Halda íshellaferðum áfram þrátt fyrir að fá ekki leyfi Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2024 11:22 Birgir Þór Júlíusson, einn eigenda Niflheima (t.v.). Fyrirtæki hans hélt við svelg í Breiðamerkurjökli þar sem ferðamaður lést í sumar. Vatnajökulsþjóðgarður endurnýjaði ekki leyfi fyrirtækisins til íshellaferða og kærði það fyrir ólöglegar framkvæmdir í jöklinum. Aðsend og Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtækið Niflheimar heldur áfram íshellaferðum þrátt fyrir að leyfi fyrirtækisins verði ekki endurnýjað og það hafi verið kært fyrir ólöglegar framkvæmdir í Breiðamerkurjökli. Eigandi Niflheima segir ferðirnar farnar undir leyfi annarra fyrirtækja. Vatnajökulsþjóðgarður hefur kært Niflheima fyrir framkvæmdir í svelgjum í Breiðamerkurjökli sem stofnunin telur ólöglegar. Banaslys varð í slíkum svelg í sumar þegar ísveggur hrundi ofan á ferðamann í ferð á vegum fyrirtækisins Ice Pic Journeys. Starfsmenn Niflheima höfðu haldið rásinni sem var markaðssett sem íshellir við. Þá fengu Niflheimar ekki endurnýjað leyfi fyrir íshellaferðum þegar þau leyfi runnu út í lok september. Engu að síður héldu starfsmenn Niflheima áfram ferðum í jökulinn í morgun. Birgir Þór Júlíusson, einn eigenda Niflheima, segir við Vísis að öll ferðaþjónustufyrirtæki sem halda úti íshellaferðum séu leyfislaus vegna handvammar þjóðgarðsins. Ekki sé búið að endurnýja leyfin sem runnu út um mánaðamótin. „Auðvitað ætlum við að halda ferðum áfram. Ég er búinn að ráða yfir þrjátíu manns í vinnu í vetur eins og síðastliðna vetur. Ég veit ekki hvort það sé gaman að senda þau á atvinnuleysisbætur og hætta að þjónusta kúnna bara út af ákvörðun þjóðgarðs,“ segir Birgir Þór. Starfa fyrir Tröllaferðir Ferðirnir segir hann þó ekki á vegum Niflheima á meðan þjóðgarðurinn endurnýi ekki leyfið. Hins vegar haldi það áfram að leiðsegja í ferðum sem önnur ferðaþjónustufyrirtæki hafa þegar bókað. Ferðir í morgun hafi þannig verið í verktöku fyrir Tröllaferðir. „Við erum náttúrulega með fullt af kúnnum og við ætlum að hjálpa þeim birgjum sem eru að senda okkur kúnna að taka þá þarna inn og vinnum þá bara undir þeirra starfsleyfi. Fyrirtækið sjálft bara liggur niðri,“ segir Birgir Þór. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður, sagðist vita af því að starfsmenn Niflheima færu í ferðir fyrir Tröllaferðir í morgun en vísaði á Ingibjörgu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs. Ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar. Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Vatnajökulsþjóðgarður hefur kært Niflheima fyrir framkvæmdir í svelgjum í Breiðamerkurjökli sem stofnunin telur ólöglegar. Banaslys varð í slíkum svelg í sumar þegar ísveggur hrundi ofan á ferðamann í ferð á vegum fyrirtækisins Ice Pic Journeys. Starfsmenn Niflheima höfðu haldið rásinni sem var markaðssett sem íshellir við. Þá fengu Niflheimar ekki endurnýjað leyfi fyrir íshellaferðum þegar þau leyfi runnu út í lok september. Engu að síður héldu starfsmenn Niflheima áfram ferðum í jökulinn í morgun. Birgir Þór Júlíusson, einn eigenda Niflheima, segir við Vísis að öll ferðaþjónustufyrirtæki sem halda úti íshellaferðum séu leyfislaus vegna handvammar þjóðgarðsins. Ekki sé búið að endurnýja leyfin sem runnu út um mánaðamótin. „Auðvitað ætlum við að halda ferðum áfram. Ég er búinn að ráða yfir þrjátíu manns í vinnu í vetur eins og síðastliðna vetur. Ég veit ekki hvort það sé gaman að senda þau á atvinnuleysisbætur og hætta að þjónusta kúnna bara út af ákvörðun þjóðgarðs,“ segir Birgir Þór. Starfa fyrir Tröllaferðir Ferðirnir segir hann þó ekki á vegum Niflheima á meðan þjóðgarðurinn endurnýi ekki leyfið. Hins vegar haldi það áfram að leiðsegja í ferðum sem önnur ferðaþjónustufyrirtæki hafa þegar bókað. Ferðir í morgun hafi þannig verið í verktöku fyrir Tröllaferðir. „Við erum náttúrulega með fullt af kúnnum og við ætlum að hjálpa þeim birgjum sem eru að senda okkur kúnna að taka þá þarna inn og vinnum þá bara undir þeirra starfsleyfi. Fyrirtækið sjálft bara liggur niðri,“ segir Birgir Þór. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður, sagðist vita af því að starfsmenn Niflheima færu í ferðir fyrir Tröllaferðir í morgun en vísaði á Ingibjörgu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs. Ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar.
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira