Skófundur á Everest gæti leyst hundrað ára gamla ráðgátu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. október 2024 10:35 Frá grunnbúðum Everest í Nepal. Vísir/EPA Skófundur á Everest gæti leyst hundrað ára gamla ráðgátu um það hvort fjallagarparnir Andrew Comyn Irvine og George Mallory hafi náð að toppa Everest, hæsta fjall heims, fyrstir í sögunni. Gönguskór Andrew Comyn Irvine, oftast kallaður Sandy, fannst nefnilega í september á þessu ári og varpar nýju ljósi á ferð þeirra Sandy og George á Everest fyrir hundrað árum síðan, þann 8. júní 1924. Félagarnir hurfu á leiðinni og hefur ferðalag þeirra verið ein helsta ráðgáta fjallgöngumanna síðan þá. Í umfjöllun National Geographic er rætt við ljósmyndarann og kvikmyndagerðarmanninn Jimmy Chin sem rakst á skóinn ásamt félögum sínum, án þess þó að komist sé að einhlítri niðurstöðu um fyrstu Everest-gönguna. Ráðgátan hefur verið honum hugleikin um nokkra hríð, líkt og afkomendum Sandy og George, sem hafa rannsakað hvarfið og skrifað um það heilu bækurnar. View this post on Instagram A post shared by National Geographic (@natgeo) „Ég lyfti upp sokknum og þar er nafnið A.C. IRVINE merkt með rauðum stöfum,“ segir Chin um augnablikið þegar skórinn fannst. Hann og félagar hans hafi sameiginlega áttað sig á því um hversu mikilvægan fund væri að ræða. Leifar George fundust árið 1999, en leifar Sandy hafa alla tíð verið ófundnar, þar til nú. Chin vonast til þess að leifarnar varpi ljósi á það hvað skeði sumarið 1924. Það fyrsta sem Chin gerði var að hafa samband við Julie Summers, afkomanda Sandy sem skrifaði ævisögu hans árið 2001. Hún segir líklegast að skórinn hafi hægt og rólega færst neðar í fjallinu með snjóflóðum og skriði. „Ég lít á þetta sem nokkurs konar niðurstöðu,“ er haft eftir Summers. Hún segir uppgötvunina minna á líkfund George Mallory fyrir 25 árum síðan. Fjallagarpurinn Conrad Anker hafði einsett sér að finna út úr því hvað hafi hent þá félaga og komst að þeirri niðurstöðu, með vísan til ummerkja eftir reipi á líkama George, að þeir félagar hafi sennilega verið bundnir saman síðustu andartökin og fallið niður langa vegalengd. Alltaf var spurningunni, um það hvar Sandy væri niðurkominn, þó ósvarað. Teymi Chin kom að súrefnisflösku frá árinu 1933 við leitina, en sama ár hafði hlutur í eigu Sandy fundist. Þá grunaði því að þeir væru á réttum slóðum en skömmu síðar fannst skórinn. Þeir leituðu fleiri að fleiri vísbendingum um örlög Sandys en án árangurs. Everest Nepal Fjallamennska Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Gönguskór Andrew Comyn Irvine, oftast kallaður Sandy, fannst nefnilega í september á þessu ári og varpar nýju ljósi á ferð þeirra Sandy og George á Everest fyrir hundrað árum síðan, þann 8. júní 1924. Félagarnir hurfu á leiðinni og hefur ferðalag þeirra verið ein helsta ráðgáta fjallgöngumanna síðan þá. Í umfjöllun National Geographic er rætt við ljósmyndarann og kvikmyndagerðarmanninn Jimmy Chin sem rakst á skóinn ásamt félögum sínum, án þess þó að komist sé að einhlítri niðurstöðu um fyrstu Everest-gönguna. Ráðgátan hefur verið honum hugleikin um nokkra hríð, líkt og afkomendum Sandy og George, sem hafa rannsakað hvarfið og skrifað um það heilu bækurnar. View this post on Instagram A post shared by National Geographic (@natgeo) „Ég lyfti upp sokknum og þar er nafnið A.C. IRVINE merkt með rauðum stöfum,“ segir Chin um augnablikið þegar skórinn fannst. Hann og félagar hans hafi sameiginlega áttað sig á því um hversu mikilvægan fund væri að ræða. Leifar George fundust árið 1999, en leifar Sandy hafa alla tíð verið ófundnar, þar til nú. Chin vonast til þess að leifarnar varpi ljósi á það hvað skeði sumarið 1924. Það fyrsta sem Chin gerði var að hafa samband við Julie Summers, afkomanda Sandy sem skrifaði ævisögu hans árið 2001. Hún segir líklegast að skórinn hafi hægt og rólega færst neðar í fjallinu með snjóflóðum og skriði. „Ég lít á þetta sem nokkurs konar niðurstöðu,“ er haft eftir Summers. Hún segir uppgötvunina minna á líkfund George Mallory fyrir 25 árum síðan. Fjallagarpurinn Conrad Anker hafði einsett sér að finna út úr því hvað hafi hent þá félaga og komst að þeirri niðurstöðu, með vísan til ummerkja eftir reipi á líkama George, að þeir félagar hafi sennilega verið bundnir saman síðustu andartökin og fallið niður langa vegalengd. Alltaf var spurningunni, um það hvar Sandy væri niðurkominn, þó ósvarað. Teymi Chin kom að súrefnisflösku frá árinu 1933 við leitina, en sama ár hafði hlutur í eigu Sandy fundist. Þá grunaði því að þeir væru á réttum slóðum en skömmu síðar fannst skórinn. Þeir leituðu fleiri að fleiri vísbendingum um örlög Sandys en án árangurs.
Everest Nepal Fjallamennska Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira