Þorsteinn Leó: Ég sá að stúkan var hálf blá Þorsteinn Hjálmsson skrifar 15. október 2024 21:41 Þorsteinn Leó Gunnarsson í hrömmum Alexanders Peterssonar. vísir/Anton Þorsteinn Leó Gunnarsson, leikmaður Porto, bjóst ekki við að lið hans myndi missa dampinn eftir góðan fyrri hálfleik, en liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik gegn Val. Valsmenn komu þó til baka og lauk leiknum með jafntefli, 27-27, og deildu liðin stigunum á milli sín í þessari annarri umferð Evrópudeildarinnar. Aðspurður hvort Þorsteinn Leó hafi búist við þessum viðsnúningi í leiknum, þá svaraði hann því neitandi. „Nei alls ekki. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og með mjög góða vörn og við vorum sáttir með þetta og sóknarleikurinn kom upp þarna síðustu 15 í fyrri hálfleik. Svo bara klikkar eitthvað í seinni. Við klikkum á dauðafærum og svo einhvern veginn missum við sjálfstraustið að vera klúðra, Björgvin [Páll Gústavsson] var heitur. Þetta var skrítinn leikur, mjög skrítinn.“ Þorsteinn Leó kom einmitt inn á eftir um korters leik og fannst honum margt breytast með innkomu sinni. Hann hrósar þó Valsmönnum fyrir að hafa lokað á sig í seinni hálfleik. „Já klárlega. Það var eins og þeir voru undirbúnir fyrir mig en ekki alveg á öllum atriðunum, en svo í seinni hálfleik þarf ég bara að taka hatt minn fyrir þeim. Þeir spiluðu mjög góða vörn á móti mér.“ Aðspurður hvernig stemmningin hafi verið inn í klefa Porto í hálfleik þar sem liðið var sjö mörkum yfir, þá svaraði Þorsteinn Leó því á þennan veg. „Við vorum bara mjög léttir inn í klefa, allir brosandi einhvern veginn og héldum að við værum komnir með þetta og ætluðum bara að sigla þessu heim. En svo bara fór sjálfstraustið hjá liðinu. Þetta var mjög sérstakt. Við grófum okkur í einhverja holu sem við komumst ekki upp úr, þetta var svekkjandi.“ Þorsteinn Leó fór út í atvinnumennsku í sumar frá uppeldisfélagi sínu Aftureldingu þar sem hann var ein af stjörnum Olís-deildarinnar. Það var því skemmtileg upplifun fyrir Þorstein Leó að fá að spila á Íslandi með nýju félagi, en stór hluti annarrar stúlkunnar var hvít og blá, í Porto litunum. Ísak Gústafsson sækir að marki Porto og Þorsteinn Leó tekur á móti honum.vísir/Anton „Geggjuð upplifun, mjög góð stemning. Ég var með svakalega tilhlökkun fyrir þennan leik, ég var mjög spenntur. Ég var búinn að kaupa sjálfur einhverjar 40 treyjur til að koma með hingað. Ég sá að stúkan var hálf blá hérna. Það var mikil tilhlökkun fyrir leiknum en lokaniðurstaðan er svekkjandi,“ sagði Þorsteinn Leó um upplifunina. Aðspurður út í fyrstu mánuði atvinnumennskunnar, segir Þorsteinn Leó það vera draumi líkast. „Þetta er draumur, að vera atvinnumaður og ég er bara að spila handbolta. Þetta er draumurinn minn. Mér finnst þetta gríðarlega gaman að það eina sem ég er að gera er að vera atvinnumaður í handbolta, bara geggjað. Þetta var það sem ég stefndi að síðan ég var krakki. Ég er algjörlega að lifa drauminn.“ Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Aðspurður hvort Þorsteinn Leó hafi búist við þessum viðsnúningi í leiknum, þá svaraði hann því neitandi. „Nei alls ekki. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og með mjög góða vörn og við vorum sáttir með þetta og sóknarleikurinn kom upp þarna síðustu 15 í fyrri hálfleik. Svo bara klikkar eitthvað í seinni. Við klikkum á dauðafærum og svo einhvern veginn missum við sjálfstraustið að vera klúðra, Björgvin [Páll Gústavsson] var heitur. Þetta var skrítinn leikur, mjög skrítinn.“ Þorsteinn Leó kom einmitt inn á eftir um korters leik og fannst honum margt breytast með innkomu sinni. Hann hrósar þó Valsmönnum fyrir að hafa lokað á sig í seinni hálfleik. „Já klárlega. Það var eins og þeir voru undirbúnir fyrir mig en ekki alveg á öllum atriðunum, en svo í seinni hálfleik þarf ég bara að taka hatt minn fyrir þeim. Þeir spiluðu mjög góða vörn á móti mér.“ Aðspurður hvernig stemmningin hafi verið inn í klefa Porto í hálfleik þar sem liðið var sjö mörkum yfir, þá svaraði Þorsteinn Leó því á þennan veg. „Við vorum bara mjög léttir inn í klefa, allir brosandi einhvern veginn og héldum að við værum komnir með þetta og ætluðum bara að sigla þessu heim. En svo bara fór sjálfstraustið hjá liðinu. Þetta var mjög sérstakt. Við grófum okkur í einhverja holu sem við komumst ekki upp úr, þetta var svekkjandi.“ Þorsteinn Leó fór út í atvinnumennsku í sumar frá uppeldisfélagi sínu Aftureldingu þar sem hann var ein af stjörnum Olís-deildarinnar. Það var því skemmtileg upplifun fyrir Þorstein Leó að fá að spila á Íslandi með nýju félagi, en stór hluti annarrar stúlkunnar var hvít og blá, í Porto litunum. Ísak Gústafsson sækir að marki Porto og Þorsteinn Leó tekur á móti honum.vísir/Anton „Geggjuð upplifun, mjög góð stemning. Ég var með svakalega tilhlökkun fyrir þennan leik, ég var mjög spenntur. Ég var búinn að kaupa sjálfur einhverjar 40 treyjur til að koma með hingað. Ég sá að stúkan var hálf blá hérna. Það var mikil tilhlökkun fyrir leiknum en lokaniðurstaðan er svekkjandi,“ sagði Þorsteinn Leó um upplifunina. Aðspurður út í fyrstu mánuði atvinnumennskunnar, segir Þorsteinn Leó það vera draumi líkast. „Þetta er draumur, að vera atvinnumaður og ég er bara að spila handbolta. Þetta er draumurinn minn. Mér finnst þetta gríðarlega gaman að það eina sem ég er að gera er að vera atvinnumaður í handbolta, bara geggjað. Þetta var það sem ég stefndi að síðan ég var krakki. Ég er algjörlega að lifa drauminn.“
Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira