Sjötta umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike hófst á mánudag þegar Þórsarar lögðu Rafík 2-0. Baráttan hélt síðan áfram á þriðjudagskvöld með einum leik þar sem Dusty og Ármann tókust á.
Talsverð spenna var í kringum viðureign liðanna enda hafa bæði barist í efri lögum deildarinnar og eins og kom fram í beinu útsendingunni í gær hefur löngum verið grunnt á því góða milli liðanna og einhver skeyti gengu á milli liðanna fyrir leik.
Þegar upp var staðið þurftu Ármenningar þó að kyngja 2-0 tapi og Dusty þar með aftur komið á topp deildarinnar með Þórsara á hælunum en bæði lið eru með 12 stig eftir leiki sína í umferðinni.
Ármann heldur enn 3. sætinu, í það minnsta fram á fimmtudagskvöld þegar umferðin klárast með leikjum ÍA og Hattar, botnslag Kano og Venus og leik Sögu og Veca, sem verður lýsti í beinni, en með sigri getur Veca rutt Ármanni úr þriðja sætinu.
