgarstofnana og borgarfyrirtækja. Safnið varðveitir líka einstakt ferðabókasafn sem því varð ánafnað. Með öðrum orðum, þá afsalar borgin sér því hlutverki og verkefnum sveitarfélaga sem koma fram í lögum um opinber skjalasöfn. Félagar erlendis eru orðlausir yfir þessu metnaðarleysi höfuðborgarinnar. Borgin treystir sér ekki að varðveita einkaskjöl sem Borgarskjalasafn hefur tekið á móti, skjöl stofnana og fyrirtækja borgarinnar, hafa eftirlit með skjalavörslu, kynna og afgreiða úr þeim lögum samkvæmt, þmt barnaverndarmál. Röksemdir voru að of dýrt væri að reka safnið en það kostaði á síðasta ári um 190 milljónir, sem var að mestu húsaleiga til borgarinnar sjálfrar og laun. KPMG var fengið til að vinna skýrslu um framtíðartilhögun safnsins og kom fram með ævintýralega háar upphæðir sem þyrfti til að reka safnið. Margfaldar þær upphæðir sem það það hefur fengið undanfarin ár. Áhugavert er að enginn aðili hjá borginni fór yfir tölur sem komu fram í skýrslu KPMG eða röksemdir þeirra. Enginn aðili hjá borginni fór yfir tölurnar með Borgarskjalasafni. Borgarskjalasafn skilaði ítarlegum athugasemdum við skýrsluna en þær voru ekki teknar til greina. Mikið lá á að taka ákvörðunina og átti upprunalega að taka hana á einum fundi. Það er með ólíkindum að hægt sé að taka slíka ákvörðun, sem hefur áhrif á fjölmarga aðila, án þess að farið sé yfir tölur og forsendur af fjármálasviði og að almenningur og hagsmunaaðilar hafi tækifæri til að senda inn athugasemdir og fá umræður um breytingarnar. Með breytingu á lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 sem voru samþykkar 22. júní sl. kom í ljós að fjárhagslegar forsendur fyrir ákvörðuninni eiga eftir að breytast mikið. Tilefni breytinganna voru ákvarðanir Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar um að leggja niður héraðsskjalasöfn sín. Þegar reyndi á þessar ákvarðanir kom í ljós að lög um opinber skjalasöfn voru ekki nægilega skýr, einkum er varðar gjaldtökuheimildir opinberra skjalasafna. Nú eiga öll sveitarfélög að bera kostnað af langtímavörslu skjala sinna, annað hvort með því að reka sjálf héraðsskjalasafn, að vera aðili að slíku safni, eða með því að afhenda skjöl til Þjóðskjalasafns og greiða fyrir vörsluna. Hingað til hefur Þjóðskjalasafni eingöngu verið gert kleift að taka gjald fyrir vörslu skjala sveitarfélaga en ekki fyrir aðra þjónustu sem safnið á að veita samkvæmt lögunum, svo sem ráðgjöf um skjalahald, eftirlit með því og miðlun gagna. Með skýrari gjaldtökuheimildum fyrir Þjóðskjalasafn er jafnræði sveitarfélaga um kostnað við langtímavörslu eigin skjala betur tryggt en fyrir breytingu laganna. Með öðrum orðum, þá verður enginn sparnaður af niðurlagningu Borgarskjalasafns, jafnvel aukinn kostnaður. Þjóðskjalasafn mun taka gjald fyrir hvert viðvik sem það framkvæmir. Það stefnir í að öll skjöl Reykjavíkur og Reykvíkinga allt frá sextándu öld verði send á Þjóðskjalasafn á næsta ári. Metnaðar – og virðingarleysið er algjört fyrir sögunni og því starfi sem hefur verið unnið á Borgarskjalasafni síðastliðin 70 ár. Það er þó ekki of seint að taka niðurlagninguna til baka. Höfundur er fyrrum borgarskjalavörður.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar