Útilokar ekkert en mundar tuskuna gegn smjörklípunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. október 2024 12:30 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR og Bjargs. Vísir/Arnar „Ég bíð við símann og fylgist með í gegnum dyrabjölluna heima,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Bjargs íbúðafélags, í léttum dúr þegar hann er inntur eftir því hvort hann vonist til að lenda á uppstilltum lista fyrir þingkosningarnar. Hann segist, í aðeins meiri alvöru, ekki hafa verið sérstaklega spenntur fyrir því hingað til að fara á þing en það sé best að útiloka ekki neitt. Hins vegar liggi bráðast við að tryggja að kosningabaráttan snúist um að ráðast gegn raunverulegum vandamálum, frekar en að stara á strámenn. „Maður er bara að fylgjast með. Það er auðvitað verið að þrýsta mjög mikið á forystu verkalýðshreyfingarinnar að taka meiri þátt í pólitíkinni og ég bara vona að sem flestir geri sig gilda innan flokkanna. Það er eina leiðin til að hafa áhrif á pólitíkina, að taka þátt.“ Ragnar segist munu fylgjast spenntur eftir því hvernig raðast á lista hjá stjórnmálaflokkunum; ekki veiti af endurnýjun. „Ég er bara guðslifandi feginn,“ svarar hann um leið, spurður að því hvernig tíðindi helgarinnar hafi farið í hann. Mönnum hafi ekki verið stætt á því að bjóða almenningi upp á lengra tímabil „kyrrstöðu og sérhagsmunagæslu“. „Ég held að þetta sé virkilega jákvætt fyrir almennig í landinu. Að fá allavegna að segja skoðun sína í kosningum sem fyrst. Það er eitthvað sem ég óskaði mér.“ Kosningar hafi mögulega áhrif á stöðu kjarasamninga Ragnar Þór sagði í Pallborðinu á Vísi á dögunum að vanefnd loforða frá gerð kjarasamninga gerði það að verkum að ráðist yrði í aðgerðir á haustmánuðum og allra leiða leitað til að rifta samningunum. Mögulega sé nú uppi breytt staða. „Við erum auðvitað að horfa á gríðarlegan uppsafnaðan vanda á húsnæðismarkaði og algjöran glundroða á húsnæðislánamarkaði, þar sem lán eru að stökkbreytast. Þannig að maður bindur auðvitað vonir við að ný ríkisstjórn sem tekur við taki þetta neyðarástand alvarlega,“ segir hann. Ragnar segir ástandið hreint út sagt „sturlað“ og tekur sem dæmi að á meðan verðbólgan hafi farið yfir tólf prósent í Svíþjoð hafi húsnæðisvextir farið hæst í rétt rúm fjögur prósent. Hér hafi þeir farið upp í allt að tólf prósent. Það sé algjört forgangsmál að á Íslandi komist til valda flokkar sem treysti sér til að byggja upp húsnæðislánakerfi á forsendum almennings, ekki á forsendum fjármagnsins og bankanna. „Staðan í dag er sú að lágmarkslaun duga ekki til að leigja þriggja herbergja íbúð í úthverfum höfuðborgarsvæðisins. Það er algjört neyðarástand. Og það sem þó er verði að byggja; þú hefur hvorki efni á að kaupa né leigja þær íbúðir. Það hefur fengið að viðgangast hér núna í meira en tvö kjörtímabil algjör stöðnun og aðgerðaleysi á öllum sviðum velferðarsamfélagsins. Á öllum sviðum sem taka til grunnstoða samfélagsins. Og það er mín skoðun að því fyrr sem henni lýkur, því betra.“ Biðlistar styttist ekki þótt landamærunum sé lokað Ragnar segir mál hafa þróast hratt síðustu daga en það verði forvitnilegt að fylgjast með því hvernig kosningabaráttan þróast. „Ég hef áhyggjur af því að hún fari að snúast um hælisleitendamálin í staðinn fyrir að snúast um það sem raunverulega er að í okkar samfélagi. Hún er þekkt þessi aðferðafræði að taka einn málaflokk eða einn þjóðfélagshóp út fyrir sviga og kenna um allt sem miður fer. En það er augljóst að jafnvel þótt við myndum loka landamærunum myndu biðlistar eftir aðgerðum ekki styttast, biðin á bráðamóttökunni verður áfram átta tímar og það verða enn jafn margir á biðlista eftir húsnæði hjá Bjargi.“ Að sögn Ragnars er vert að ræða útlendingamálin rétt eins og önnur mál en forgangsröðunin þurfi að vera rétt. „Það sem við þurfum bráðnauðsynlega að ræða er húsnæðiskerfið og húsnæðislánakerfið og heilbrigðiskerfið. Þessar grunnstoðir. Þetta hefur fengið að svelta algjörlega síðustu kjörtímabil. Og það er mikill léttir að vita að þessi kyrrstaða hafi verið rofin.“ Ragnar segir það ábyrgð sína og annarra sem eiga kost á því að láta rödd sína heyrast að freista þess að kosningabaráttan snúist um þá hluti sem virkilega skipta máli. „Við verðum að reyna að tryggja það að kosningabaráttan snúist um það sem er raunverulega að og afhjúpa og leiða í ljós hvað hægt er að gera til að komast út úr þessu. Og hjálpa svo þeim flokkum sem eru líklegir til að stýra landinu til að framkvæma. Við höfum komið fram með umfangsmiklar hugmyndir um húsnæðisátak og hvernig breyta má húsnæðislánakerfinu að danskri fyrirmynd þannig að fólk sé tryggt fyrir fjárhagslegu ofbeldi eins og hagstjórnin hefur verið að beita almenning í landinu og flestir finna fyrir. Og það er auðvitað bara óskandi að ný ríkisstjórn hafi kjart til að takast á við þennan grundvallarvanda, sem ekki bara okkar kynslóð heldur framtíðarkynslóðir munu annars standa frammi fyrir.“ Kjaramál Húsnæðismál Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2024 Stéttarfélög Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Hann segist, í aðeins meiri alvöru, ekki hafa verið sérstaklega spenntur fyrir því hingað til að fara á þing en það sé best að útiloka ekki neitt. Hins vegar liggi bráðast við að tryggja að kosningabaráttan snúist um að ráðast gegn raunverulegum vandamálum, frekar en að stara á strámenn. „Maður er bara að fylgjast með. Það er auðvitað verið að þrýsta mjög mikið á forystu verkalýðshreyfingarinnar að taka meiri þátt í pólitíkinni og ég bara vona að sem flestir geri sig gilda innan flokkanna. Það er eina leiðin til að hafa áhrif á pólitíkina, að taka þátt.“ Ragnar segist munu fylgjast spenntur eftir því hvernig raðast á lista hjá stjórnmálaflokkunum; ekki veiti af endurnýjun. „Ég er bara guðslifandi feginn,“ svarar hann um leið, spurður að því hvernig tíðindi helgarinnar hafi farið í hann. Mönnum hafi ekki verið stætt á því að bjóða almenningi upp á lengra tímabil „kyrrstöðu og sérhagsmunagæslu“. „Ég held að þetta sé virkilega jákvætt fyrir almennig í landinu. Að fá allavegna að segja skoðun sína í kosningum sem fyrst. Það er eitthvað sem ég óskaði mér.“ Kosningar hafi mögulega áhrif á stöðu kjarasamninga Ragnar Þór sagði í Pallborðinu á Vísi á dögunum að vanefnd loforða frá gerð kjarasamninga gerði það að verkum að ráðist yrði í aðgerðir á haustmánuðum og allra leiða leitað til að rifta samningunum. Mögulega sé nú uppi breytt staða. „Við erum auðvitað að horfa á gríðarlegan uppsafnaðan vanda á húsnæðismarkaði og algjöran glundroða á húsnæðislánamarkaði, þar sem lán eru að stökkbreytast. Þannig að maður bindur auðvitað vonir við að ný ríkisstjórn sem tekur við taki þetta neyðarástand alvarlega,“ segir hann. Ragnar segir ástandið hreint út sagt „sturlað“ og tekur sem dæmi að á meðan verðbólgan hafi farið yfir tólf prósent í Svíþjoð hafi húsnæðisvextir farið hæst í rétt rúm fjögur prósent. Hér hafi þeir farið upp í allt að tólf prósent. Það sé algjört forgangsmál að á Íslandi komist til valda flokkar sem treysti sér til að byggja upp húsnæðislánakerfi á forsendum almennings, ekki á forsendum fjármagnsins og bankanna. „Staðan í dag er sú að lágmarkslaun duga ekki til að leigja þriggja herbergja íbúð í úthverfum höfuðborgarsvæðisins. Það er algjört neyðarástand. Og það sem þó er verði að byggja; þú hefur hvorki efni á að kaupa né leigja þær íbúðir. Það hefur fengið að viðgangast hér núna í meira en tvö kjörtímabil algjör stöðnun og aðgerðaleysi á öllum sviðum velferðarsamfélagsins. Á öllum sviðum sem taka til grunnstoða samfélagsins. Og það er mín skoðun að því fyrr sem henni lýkur, því betra.“ Biðlistar styttist ekki þótt landamærunum sé lokað Ragnar segir mál hafa þróast hratt síðustu daga en það verði forvitnilegt að fylgjast með því hvernig kosningabaráttan þróast. „Ég hef áhyggjur af því að hún fari að snúast um hælisleitendamálin í staðinn fyrir að snúast um það sem raunverulega er að í okkar samfélagi. Hún er þekkt þessi aðferðafræði að taka einn málaflokk eða einn þjóðfélagshóp út fyrir sviga og kenna um allt sem miður fer. En það er augljóst að jafnvel þótt við myndum loka landamærunum myndu biðlistar eftir aðgerðum ekki styttast, biðin á bráðamóttökunni verður áfram átta tímar og það verða enn jafn margir á biðlista eftir húsnæði hjá Bjargi.“ Að sögn Ragnars er vert að ræða útlendingamálin rétt eins og önnur mál en forgangsröðunin þurfi að vera rétt. „Það sem við þurfum bráðnauðsynlega að ræða er húsnæðiskerfið og húsnæðislánakerfið og heilbrigðiskerfið. Þessar grunnstoðir. Þetta hefur fengið að svelta algjörlega síðustu kjörtímabil. Og það er mikill léttir að vita að þessi kyrrstaða hafi verið rofin.“ Ragnar segir það ábyrgð sína og annarra sem eiga kost á því að láta rödd sína heyrast að freista þess að kosningabaráttan snúist um þá hluti sem virkilega skipta máli. „Við verðum að reyna að tryggja það að kosningabaráttan snúist um það sem er raunverulega að og afhjúpa og leiða í ljós hvað hægt er að gera til að komast út úr þessu. Og hjálpa svo þeim flokkum sem eru líklegir til að stýra landinu til að framkvæma. Við höfum komið fram með umfangsmiklar hugmyndir um húsnæðisátak og hvernig breyta má húsnæðislánakerfinu að danskri fyrirmynd þannig að fólk sé tryggt fyrir fjárhagslegu ofbeldi eins og hagstjórnin hefur verið að beita almenning í landinu og flestir finna fyrir. Og það er auðvitað bara óskandi að ný ríkisstjórn hafi kjart til að takast á við þennan grundvallarvanda, sem ekki bara okkar kynslóð heldur framtíðarkynslóðir munu annars standa frammi fyrir.“
Kjaramál Húsnæðismál Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2024 Stéttarfélög Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira