Brotthvarf Katrínar hafi verið dauðadómur samstarfsins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. október 2024 17:44 Inga Sæland, formaður Flokk fólksins. Vísir/Arnar „Upphafið að þessu öllu saman var þegar að Katrín labbaði frá þeim. Það var eiginlega dauðadómur þessarar ríkisstjórnar. Það eru allt aðrar áherslur sem koma með þessum nýja formanni Vinstri grænna. Hún með sín þrjú prósent heldur virkilega að hún sé með dagskrávaldið og ætlar að ákveða kosningar og ég veit ekki hvað og hvað.“ Þetta segir Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, í samtali við Vísi um ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra en hann tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og leggja fyrir hana tillögu um þingrof. 150 prósent tilbúin fyrir kosningar Hún segir ákvörðunina hafa teiknast upp alveg eins og hafi verið fyrirséð í þó nokkurn tíma. Hún segir ríkisstjórnina ekki hafa átt neina von síðan að Svandís Svavarsdóttir var kjörin formaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins á dögunum. Inga kveðst ánægð með ákvörðun Bjarna sem hafi verið það eina í stöðunni. „Staðreyndin er sú að Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Þetta var eina spilið sem hann átti uppi í erminni til þess að standa í fæturnar og sýna djörfung og dug. Það var að taka ábyrgð. Hans fylgi er líka að fjara út eins og þú veist.“ Hún segir að um stuttan fyrirvara sé að ræða fyrir kosningar en tekur fram að Flokkur fólksins sé tilbúinn í kosningabaráttu. „Ég er miklu meira en ánægð með þessa ákvörðun því það eina sem er í boði núna er að kjósendur fái að koma að borðinu. Þjóðin fái að segja sína skoðun og taka ákvörðun um hverjir eigi að taka við stjórnartaumunum. Ég fæddist tilbúin til að takast á við þessi verkefni og ég hlakka til að gera það. Við erum 150 prósent tilbúin og við fæddumst tilbúin.“ „Við formann Vinstri grænna segi ég einfaldlega þetta“ Inga gagnrýnir formann Vinstri Grænna og segir niðurstöðuna ekki geta komið Svandísi á óvart. Svandís sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hún hafi ekki talið þingrof næst á dagskrá og að hún væri hugsi vegna þessa. „Það er engin samstarfsviðleitni og enginn samstarfsvilji hjá nýkjörnum formanni Vinstri grænna. Það var athyglisvert þegar hún kom fram og sagði að þetta kom henni á óvart. Við formann Vinstri grænna segi ég einfaldlega þetta, þú ert að uppskera nákvæmlega því sem þú sáðir, ágæta Svandís Svavarsdóttir.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þetta segir Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, í samtali við Vísi um ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra en hann tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og leggja fyrir hana tillögu um þingrof. 150 prósent tilbúin fyrir kosningar Hún segir ákvörðunina hafa teiknast upp alveg eins og hafi verið fyrirséð í þó nokkurn tíma. Hún segir ríkisstjórnina ekki hafa átt neina von síðan að Svandís Svavarsdóttir var kjörin formaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins á dögunum. Inga kveðst ánægð með ákvörðun Bjarna sem hafi verið það eina í stöðunni. „Staðreyndin er sú að Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Þetta var eina spilið sem hann átti uppi í erminni til þess að standa í fæturnar og sýna djörfung og dug. Það var að taka ábyrgð. Hans fylgi er líka að fjara út eins og þú veist.“ Hún segir að um stuttan fyrirvara sé að ræða fyrir kosningar en tekur fram að Flokkur fólksins sé tilbúinn í kosningabaráttu. „Ég er miklu meira en ánægð með þessa ákvörðun því það eina sem er í boði núna er að kjósendur fái að koma að borðinu. Þjóðin fái að segja sína skoðun og taka ákvörðun um hverjir eigi að taka við stjórnartaumunum. Ég fæddist tilbúin til að takast á við þessi verkefni og ég hlakka til að gera það. Við erum 150 prósent tilbúin og við fæddumst tilbúin.“ „Við formann Vinstri grænna segi ég einfaldlega þetta“ Inga gagnrýnir formann Vinstri Grænna og segir niðurstöðuna ekki geta komið Svandísi á óvart. Svandís sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hún hafi ekki talið þingrof næst á dagskrá og að hún væri hugsi vegna þessa. „Það er engin samstarfsviðleitni og enginn samstarfsvilji hjá nýkjörnum formanni Vinstri grænna. Það var athyglisvert þegar hún kom fram og sagði að þetta kom henni á óvart. Við formann Vinstri grænna segi ég einfaldlega þetta, þú ert að uppskera nákvæmlega því sem þú sáðir, ágæta Svandís Svavarsdóttir.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira