Þetta sagði Orri við fréttastofu að loknum fundi þingflokks Vinstri grænna. „Við vorum að fara yfir stöðuna með okkar formanni.“
Hann segir Vinstri græna treysta sér til að taka ábyrgð á þeim málum sem þarf að klára fyrir kosningar, líkt og fjárlög. Ekki sé mikil reynsla af minnihlutastjórnum á Íslandi, en Orri segist afar spenntur fyrir þeim möguleika.
Aðspurður um hvort hann vilji frekar minnihlutastjórn heldur en áframhaldandi stjórnarsamstarf segir Orri að allir flokkar í núverandi stjórnarsamstarfi þurfi að treysta sér til að halda áfram ætli þeir að gera það.
„Eins og ég segi. Ég túlka orð forsætiráðherra eins og hann treysti sér ekki lengur.“
Orri deilir áhyggjum Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra um að pólitískur órói sem þessi hafi ekki góð áhrif á efnahagsmálin.