Verðugir verðlaunahafar Stefán Pálsson skrifar 13. október 2024 12:01 Í liðinni viku var tilkynnt að friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2024 færu til Nioh Hidankyo, samtaka eftirlifenda kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Samtök þessi voru stofnuð árið 1956 í tvíþættum tilgangi. Í fyrsta lagi mátti fólkið sem lenti í árásunum afdrifaríku þola ótrúlega fordóma og útskúfun í japönsku samfélagi. Um þá ljótu sögu er meðal annars fjallað á áhrifamikinn hátt í kvikmyndinni Snertingu sem gerð var eftir samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem sjálfsagt er að hvetja alla til að kynna sér. Hitt meginmarkmið Nioh Hidankyo var frá upphafi að vekja athygli á ógnum kjarnorkuvopna og hvetja ráðamenn heimsins til að útrýma slíkum vopnum. Samtökin voru stofnuð um það leyti sem kjarnorkukapphlaup risaveldanna var að hefjast fyrir alvöru. Bæði Bandaríkin og Sovétríkin höfðu þróað vetnssprengjur sem voru margfalt öflugari en þær sprengjur sem varpað hafði verið á japönsku borgirnar tvær. Á næstu árum kepptust ríkin tvö við að framleiða sífellt kröftugri vopn og voru tilraunasprengingar þeirra tíðar, með alvarlegum afleiðingum fyrir líf og heilsu milljóna manna á stóru svæði. Því miður hefur barátta kjarnorkuvopnaandstæðinga sjaldan eða aldrei verið brýnni en nú um stundir. Bandaríkin og Rússland hafa á síðustu árum snúið baki við mörgum af veigamestu afvopnunarsáttmálum Kalda stríðsins, auk þess sem svimandi fjárhæðum er varið til þróunar á nýjum kjarnorkuvopnum. Í þeirri vinnu gæla herstjórnendur sífellt meira við möguleikann á „staðbundinni notkun“ kjarnorkuvopna – líkt og þau geti verið raunhæfur valkostur í hernaði í stað þess að vera álitið örþrifaráð sem líklega myndi leiða til gjöreyðingar mannkyns. Tvö kjarnorkuveldi, Rússland og Ísrael eiga nú í blóðugum styrjöldum sem auðveldlega geta stigmagnast. Þá má ekki gleyma hættunni á að kjarnavopnum verði beitt af misgáningi eða slys verði við umferð þeirra og flutninga. Fyrir Íslendinga er vert að hafa í huga að á hverjum degi sigla kafbátar með kjarnorkuvopn um höfin umhverfis landið. Friðarverðlaun Nóbels 2024 eru góð áminning um mikilvægi baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum. Þar er eitt öflugasta tækið sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum sem nærri 100 ríki hafa undirritað. Í þeim hópi eru því miður engin aðildarríki Nató, enda er bandalagið ekki hvað síst til um kjarnorkuvopn og áskilur sér rétt til að beita þeim að fyrra bragði. Það er sjálfsögð krafa að Ísland skipi sér tafarlaust í sveit þeirra ríkja sem vinna að útrýmingu kjarnorkuvopna. Höfundur er í miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Kjarnorka Nóbelsverðlaun Japan Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku var tilkynnt að friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2024 færu til Nioh Hidankyo, samtaka eftirlifenda kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Samtök þessi voru stofnuð árið 1956 í tvíþættum tilgangi. Í fyrsta lagi mátti fólkið sem lenti í árásunum afdrifaríku þola ótrúlega fordóma og útskúfun í japönsku samfélagi. Um þá ljótu sögu er meðal annars fjallað á áhrifamikinn hátt í kvikmyndinni Snertingu sem gerð var eftir samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem sjálfsagt er að hvetja alla til að kynna sér. Hitt meginmarkmið Nioh Hidankyo var frá upphafi að vekja athygli á ógnum kjarnorkuvopna og hvetja ráðamenn heimsins til að útrýma slíkum vopnum. Samtökin voru stofnuð um það leyti sem kjarnorkukapphlaup risaveldanna var að hefjast fyrir alvöru. Bæði Bandaríkin og Sovétríkin höfðu þróað vetnssprengjur sem voru margfalt öflugari en þær sprengjur sem varpað hafði verið á japönsku borgirnar tvær. Á næstu árum kepptust ríkin tvö við að framleiða sífellt kröftugri vopn og voru tilraunasprengingar þeirra tíðar, með alvarlegum afleiðingum fyrir líf og heilsu milljóna manna á stóru svæði. Því miður hefur barátta kjarnorkuvopnaandstæðinga sjaldan eða aldrei verið brýnni en nú um stundir. Bandaríkin og Rússland hafa á síðustu árum snúið baki við mörgum af veigamestu afvopnunarsáttmálum Kalda stríðsins, auk þess sem svimandi fjárhæðum er varið til þróunar á nýjum kjarnorkuvopnum. Í þeirri vinnu gæla herstjórnendur sífellt meira við möguleikann á „staðbundinni notkun“ kjarnorkuvopna – líkt og þau geti verið raunhæfur valkostur í hernaði í stað þess að vera álitið örþrifaráð sem líklega myndi leiða til gjöreyðingar mannkyns. Tvö kjarnorkuveldi, Rússland og Ísrael eiga nú í blóðugum styrjöldum sem auðveldlega geta stigmagnast. Þá má ekki gleyma hættunni á að kjarnavopnum verði beitt af misgáningi eða slys verði við umferð þeirra og flutninga. Fyrir Íslendinga er vert að hafa í huga að á hverjum degi sigla kafbátar með kjarnorkuvopn um höfin umhverfis landið. Friðarverðlaun Nóbels 2024 eru góð áminning um mikilvægi baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum. Þar er eitt öflugasta tækið sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum sem nærri 100 ríki hafa undirritað. Í þeim hópi eru því miður engin aðildarríki Nató, enda er bandalagið ekki hvað síst til um kjarnorkuvopn og áskilur sér rétt til að beita þeim að fyrra bragði. Það er sjálfsögð krafa að Ísland skipi sér tafarlaust í sveit þeirra ríkja sem vinna að útrýmingu kjarnorkuvopna. Höfundur er í miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun