Gerir grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2024 09:55 Halla Tómasdóttir ræddi við fréttamenn að loknum fundi hennar með Bjarna Benediktssyni á Bessastöðum í morgun. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir, forseti, segist ætla að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi áður en hún tekur afstöðu til óskar forsætisráðherra um þingrof. Hún ætlar að greina frá ákvörðun sinni seinna í vikunni. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gekk á fund forseta í morgun til þess að óska eftir því að þing verði rofið og boðað verði til kosninga í lok nóvember. Að fundinum loknum sagði Halla að hún hefði átt samtöl við Bjarna undanfarna daga og við formenn hinna stjórnarflokkanna í gærkvöldi, eftir að Bjarni tilkynnti að hann ætlaði að slíta stjórnarsamstarfinu. „Ég hyggst nú gefa mér tíma til að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi,“ sagði Halla. Eftir það ætlaði hún sér að leggja mat á stöðu mála áður en hún tæki afstöðu til bónar Bjarna. Hún boðaði að hún gerði grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni. Halla gaf fréttamönnum ekki kost á að spyrja spurninga þar sem hún sagðist ekki hafa neinu við yfirlýsingu sína að bæta að sinni. Að fundinum loknum sendi forsetaembættið út yfirlýsingu þar sem fram kom dagskrá funda með leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna í dag. Kristrún Frostadóttir kemur á fund forseta kl. 10:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kemur á fund forseta kl. 11:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kemur á fund forseta kl. 12:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kemur á fund forseta kl. 16:45 Inga Sæland kemur á fund forseta kl. 16:00. Bjarni sagði fyrir fundinn að það hversu langan tíma það formsatriði að fá leyfi forseta fyrir þingrofi tæki hefði áhrif á hvort kosið yrði til Alþingis 23. nóvember eða 30. nóvember. Liggi ákvörðun forseta fyrir á morgun yrði kjördagur 23. nóvember en dragist það til miðvikudags yrði kosið viku síðar. Þá sagðist Bjarni gera ráð fyrir að forseti féllist á bón hans, annað yrði afar óvenjulegt. Forseti Íslands Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Halla Tómasdóttir Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Óvenjulegt ef forseti féllist ekki á ósk um þingrof Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gerir ráð fyrir að Halla Tómasdóttir, forseti, verði við bón hans um þingrof og að það væri afar óvenjulegt ef hún gerði það ekki. Það hversu fljótt þing verði rofið hafi áhrif á kjördag. 14. október 2024 09:22 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gekk á fund forseta í morgun til þess að óska eftir því að þing verði rofið og boðað verði til kosninga í lok nóvember. Að fundinum loknum sagði Halla að hún hefði átt samtöl við Bjarna undanfarna daga og við formenn hinna stjórnarflokkanna í gærkvöldi, eftir að Bjarni tilkynnti að hann ætlaði að slíta stjórnarsamstarfinu. „Ég hyggst nú gefa mér tíma til að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi,“ sagði Halla. Eftir það ætlaði hún sér að leggja mat á stöðu mála áður en hún tæki afstöðu til bónar Bjarna. Hún boðaði að hún gerði grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni. Halla gaf fréttamönnum ekki kost á að spyrja spurninga þar sem hún sagðist ekki hafa neinu við yfirlýsingu sína að bæta að sinni. Að fundinum loknum sendi forsetaembættið út yfirlýsingu þar sem fram kom dagskrá funda með leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna í dag. Kristrún Frostadóttir kemur á fund forseta kl. 10:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kemur á fund forseta kl. 11:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kemur á fund forseta kl. 12:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kemur á fund forseta kl. 16:45 Inga Sæland kemur á fund forseta kl. 16:00. Bjarni sagði fyrir fundinn að það hversu langan tíma það formsatriði að fá leyfi forseta fyrir þingrofi tæki hefði áhrif á hvort kosið yrði til Alþingis 23. nóvember eða 30. nóvember. Liggi ákvörðun forseta fyrir á morgun yrði kjördagur 23. nóvember en dragist það til miðvikudags yrði kosið viku síðar. Þá sagðist Bjarni gera ráð fyrir að forseti féllist á bón hans, annað yrði afar óvenjulegt.
Forseti Íslands Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Halla Tómasdóttir Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Óvenjulegt ef forseti féllist ekki á ósk um þingrof Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gerir ráð fyrir að Halla Tómasdóttir, forseti, verði við bón hans um þingrof og að það væri afar óvenjulegt ef hún gerði það ekki. Það hversu fljótt þing verði rofið hafi áhrif á kjördag. 14. október 2024 09:22 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Óvenjulegt ef forseti féllist ekki á ósk um þingrof Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gerir ráð fyrir að Halla Tómasdóttir, forseti, verði við bón hans um þingrof og að það væri afar óvenjulegt ef hún gerði það ekki. Það hversu fljótt þing verði rofið hafi áhrif á kjördag. 14. október 2024 09:22