Guðmundur Ingi vill fara fram fyrir Samfylkinguna Lovísa Arnardóttir skrifar 16. október 2024 13:48 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu vill fara á Alþingi til að berjast fyrir hagsmunum jaðarsettra hópa. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ætlar að gefa kost á sér í 3. til 4. sæti hjá Samfylkingunni i í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. Guðmundur Ingi ætlaði fram í kosningum árið 2022 en framboð hans var metið ógilt vegna þess að hann uppfyllti ekki skilyrði um kjörgengi vegna þess að hann var ekki með óflekkað mannorð. Guðmundur Ingi ætlar nú að láta reyna að þetta í annað sinn. „Ég ákvað þetta bara í morgun,“ segir Guðmundur. Hann segir að auðvitað muni uppstillingarnefnd ákveða þetta. Hann eigi eftir að tilkynna þeim um ákvörðun sína en geri það síðar í dag. Raunverulegur fulltrúi jaðarsettra „Orð Kristrúnar eru að hún vill hafa breiða fylkingu með fólki úr öllum áttum, ekki einsleitan hóp. Ég ætla að vera raunverulegur fulltrúi minnihlutahópa og jaðarsettra,“ segir Guðmundur Ingi og að hans mál séu velferðarmál. Guðmundur Ingi hefur mikið unnið með heimilislausum, föngum og fólki með vímuefnaraskanir. Hann segir þróun úrræða og aðstoðar fyrir þessa hópa ekki þróast nægilega ört. „Við verðum að grípa í taumana og gera þetta sjálf. Jaðarsettir hópar eins og heimilislausir og fangar og fólk með vímuefnaraskanir. Ríkið þarf að koma meira að málum. Það er ört stækkandi hópur í samfélaginu sem fellur á milli kerfa og á meðan rífast ríki og sveitarfélög um það hver eigi að sjá um hvað. Það þarf bara að leysa þessi mál í eitt skipti fyrir öll. Það langar mig að gera,“ segir Guðmundur Ingi. Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Fíkn Fangelsismál Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Guðmundur Árni stefnir á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi „Það er mikill hugur í mér,“ svarar Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarstjórnarmaður í Hafnarfirði, spurður að því hvort hann verði á lista fyrir Samfylkinguna í komandi þingkosningum. 16. október 2024 11:29 Getur ekki orða bundist yfir útspili Vinstri grænna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segist ekki geta orða bundist þegar kemur að Vinstri grænum og pólitísku inntaki flokksins. 15. október 2024 21:46 „Jafn óábyrgt og að slíta stjórninni“ Forseti Alþýðusambandsins segir að með stjórnarslitum séu ráðandi öfl að hlaupast undan verkefninu, loks þegar árangur sé að nást í baráttu við háa vexti og verðbólgu. Hann kveðst gáttaður á því Vinstri græn taki ekki þátt í starfsstjórn. 16. október 2024 11:54 Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Sjá meira
Guðmundur Ingi ætlaði fram í kosningum árið 2022 en framboð hans var metið ógilt vegna þess að hann uppfyllti ekki skilyrði um kjörgengi vegna þess að hann var ekki með óflekkað mannorð. Guðmundur Ingi ætlar nú að láta reyna að þetta í annað sinn. „Ég ákvað þetta bara í morgun,“ segir Guðmundur. Hann segir að auðvitað muni uppstillingarnefnd ákveða þetta. Hann eigi eftir að tilkynna þeim um ákvörðun sína en geri það síðar í dag. Raunverulegur fulltrúi jaðarsettra „Orð Kristrúnar eru að hún vill hafa breiða fylkingu með fólki úr öllum áttum, ekki einsleitan hóp. Ég ætla að vera raunverulegur fulltrúi minnihlutahópa og jaðarsettra,“ segir Guðmundur Ingi og að hans mál séu velferðarmál. Guðmundur Ingi hefur mikið unnið með heimilislausum, föngum og fólki með vímuefnaraskanir. Hann segir þróun úrræða og aðstoðar fyrir þessa hópa ekki þróast nægilega ört. „Við verðum að grípa í taumana og gera þetta sjálf. Jaðarsettir hópar eins og heimilislausir og fangar og fólk með vímuefnaraskanir. Ríkið þarf að koma meira að málum. Það er ört stækkandi hópur í samfélaginu sem fellur á milli kerfa og á meðan rífast ríki og sveitarfélög um það hver eigi að sjá um hvað. Það þarf bara að leysa þessi mál í eitt skipti fyrir öll. Það langar mig að gera,“ segir Guðmundur Ingi.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Fíkn Fangelsismál Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Guðmundur Árni stefnir á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi „Það er mikill hugur í mér,“ svarar Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarstjórnarmaður í Hafnarfirði, spurður að því hvort hann verði á lista fyrir Samfylkinguna í komandi þingkosningum. 16. október 2024 11:29 Getur ekki orða bundist yfir útspili Vinstri grænna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segist ekki geta orða bundist þegar kemur að Vinstri grænum og pólitísku inntaki flokksins. 15. október 2024 21:46 „Jafn óábyrgt og að slíta stjórninni“ Forseti Alþýðusambandsins segir að með stjórnarslitum séu ráðandi öfl að hlaupast undan verkefninu, loks þegar árangur sé að nást í baráttu við háa vexti og verðbólgu. Hann kveðst gáttaður á því Vinstri græn taki ekki þátt í starfsstjórn. 16. október 2024 11:54 Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Sjá meira
Guðmundur Árni stefnir á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi „Það er mikill hugur í mér,“ svarar Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarstjórnarmaður í Hafnarfirði, spurður að því hvort hann verði á lista fyrir Samfylkinguna í komandi þingkosningum. 16. október 2024 11:29
Getur ekki orða bundist yfir útspili Vinstri grænna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segist ekki geta orða bundist þegar kemur að Vinstri grænum og pólitísku inntaki flokksins. 15. október 2024 21:46
„Jafn óábyrgt og að slíta stjórninni“ Forseti Alþýðusambandsins segir að með stjórnarslitum séu ráðandi öfl að hlaupast undan verkefninu, loks þegar árangur sé að nást í baráttu við háa vexti og verðbólgu. Hann kveðst gáttaður á því Vinstri græn taki ekki þátt í starfsstjórn. 16. október 2024 11:54