Sigmundur í villu og svima Friðjón R Friðjónsson skrifar 11. október 2024 18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var í viðtali á Vísi í gær þar sem hann agnúaðist út í útlendinga á Íslandi. Fyrir utan hvað það er smátt til orðs og æðis að ráðast gegn fólkinu sem stendur undir velferðinni og hagvextinum á Ísland, þá er það líka óheppilegt að aðfinnslur Sigmundar byggjast á misskilningi, vanþekkingu og leti. Orðrétt sagði hann: “Nú eru stjórnvöld farin að tala um inngildingu sem er eitthvað nýyrði og andstaða aðlögunar. Af því að inngilding á að tákna það að við eigum að aðlaga okkur að öðrum.” Þessi fullyrðing formanns Miðflokksins er röng. Ef Sigmundur Davíð hefði til þess nennu og orku þá væri honum létt verk að skoða hvað þetta ógagnsæja og að mörgu leyti klúðurslega orð “inngilding” þýðir. Það er íslenskun á hugtakinu “inclusion”. Það er ekki verið að segja að Íslendingar eigi að aðlagast útlendingum. “Inclusion” er að hafa einhvern með, taka tillit til hver hann er og hvaðan viðkomandi kemur. Eilífur Friður í ofbeldi Það mætti benda Sigmundu á hvernig aðlögun útlendinga á Íslandi við iðkuð þannig þar til fyrir stuttu síðan. Þá var þeim til dæmis gert að gefa eftir nafnið sitt til að verða íslenskir ríkisborgarar . Árið 1996 varð maður að nafni Ricardo Cabrera íslenskur ríkisborgari, honum var gert að taka upp nýtt nafn og til að sýna fram á fáránleika kerfisins tók hann upp nafnið Elífur Friður Edgarsson. Til að aðlaga hann íslensku samfélagi, til að aðlaga hann íslenskri nafnahefð var hann sviptur eigin nafni. Það var ekki aðlögun, það var ofbeldi íslenska ríkisins á hendur einstaklingi sem vildi hér vera, hluti af samfélaginu, með fjölskyldu sinni. Útlendingar eru ekki annars flokks Hér á landi búa tugir þúsunda manna sem eru ekki annars flokks fólk þótt það reki ættir sínar ekki til kaþólsks biskups á Hólum í Hjaltadal. Þannig voru tugir þúsunda íbúa landsins í covid sem tengdu alls ekki við að vera “heima með Helga” að syngja “Einu sinni á ágústkvöldi”. Þau gengu ekki um gólf fyrir Þórólf eða settu upp límmiða sem sagði “Ég hlýði Víði”. Þeirra veruleiki var allt annar. Ef við ætlum að “aðlaga” allt þetta fólk eins og formaður Miðflokksins boðar með sinni útlendingaandúð blasir við að við verðum að þvinga alla af erlendum uppruna skilja uppvöxt og reynsluheim formanns Miðflokksins. Og það getum við ekki gert harðduglegu fólki. Inngilding er ógagnsæ Hið ógagnsæa orð “inngilding” snýst eingöngu um að við sýnum fólki sem vill koma hingað, vinna og vera hluti af samfélaginu virðingu. Höfum þau með í því sem við erum að gera, hjálpum þeim að taka þátt í samfélaginu og hlustum þegar þau tala íslensku með hreim eða tala jafnvel ekki íslensku. Sýnum fólki virðingu þegar það vill halda í heiðri eigin menningu og trú, innan marka íslenskra laga. Það er grunntónninn í “inclusion” eða inngildingu. Að fjölbreytileiki fólks sé ekki bara leyfður innan skilgreiningar formanns Miðflokksins. Það er síðan sérstök spurning hver aðlögunin á að vera í huga Sigmundar. Eiga útlendingar að aðlagast hugmyndum hans um íslenska menningu? Þurfa þau þá öll að byrja að elska byggingalist Guðjón Samúelssonar og lesa Jónas frá Hriflu? Mega þau fíla nýja þinghúsið? Ég skil og deili áhyggjum formanns Miðflokksins af stöðu, sem nú horfir til betri vegar, í málefnum hælisleitenda. Þar eru löngu tímabærar breytingar loksins að skila árangri. En það væri óskandi að hann nennti að kynna sér hve miklu máli útlendingar og afkomendur þeirra skipta í íslensku samfélagi. Sú grímulausa útlendingaandúð sem hann sýnir okkur nú er ógeðfelld, en kannski bara hans rétta eðli. Og þá er tilefni til að benda á það og spyrja hvert hann ætli sér að fara með Miðflokkinn og hvar í skynsemishyggjunni þessi andúð á öðru fólki á heima? Höfundur er borgarfulltrúi og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðjón Friðjónsson Miðflokkurinn Samtalið Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var í viðtali á Vísi í gær þar sem hann agnúaðist út í útlendinga á Íslandi. Fyrir utan hvað það er smátt til orðs og æðis að ráðast gegn fólkinu sem stendur undir velferðinni og hagvextinum á Ísland, þá er það líka óheppilegt að aðfinnslur Sigmundar byggjast á misskilningi, vanþekkingu og leti. Orðrétt sagði hann: “Nú eru stjórnvöld farin að tala um inngildingu sem er eitthvað nýyrði og andstaða aðlögunar. Af því að inngilding á að tákna það að við eigum að aðlaga okkur að öðrum.” Þessi fullyrðing formanns Miðflokksins er röng. Ef Sigmundur Davíð hefði til þess nennu og orku þá væri honum létt verk að skoða hvað þetta ógagnsæja og að mörgu leyti klúðurslega orð “inngilding” þýðir. Það er íslenskun á hugtakinu “inclusion”. Það er ekki verið að segja að Íslendingar eigi að aðlagast útlendingum. “Inclusion” er að hafa einhvern með, taka tillit til hver hann er og hvaðan viðkomandi kemur. Eilífur Friður í ofbeldi Það mætti benda Sigmundu á hvernig aðlögun útlendinga á Íslandi við iðkuð þannig þar til fyrir stuttu síðan. Þá var þeim til dæmis gert að gefa eftir nafnið sitt til að verða íslenskir ríkisborgarar . Árið 1996 varð maður að nafni Ricardo Cabrera íslenskur ríkisborgari, honum var gert að taka upp nýtt nafn og til að sýna fram á fáránleika kerfisins tók hann upp nafnið Elífur Friður Edgarsson. Til að aðlaga hann íslensku samfélagi, til að aðlaga hann íslenskri nafnahefð var hann sviptur eigin nafni. Það var ekki aðlögun, það var ofbeldi íslenska ríkisins á hendur einstaklingi sem vildi hér vera, hluti af samfélaginu, með fjölskyldu sinni. Útlendingar eru ekki annars flokks Hér á landi búa tugir þúsunda manna sem eru ekki annars flokks fólk þótt það reki ættir sínar ekki til kaþólsks biskups á Hólum í Hjaltadal. Þannig voru tugir þúsunda íbúa landsins í covid sem tengdu alls ekki við að vera “heima með Helga” að syngja “Einu sinni á ágústkvöldi”. Þau gengu ekki um gólf fyrir Þórólf eða settu upp límmiða sem sagði “Ég hlýði Víði”. Þeirra veruleiki var allt annar. Ef við ætlum að “aðlaga” allt þetta fólk eins og formaður Miðflokksins boðar með sinni útlendingaandúð blasir við að við verðum að þvinga alla af erlendum uppruna skilja uppvöxt og reynsluheim formanns Miðflokksins. Og það getum við ekki gert harðduglegu fólki. Inngilding er ógagnsæ Hið ógagnsæa orð “inngilding” snýst eingöngu um að við sýnum fólki sem vill koma hingað, vinna og vera hluti af samfélaginu virðingu. Höfum þau með í því sem við erum að gera, hjálpum þeim að taka þátt í samfélaginu og hlustum þegar þau tala íslensku með hreim eða tala jafnvel ekki íslensku. Sýnum fólki virðingu þegar það vill halda í heiðri eigin menningu og trú, innan marka íslenskra laga. Það er grunntónninn í “inclusion” eða inngildingu. Að fjölbreytileiki fólks sé ekki bara leyfður innan skilgreiningar formanns Miðflokksins. Það er síðan sérstök spurning hver aðlögunin á að vera í huga Sigmundar. Eiga útlendingar að aðlagast hugmyndum hans um íslenska menningu? Þurfa þau þá öll að byrja að elska byggingalist Guðjón Samúelssonar og lesa Jónas frá Hriflu? Mega þau fíla nýja þinghúsið? Ég skil og deili áhyggjum formanns Miðflokksins af stöðu, sem nú horfir til betri vegar, í málefnum hælisleitenda. Þar eru löngu tímabærar breytingar loksins að skila árangri. En það væri óskandi að hann nennti að kynna sér hve miklu máli útlendingar og afkomendur þeirra skipta í íslensku samfélagi. Sú grímulausa útlendingaandúð sem hann sýnir okkur nú er ógeðfelld, en kannski bara hans rétta eðli. Og þá er tilefni til að benda á það og spyrja hvert hann ætli sér að fara með Miðflokkinn og hvar í skynsemishyggjunni þessi andúð á öðru fólki á heima? Höfundur er borgarfulltrúi og varaþingmaður.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun