Banvænustu árásirnar í miðborg Beirút hingað til Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2024 23:09 Frá annarri loftárásinni í Beirút í kvöld. AP/Bilal Hussein Ísraelski herinn gerði í kvöld tvær banvænar loftárásir á Beirút, höfuðborg Líbanon. Heilbrigðisráðuneyti landsins segir 22 liggja í valnum og að minnsta kosti 117 hafa særst í árásunum en það gerir árásirnar þær banvænustu í miðborg Beirút hingað til í átökum undanfarins árs. Banvænni árásir hafa verið gerðar í úthverfum borgarinnar og þá sérstaklega suður af borginni, þar sem ítök Hezbollah eru mikil, en þessar árásir voru gerðar í þéttbýlu hverfi í hjarta Beirút. Í frétt New York Times segir að eitt hús hafi verið lagt í rúst. Ein árásin var gerð á íbúð í átta hæða fjölbýlishúsi og hin jafnaði fjögurra hæða hús við jörðu. Að minnsta kosti önnur þessara árása eru sögð hafa beinst að háttsettum leiðtoga innan Hezbollah hryðjuverkasamtakanna. Sá heitir Wafiq Safa og er sagður hafa sloppið, samkvæmt heimildum Reuters. Safa er sagður starfa sem tengiliðill Hezbollah við opinberar öryggisstofnanir í Líbanon. Hann er talinn einn af fáum æðstu leiðtogum samtakanna sem Ísraelar hafa ekki ráðið af dögum en þeir sem lifa enn eru sagðir vinna hörðum höndum að því að endurskipuleggja þau. Skutu á friðargæsluliða Sameinuðu þjóðirnar sögðu frá því í dag að tveir friðargæsluliðar hefðu særst þegar áhöfn ísraelsks skriðdreka skaut á varðturn nærri höfuðstöðvum friðargæsluliðanna í Ras al-Naqoura. Skotið hæfði turninn svo friðargæsluliðarnir féllu úr honum. Rúmlega tíu þúsund friðargæsluliðar eru í Líbanon og Sameinuðu þjóðirnar segja þá í sífellt meiri hættu. Talsmenn Hvíta hússins hafa lýst yfir miklum áhyggjum af því að skotið hafi verið að friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna. Talsmenn ísraelska hersins hafa hins vegar lítið sagt annað en að gefa út yfirlýsingu um að hermenn hafi tekið þátt í aðgerðum á svæðinu og friðargæsluliðum hafi verið sagt að halda sig á öruggum svæðum. Ýjað er að því í yfirlýsingunni að vígamenn Hezbollah skýli sér bakvið friðargæsluliðana. Reuters hefur eftir talskonu friðargæsluliðanna að þeir ætli ekki að flytja sig um set, þó Ísraelar hafi sagt þeim að gera það. Líbanon Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Íran Tengdar fréttir Biden mun freista þess að leggja Netanyahu línurnar varðandi Íran Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gegnum síma í dag um fyrirhugaðar árásir Ísrael á Íran. 9. október 2024 06:37 Segja Hezbollah höfuðlaus eftir dauða arftaka Nasrallah Forsvarsmenn ísraelska hersins sögðu í dag að Hashem Safieddine, einn af leiðtogum Hezbollah sem talið var að ætti að taka við af Hassan Nasrallah, væri líklega dáinn. Ekkert hefur heyrst af honum frá því Ísraelar gerðu loftárás í Dahiyeh, úthverfi Beirút, í síðustu viku. 8. október 2024 17:58 Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. 8. október 2024 06:40 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Banvænni árásir hafa verið gerðar í úthverfum borgarinnar og þá sérstaklega suður af borginni, þar sem ítök Hezbollah eru mikil, en þessar árásir voru gerðar í þéttbýlu hverfi í hjarta Beirút. Í frétt New York Times segir að eitt hús hafi verið lagt í rúst. Ein árásin var gerð á íbúð í átta hæða fjölbýlishúsi og hin jafnaði fjögurra hæða hús við jörðu. Að minnsta kosti önnur þessara árása eru sögð hafa beinst að háttsettum leiðtoga innan Hezbollah hryðjuverkasamtakanna. Sá heitir Wafiq Safa og er sagður hafa sloppið, samkvæmt heimildum Reuters. Safa er sagður starfa sem tengiliðill Hezbollah við opinberar öryggisstofnanir í Líbanon. Hann er talinn einn af fáum æðstu leiðtogum samtakanna sem Ísraelar hafa ekki ráðið af dögum en þeir sem lifa enn eru sagðir vinna hörðum höndum að því að endurskipuleggja þau. Skutu á friðargæsluliða Sameinuðu þjóðirnar sögðu frá því í dag að tveir friðargæsluliðar hefðu særst þegar áhöfn ísraelsks skriðdreka skaut á varðturn nærri höfuðstöðvum friðargæsluliðanna í Ras al-Naqoura. Skotið hæfði turninn svo friðargæsluliðarnir féllu úr honum. Rúmlega tíu þúsund friðargæsluliðar eru í Líbanon og Sameinuðu þjóðirnar segja þá í sífellt meiri hættu. Talsmenn Hvíta hússins hafa lýst yfir miklum áhyggjum af því að skotið hafi verið að friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna. Talsmenn ísraelska hersins hafa hins vegar lítið sagt annað en að gefa út yfirlýsingu um að hermenn hafi tekið þátt í aðgerðum á svæðinu og friðargæsluliðum hafi verið sagt að halda sig á öruggum svæðum. Ýjað er að því í yfirlýsingunni að vígamenn Hezbollah skýli sér bakvið friðargæsluliðana. Reuters hefur eftir talskonu friðargæsluliðanna að þeir ætli ekki að flytja sig um set, þó Ísraelar hafi sagt þeim að gera það.
Líbanon Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Íran Tengdar fréttir Biden mun freista þess að leggja Netanyahu línurnar varðandi Íran Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gegnum síma í dag um fyrirhugaðar árásir Ísrael á Íran. 9. október 2024 06:37 Segja Hezbollah höfuðlaus eftir dauða arftaka Nasrallah Forsvarsmenn ísraelska hersins sögðu í dag að Hashem Safieddine, einn af leiðtogum Hezbollah sem talið var að ætti að taka við af Hassan Nasrallah, væri líklega dáinn. Ekkert hefur heyrst af honum frá því Ísraelar gerðu loftárás í Dahiyeh, úthverfi Beirút, í síðustu viku. 8. október 2024 17:58 Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. 8. október 2024 06:40 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Biden mun freista þess að leggja Netanyahu línurnar varðandi Íran Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gegnum síma í dag um fyrirhugaðar árásir Ísrael á Íran. 9. október 2024 06:37
Segja Hezbollah höfuðlaus eftir dauða arftaka Nasrallah Forsvarsmenn ísraelska hersins sögðu í dag að Hashem Safieddine, einn af leiðtogum Hezbollah sem talið var að ætti að taka við af Hassan Nasrallah, væri líklega dáinn. Ekkert hefur heyrst af honum frá því Ísraelar gerðu loftárás í Dahiyeh, úthverfi Beirút, í síðustu viku. 8. október 2024 17:58
Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. 8. október 2024 06:40