Enn varað við ofsaveðri en hreinsunarstörf hafin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. október 2024 11:30 Hreinsunarstarf er hafið á vesturströndinni, þar sem meðal annars er unnið að því að hreinsa vegi til að gera íbúum kleift að komast leiða sinna. AP/Tampa Bay Times/Chris Urso Fellibylurinn Milton er nú á leið út á Atlantshaf þar sem smám saman mun draga úr styrk hans. Hann gekk á land í Flórída í nótt sem þriðja stigs fellibylur og hefur valdið að minnsta kosti nokkrum dauðsföllum og miklu tjóni. Tveir eru sagðir hafa látist í samfélagi eftirlaunaþega í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylir fóru um. Yfir 100 viðvaranir voru gefnar út vegna hvirfilbylja á meðan Milton fór yfir en tölur eru á reiki varðandi hversu margir hafa verð staðfestir. Þeir eru taldir vera á bilinu sjö til nítján. 3,2 milljónir manna eru án rafmagns í Flórída, meðal annars vegna skemmda á raflínum og öðrum innviðum. Þá er fjöldi fólks án neysluvatns. Yfirvöld og viðbragðsaðilar eru að hefja mat á skemmdum í kjölfar fellibylsins en ljóst þykir að fjöldi heimila hafi eyðilagst. Þá liggja bifreiðar, bátar og tré eins og hráviði víða. „Fellibylurinn Milton er með þeim verstu stormum sem ég hef upplifað sem íbúi Flórída,“ hefur NBC eftir Brian Martin, íbúa í Casselberry í Seminole-sýslu. Hann segir marga án rafmagns og þá séu mörg tré við það að falla. Þakið fauk af leikvanginum Tropicana Field í St. Petersburg og þá féll byggingarkrani í borginni. Stormviðvaranir fyrir vesturströnd Flórída hafa verið felldar úr gildi en allir íbúar ríkisins eru hvattir til að fara að öllu með gát, ekki síst við strendurnar. Enn sé von á áhlaðanda. Allt að hálfur meter af regni hefur fallið á stöðum í ríkinu og víða flætt. Þá er enn hvasst víða á við austurströndina. Veðurfræðingar gera ráð fyrir að veður muni smám saman lægja á næstu klukkustundum. Bandaríkin Fellibylurinn Milton Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Tveir eru sagðir hafa látist í samfélagi eftirlaunaþega í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylir fóru um. Yfir 100 viðvaranir voru gefnar út vegna hvirfilbylja á meðan Milton fór yfir en tölur eru á reiki varðandi hversu margir hafa verð staðfestir. Þeir eru taldir vera á bilinu sjö til nítján. 3,2 milljónir manna eru án rafmagns í Flórída, meðal annars vegna skemmda á raflínum og öðrum innviðum. Þá er fjöldi fólks án neysluvatns. Yfirvöld og viðbragðsaðilar eru að hefja mat á skemmdum í kjölfar fellibylsins en ljóst þykir að fjöldi heimila hafi eyðilagst. Þá liggja bifreiðar, bátar og tré eins og hráviði víða. „Fellibylurinn Milton er með þeim verstu stormum sem ég hef upplifað sem íbúi Flórída,“ hefur NBC eftir Brian Martin, íbúa í Casselberry í Seminole-sýslu. Hann segir marga án rafmagns og þá séu mörg tré við það að falla. Þakið fauk af leikvanginum Tropicana Field í St. Petersburg og þá féll byggingarkrani í borginni. Stormviðvaranir fyrir vesturströnd Flórída hafa verið felldar úr gildi en allir íbúar ríkisins eru hvattir til að fara að öllu með gát, ekki síst við strendurnar. Enn sé von á áhlaðanda. Allt að hálfur meter af regni hefur fallið á stöðum í ríkinu og víða flætt. Þá er enn hvasst víða á við austurströndina. Veðurfræðingar gera ráð fyrir að veður muni smám saman lægja á næstu klukkustundum.
Bandaríkin Fellibylurinn Milton Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira