Rafíþróttir

Selir enn á hælum Þórs í Overwatch

Þórarinn Þórarinsson skrifar
Staða liða í Tölvulistadeildinni í Overwatch er óbreytt eftir 6.umferð.
Staða liða í Tölvulistadeildinni í Overwatch er óbreytt eftir 6.umferð.

Þórsarar eru enn tap­lausir í Tölvu­lista­­deildinni í Overwatch og halda topp­sætinu, með 18 stig, eftir 3-1 sigur á Tröll-Loop í 6. um­­­ferð.

Selirnir frá Selfossi eru þó enn á hælum Akureyringanna með 16 stig enda höfðu leikir umferðarinnar enginn áhrif á stöðu liða á töflunni.



Úrslit 6. umferðar

Þór vs Tröll-Loop    3-1

Selir vs Böðlar          3-1

Jötunn vs Dusty       0-3

Staða liða er óbreytt milli umferða í Tölvulistadeildinni í Overwatch.

Tengdar fréttir

Þór sigraðist á Selum í topp­bar­áttunni

Lið Þórs frá Akur­eyri er enn tap­laust í Tölvu­lista­deildinni í Overwatch eftir 2-1 sigur á Selunum frá Sel­fossi í 5. um­ferð þar sem liðin voru jöfn að stigum þegar þau hófu bar­áttuna um fyrsta sætið á laugar­daginn.






×