Verðlaunaðir fyrir rannsóknir á áhrifum stofnana á auðlegð þjóða Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2024 11:40 Fulltrúar Nóbelsnefndarinnar undir glæru með myndum af verðlaunahöfunum þremur í hagfræði árið 2024. AP/Christine Olsson/TT News Agency Þrír hagfræðingar deila Nóbelsverðlaunum í hagfræði fyrir rannsóknir sem sýna hvaða þýðingu stofnanir samfélagsins hafa fyrir velgengni þess. Rannsóknir þeirra eru sagðar hafa varpað ljósi á hvers vegna sumum þjóðum vegnar vel en öðrum illa. Þeir Daron Acemoglu og Simon Johnson frá Tæknisháskóla Massachusetts (MIT) hlutu Nóbelsverðlaunin ásamt James A. Robinson frá Háskólanum í Chicago í Bandaríkjunum. Í rökstuðningi fyrir valinu segir að rannsóknir þremenninganna skýri hvers vegna ríki þar sem réttarríkið stendur höllum fæti og stofnanir eru veikar ná ekki að vaxa og dafna. Rannsóknir þeirra sýni ennfremur hvaða áhrif stofnanir samfélagsins hafi á velgengni þjóða. Þeir Acemoglu og Robinson skrifuðu saman bókina „Why Nations Fail: The Origins of Power, Prosperity and Poverty“ árið 2012. Í henni færðu þeir rök fyrir því að manngerð vandamál væru ástæða þess að sum ríki festust í fátæktargildru. Tóku þeir sem dæmi tvær landamæraborgir hvor sínu megin við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó sem deila sama landslagi, loftslagi og að stórum hluta uppruna og menningu. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að bandarísku borginni vegnaði mun betur en þeirri mexíkósku vegna þess að bandaríska kerfið tryggði eignarrétt borgaranna og að þeir hefðu áhrif á stjórn samfélagsins. Acemoglu sagði í dag að rannsóknir þeirra sýndu fram á gildi lýðræðislegra stofnana. Lýðræðið sem slíkt væri þó ekki undralyf og mjög erfitt væri að koma því á þar sem það væri ekki fyrir. „Þegar maður bæti kosningum við, skapar það stundum átök,“ sagði Acemoglu þegar Nóbelsnefndin náði í skottið á honum eftir að hún tilkynnti um verðlaunahafana. Svíþjóð Stjórnsýsla Nóbelsverðlaun Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Þeir Daron Acemoglu og Simon Johnson frá Tæknisháskóla Massachusetts (MIT) hlutu Nóbelsverðlaunin ásamt James A. Robinson frá Háskólanum í Chicago í Bandaríkjunum. Í rökstuðningi fyrir valinu segir að rannsóknir þremenninganna skýri hvers vegna ríki þar sem réttarríkið stendur höllum fæti og stofnanir eru veikar ná ekki að vaxa og dafna. Rannsóknir þeirra sýni ennfremur hvaða áhrif stofnanir samfélagsins hafi á velgengni þjóða. Þeir Acemoglu og Robinson skrifuðu saman bókina „Why Nations Fail: The Origins of Power, Prosperity and Poverty“ árið 2012. Í henni færðu þeir rök fyrir því að manngerð vandamál væru ástæða þess að sum ríki festust í fátæktargildru. Tóku þeir sem dæmi tvær landamæraborgir hvor sínu megin við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó sem deila sama landslagi, loftslagi og að stórum hluta uppruna og menningu. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að bandarísku borginni vegnaði mun betur en þeirri mexíkósku vegna þess að bandaríska kerfið tryggði eignarrétt borgaranna og að þeir hefðu áhrif á stjórn samfélagsins. Acemoglu sagði í dag að rannsóknir þeirra sýndu fram á gildi lýðræðislegra stofnana. Lýðræðið sem slíkt væri þó ekki undralyf og mjög erfitt væri að koma því á þar sem það væri ekki fyrir. „Þegar maður bæti kosningum við, skapar það stundum átök,“ sagði Acemoglu þegar Nóbelsnefndin náði í skottið á honum eftir að hún tilkynnti um verðlaunahafana.
Svíþjóð Stjórnsýsla Nóbelsverðlaun Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira