Greint er frá andláti Franks í Morgunblaðinu í dag. Frank flutti 25 ára til Íslands árið 1991 ásamt Auðbjörgu Halldórsdóttur sem hann hafði kynnst við háskólanám í Boston. Þau giftu sig árið 1992 og skildu árið 2021. Þau eignuðust þrjár dætur sem Frank lætur eftir sig.
Frank starfaði í seinni tíð sem leiðsögumaður og pistlahöfundur hjá Iceland Review. Hann var mikill tungumálamaður og talaði auk ensku þýsku, frönsku, íslensku og flæmsku auk þess að leggja stund á spænsku. Útför Franks fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 18. október klukkan 13.