Rafíþróttir

Höfuðand­stæðingarnir tveir skiptu sjö­ttu um­ferð á milli sín

Þórarinn Þórarinsson skrifar
Þegar ELKO-Deildin í Fortnite er rétt hálfnuð hafa Denas og Kristófer tekið afgerandi forystu og halda áfram að skiptast nokkuð jafnt á sigrum.
Þegar ELKO-Deildin í Fortnite er rétt hálfnuð hafa Denas og Kristófer tekið afgerandi forystu og halda áfram að skiptast nokkuð jafnt á sigrum.

Kristófer Tristan og Denas Kazu­lis eru enn í tveimur efstu sætum ELKO-Deildarinnar í Fortnite eftir að hafa sigrað hvor sinn leikinn í 6. umferð sem var spiluð í gærkvöld.

Þeir Denas og Kristófer skiptu sigrum nokkuð jafnt á milli sín á fyrri helmingi mótsins og frammistaða þeirra í gær bendir til þess að þeir ætli að uppteknum hætti í seinni hlutanum.

Kristófer bauð þó upp á þau nýmæli að vinna fyrri leik kvöldsins en hann hefur átt það til að byrja kaldur en koma funheitur inn í seinni leikina og sigra þá með tilþrifum.

Þessir höfuðandstæðingar í deildinni hafa skipst á að hirða toppsætið í síðustu umferðum og eftir 5. umferð var Denas 11 stigum á eftir Kristófer sem nær enn, naumlega, að halda toppsætinu.

Staðan á toppi ELKO-Deildarinnar:

#1 Kristófer Tristan (iKristoo) 228

#2 Denas Kazulis (denas 13) 217

#3 Emil Víkingur (Rich Emil) 133

#4 Lester Search (aim like Lester) 111

Denas náði að saxa vel á forskot Kristófers í gær þannig að nú skilja aðeins tvö stig þá að á toppi Elko-Deildarinnar þar sem Kristófer leiðir með 276 stig en Denas andar ofan í hálsmálið á honum með 274. Talsvert langt að baki þeirra er svo Emil Víkingur í 3. sæti með 158 stig.


Tengdar fréttir

Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortni­te

Kristófer Tristan vann seinni leikinn í ELKO-Deildinni í Fortni­te á mánu­dags­kvöld og komst þannig í 1. sæti deildarinnar með 11 stiga for­skot á aðal keppi­nautinn, Denas Kazu­lis.






×