Skrepp í skimun, október tími umhugsunar Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir skrifa 10. október 2024 13:03 Forvarnir og skimun gegn krabbameinum er eitt stærsta lýðheilsuverkefni sem sett hefur verið á laggirnar hérlendis. Nýgengi krabbameina hefur aukist frá því skráningar hófust fyrir 70 árum. Ýmsar skýringar liggja þar að baki, meðal annars aukinn mannfjöldi, aukin krabbameinsáhætta, hækkandi meðalaldur þjóðar, skimanir og bætt greiningartækni. Tilgangur skimunar fyrir krabbameini er að bjarga mannslífum, draga úr nýgengi (tíðni) og dánartíðni af völdum ákveðinna tegunda krabbameina. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna og rannsóknir sýna að regluleg skimun fyrir brjóstakrabbameini getur lækkað dánartíðni vegna sjúkdómsins um 20%. Gjald fyrir brjóstaskimun fer í 500 kr. Það er verulegt áhyggjuefni að dregið hefur úr þátttöku kvenna í skimunum, bæði fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini. Þetta á við um alla aldurshópa þó mest í yngsta aldurshópnum, þá eru konur í hópi innflytjenda síður líklegar til að mæta í skimun en aðrar. Ástæður sem nefndar eru sem hindrun fyrir að mæta í skimun eru of hátt verð og að þurfa að taka frí frá vinnu til að mæta. Nú hefur heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, ákveðið að mæta gagnrýni um að kostnaður við skimun dragi úr vilja kvenna til að mæta og brjóstaskimun mun því aðeins kosta 500 krónur frá og með 14. október n.k. Það jafn mikið og konur greiða fyrir leghálsskimun hjá heilsugæslunni. Atvinnurekendur með í átakið Konur eiga rétt á fríi úr vinnu til að mæta í skimun það er ástæða til að atvinnurekendur komi með í átakið „skrepp í skimun“ Það er ánægjulegt að sjá að Félag kvenna í atvinnulífinu taki höndum saman með Krabbameinsfélaginu í árlegri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein. Vinnustaðir þurfa líka að sýna sveigjanleika, sér í lagi úti á landi þar sem brjóstaskimun stendur aðeins yfir í nokkra daga í einu í hverjum landshluta. Þá þarf að koma á móts við konur sem ferðast milli staða til að sækja skimun sem oft þýðir 2-4 klukkustundir frá vinnu. Þegar um stóra kvennavinnustaði er að ræða er mikilvægt að skipuleggja vinnuna þessa daga þannig að svigrúm myndist til að skreppa frá. Það er allra hagur að fylgst sé reglulega með heilsufari á vinnustöðum, skimun fyrir krabbameini er einn liður í því. Sýnum kærleik og minnum konur á að mæta, á vinnustöðum, innan fjölskyldna og vinahópa. Það er mikilvægt. Höfundar eru þingmenn Framsóknar og nefndarmenn í velferðarnefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokkurinn Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Forvarnir og skimun gegn krabbameinum er eitt stærsta lýðheilsuverkefni sem sett hefur verið á laggirnar hérlendis. Nýgengi krabbameina hefur aukist frá því skráningar hófust fyrir 70 árum. Ýmsar skýringar liggja þar að baki, meðal annars aukinn mannfjöldi, aukin krabbameinsáhætta, hækkandi meðalaldur þjóðar, skimanir og bætt greiningartækni. Tilgangur skimunar fyrir krabbameini er að bjarga mannslífum, draga úr nýgengi (tíðni) og dánartíðni af völdum ákveðinna tegunda krabbameina. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna og rannsóknir sýna að regluleg skimun fyrir brjóstakrabbameini getur lækkað dánartíðni vegna sjúkdómsins um 20%. Gjald fyrir brjóstaskimun fer í 500 kr. Það er verulegt áhyggjuefni að dregið hefur úr þátttöku kvenna í skimunum, bæði fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini. Þetta á við um alla aldurshópa þó mest í yngsta aldurshópnum, þá eru konur í hópi innflytjenda síður líklegar til að mæta í skimun en aðrar. Ástæður sem nefndar eru sem hindrun fyrir að mæta í skimun eru of hátt verð og að þurfa að taka frí frá vinnu til að mæta. Nú hefur heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, ákveðið að mæta gagnrýni um að kostnaður við skimun dragi úr vilja kvenna til að mæta og brjóstaskimun mun því aðeins kosta 500 krónur frá og með 14. október n.k. Það jafn mikið og konur greiða fyrir leghálsskimun hjá heilsugæslunni. Atvinnurekendur með í átakið Konur eiga rétt á fríi úr vinnu til að mæta í skimun það er ástæða til að atvinnurekendur komi með í átakið „skrepp í skimun“ Það er ánægjulegt að sjá að Félag kvenna í atvinnulífinu taki höndum saman með Krabbameinsfélaginu í árlegri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein. Vinnustaðir þurfa líka að sýna sveigjanleika, sér í lagi úti á landi þar sem brjóstaskimun stendur aðeins yfir í nokkra daga í einu í hverjum landshluta. Þá þarf að koma á móts við konur sem ferðast milli staða til að sækja skimun sem oft þýðir 2-4 klukkustundir frá vinnu. Þegar um stóra kvennavinnustaði er að ræða er mikilvægt að skipuleggja vinnuna þessa daga þannig að svigrúm myndist til að skreppa frá. Það er allra hagur að fylgst sé reglulega með heilsufari á vinnustöðum, skimun fyrir krabbameini er einn liður í því. Sýnum kærleik og minnum konur á að mæta, á vinnustöðum, innan fjölskyldna og vinahópa. Það er mikilvægt. Höfundar eru þingmenn Framsóknar og nefndarmenn í velferðarnefnd Alþingis.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun