Opið bréf til borgarstjóra Helga Þórormsdóttir skrifar 14. október 2024 16:02 Ég ætla að byrja á að viðurkenna mistök mín og gangast við þeim því það er það sem ég kenni nemendum mínum að gera og vonast til að kenna þér það með þessu bréfi. Fyrir tveimur árum sat ég námskeið hjá framsókn í Reykjavík þar sem þú ræddir um framkomu gagnvart fjölmiðlum og kosningabaráttuna sem framundan var fyrir sveitastjórnakosningar. Þar var þér teflt fram sem borgarstjóraefni framsóknar í Reykjavík. Ég hlustaði af athygli og aðdáun og var svo stolt af þér í borgarstjóra framboðið. Ég féll algerlega fyrir þér sem borgarstjóra og framsóknarmanni og taldi þig frábæran leiðtoga þannig þú getur ímyndað þér skellinn í gær þegar ég las og horfði á ummælin þín. Ég hef starfað sem kennari í yfir 10 ár, og stjórnandi í 3 ár. Ég ætla ekki að segja þér kæri borgarstjóri hversu mikið starfið mitt hefur breyst undanfarin ár, það sem einu sinni var kennsla, þar sem átti að hugsa um kennsluaðferð og kennslufræði barna, er orðið svo allt annað núna! Ég er með svo marga hatta að ég ber þá engan veginn, námið mitt í kennslufræðum gerði ekki ráð fyrir að ég þyrfti að verða sálfræðingur, geðlæknir, foreldri, ráðgjafi og almennur sérfræðingur í næstum því öllu. Hattarnir mínir á hverjum degi eru óteljandi og á það við um alla mína kollega í stéttinni minni! Við erum að drukkna en reynum að halda okkur á floti á hverjum degi. Við mætum með bros á vör í vinnuna, nýr dagur, ný tækifæri og sem betur fer er kennarastarfið aldrei leiðinlegt því að það kemur svo mikið upp á hverjum degi að þú myndir ekki trúa því. Ég hef tekið á móti mörgum kennaranemum og nýútskrifuðum kennurum og þeir eru alltaf jafn hissa þegar þeir byrja að kenna og átta sig á því hvað felst í raun í kennslu. Það er nefninlega málið, þorri manna veit ekki hvað felst í því að vera kennari og hversu ótrúlega fjölbreytt verkefnin eru. Við vitum að við völdum okkur þetta starf, enda valið af ástríðu en síðan kemur launaseðillinn hver mánaðarmót og flest okkar þurfum að vinna aðra vinnu ásamt kennslunni. Samt sem áður er starfið okkar frá 7:45 -16:30 og lítill tími fyrir aðra vinnu en mjög margir í kennarastéttinni láta sig hafa það. Því kennslan er það sem við viljum lifa fyrir. Ég verð samt líka að minnast á ummæli þín um veikindi kennara, það væri áhugavert að taka saman hversu margir kennarar eru í veikindaleyfi og hversu margir eru það vegna myglu í húsnæði. Það er enginn sem fer léttvægt í veikindaleyfi, því ég veit það sjálf að það eru þung spor en svo nauðsynleg stundum. Við kennarastéttin þurfum að hlúa að okkur og setja súrefnisgrímuna fyrst á okkur til að geta bjargað börnunum og það er nákvæmlega þess vegna sem ég ætla að taka þátt í verkfallsbaráttunni! Kæri Einar, mig langar svo að skora á þig að biðjast raunverulega afsökunar á þessum ummælum þínum, það er ekki nóg að setja einhvern fallegan texta út í kosmósið, það sem ég myndi vilja sjá þig gera er að hafa samband við skóla á höfuðborgarsvæðinu (ég veit þeir tækju glaðir á móti þér því það er mikill kennaraskortur) Ég vil sjá þig vinna í skóla þar í nokkra daga sem alvöru kennari, síðan máttu ræða við okkur opinberlega um skólamál eins og þig listir. Eins og ég kom að hér að ofan er ég orðinn stjórnandi í skóla núna, ég reyni að bera hag minna kennara alltaf fyrir brjósti og ég tala nú ekki um hag barnanna minna. Það er erfitt að gera eins vel og maður getur þegar kennara skorturinn er eins mikill og hann er orðinn. Þegar síminn hringir og manneskja sem er varla með stúdentspróf biður um vinnu, liggur við að maður hoppi af kæti því hún gæti komið að kenna, við erum komin þangað minn kæri. Ef við ætlum ekki að stefna þangað þurfum við virkilega að gera eitthvað í okkar málum, kennarar eru fagstétt og þurfa að fá laun og virðinguna sem þeir eiga skilið. Þar er alls ekki bara við þig að sakast en þú ert fyrirmynd og þegar leiðtogi eins og þú hefur þessar skoðanir og völdin til að koma þeim áfram erum við á slæmri vegferð. Í gær varð ég sorgmædd, leið og uppgefin en síðan hugsaði ég með mér að nú þurfa kennarar svo sannarlega að standa saman. Ég sá það síðan strax þegar ég opnaði samfélagsmiðla í morgun að baráttan okkar er hafin, við látum ekki koma svona fram við okkur. Samfélagið allt þarf að átta sig á þeim fjársjóði sem við kennarar höfum að geyma, við þurfum að fá tíma og rúm til að skipuleggja kennsluna en ekki standa í endalausum auka verkefnum frá vinstri, hægri, miðju eða að ofan. Við viljum einbeita okkur að börnunum og það er það sem við eigum að fá að gera. Þið þurfið að treysta okkur til þess því við höfum oft sýnt það og sannað að við erum traustsins verð! Það kostar að reka faglegt og gott skólakerfi þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttum nemendahópi og þannig skólakerfi viljum við standa fyrir. Við viljum það sem er börnunum fyrir bestu því þau eru fjársjóður framtíðarinnar. Ég ætla ljúka þessum orðum með því að segja við þig eins og ég segi við nemendurna mína: Við getum öll gert mistök, þau eru til þess að læra af. Þegar við gerum mistök er mikilvægt að viðurkenna þau og gangast við þeim. Með von um skjót viðbrögð Höfundur er deildarstjóri og fyrrverandi grunnskólakennari til margra ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi. Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Ég ætla að byrja á að viðurkenna mistök mín og gangast við þeim því það er það sem ég kenni nemendum mínum að gera og vonast til að kenna þér það með þessu bréfi. Fyrir tveimur árum sat ég námskeið hjá framsókn í Reykjavík þar sem þú ræddir um framkomu gagnvart fjölmiðlum og kosningabaráttuna sem framundan var fyrir sveitastjórnakosningar. Þar var þér teflt fram sem borgarstjóraefni framsóknar í Reykjavík. Ég hlustaði af athygli og aðdáun og var svo stolt af þér í borgarstjóra framboðið. Ég féll algerlega fyrir þér sem borgarstjóra og framsóknarmanni og taldi þig frábæran leiðtoga þannig þú getur ímyndað þér skellinn í gær þegar ég las og horfði á ummælin þín. Ég hef starfað sem kennari í yfir 10 ár, og stjórnandi í 3 ár. Ég ætla ekki að segja þér kæri borgarstjóri hversu mikið starfið mitt hefur breyst undanfarin ár, það sem einu sinni var kennsla, þar sem átti að hugsa um kennsluaðferð og kennslufræði barna, er orðið svo allt annað núna! Ég er með svo marga hatta að ég ber þá engan veginn, námið mitt í kennslufræðum gerði ekki ráð fyrir að ég þyrfti að verða sálfræðingur, geðlæknir, foreldri, ráðgjafi og almennur sérfræðingur í næstum því öllu. Hattarnir mínir á hverjum degi eru óteljandi og á það við um alla mína kollega í stéttinni minni! Við erum að drukkna en reynum að halda okkur á floti á hverjum degi. Við mætum með bros á vör í vinnuna, nýr dagur, ný tækifæri og sem betur fer er kennarastarfið aldrei leiðinlegt því að það kemur svo mikið upp á hverjum degi að þú myndir ekki trúa því. Ég hef tekið á móti mörgum kennaranemum og nýútskrifuðum kennurum og þeir eru alltaf jafn hissa þegar þeir byrja að kenna og átta sig á því hvað felst í raun í kennslu. Það er nefninlega málið, þorri manna veit ekki hvað felst í því að vera kennari og hversu ótrúlega fjölbreytt verkefnin eru. Við vitum að við völdum okkur þetta starf, enda valið af ástríðu en síðan kemur launaseðillinn hver mánaðarmót og flest okkar þurfum að vinna aðra vinnu ásamt kennslunni. Samt sem áður er starfið okkar frá 7:45 -16:30 og lítill tími fyrir aðra vinnu en mjög margir í kennarastéttinni láta sig hafa það. Því kennslan er það sem við viljum lifa fyrir. Ég verð samt líka að minnast á ummæli þín um veikindi kennara, það væri áhugavert að taka saman hversu margir kennarar eru í veikindaleyfi og hversu margir eru það vegna myglu í húsnæði. Það er enginn sem fer léttvægt í veikindaleyfi, því ég veit það sjálf að það eru þung spor en svo nauðsynleg stundum. Við kennarastéttin þurfum að hlúa að okkur og setja súrefnisgrímuna fyrst á okkur til að geta bjargað börnunum og það er nákvæmlega þess vegna sem ég ætla að taka þátt í verkfallsbaráttunni! Kæri Einar, mig langar svo að skora á þig að biðjast raunverulega afsökunar á þessum ummælum þínum, það er ekki nóg að setja einhvern fallegan texta út í kosmósið, það sem ég myndi vilja sjá þig gera er að hafa samband við skóla á höfuðborgarsvæðinu (ég veit þeir tækju glaðir á móti þér því það er mikill kennaraskortur) Ég vil sjá þig vinna í skóla þar í nokkra daga sem alvöru kennari, síðan máttu ræða við okkur opinberlega um skólamál eins og þig listir. Eins og ég kom að hér að ofan er ég orðinn stjórnandi í skóla núna, ég reyni að bera hag minna kennara alltaf fyrir brjósti og ég tala nú ekki um hag barnanna minna. Það er erfitt að gera eins vel og maður getur þegar kennara skorturinn er eins mikill og hann er orðinn. Þegar síminn hringir og manneskja sem er varla með stúdentspróf biður um vinnu, liggur við að maður hoppi af kæti því hún gæti komið að kenna, við erum komin þangað minn kæri. Ef við ætlum ekki að stefna þangað þurfum við virkilega að gera eitthvað í okkar málum, kennarar eru fagstétt og þurfa að fá laun og virðinguna sem þeir eiga skilið. Þar er alls ekki bara við þig að sakast en þú ert fyrirmynd og þegar leiðtogi eins og þú hefur þessar skoðanir og völdin til að koma þeim áfram erum við á slæmri vegferð. Í gær varð ég sorgmædd, leið og uppgefin en síðan hugsaði ég með mér að nú þurfa kennarar svo sannarlega að standa saman. Ég sá það síðan strax þegar ég opnaði samfélagsmiðla í morgun að baráttan okkar er hafin, við látum ekki koma svona fram við okkur. Samfélagið allt þarf að átta sig á þeim fjársjóði sem við kennarar höfum að geyma, við þurfum að fá tíma og rúm til að skipuleggja kennsluna en ekki standa í endalausum auka verkefnum frá vinstri, hægri, miðju eða að ofan. Við viljum einbeita okkur að börnunum og það er það sem við eigum að fá að gera. Þið þurfið að treysta okkur til þess því við höfum oft sýnt það og sannað að við erum traustsins verð! Það kostar að reka faglegt og gott skólakerfi þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttum nemendahópi og þannig skólakerfi viljum við standa fyrir. Við viljum það sem er börnunum fyrir bestu því þau eru fjársjóður framtíðarinnar. Ég ætla ljúka þessum orðum með því að segja við þig eins og ég segi við nemendurna mína: Við getum öll gert mistök, þau eru til þess að læra af. Þegar við gerum mistök er mikilvægt að viðurkenna þau og gangast við þeim. Með von um skjót viðbrögð Höfundur er deildarstjóri og fyrrverandi grunnskólakennari til margra ára.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun