Góð menntun borgar sig Jónína Hauksdóttir skrifar 17. október 2024 07:31 Nokkrir dagar eru þar til boðað verkfall hefst í níu skólum; tónlistar- og framhaldsskóla, þremur grunnskólum og fjórum leikskólum. Afstaða kennara er afdráttarlaus og einhuga líkt og sjá má á niðurstöðum atkvæðagreiðslna um aðgerðir. Allir sem greiddu atkvæði í tónlistarskólanum og leik- og grunnskólunum sögðu já við boðun verkfalls, eða 100%, og yfirgnæfandi meirihluti í framhaldsskólanum, eða 81%. Þegar er hafin atkvæðagreiðsla í öðrum framhaldsskóla og ekki er ólíklegt að fleiri kennarar þurfi að taka afstöðu við kjörkassann innan tíðar. Ákvörðun um aðgerðir er ekki léttvæg þó réttur launþega til verkfalla í kjarabaráttu sé skýr. Viðsemjendur kennara, ríki og sveitarfélög, hafa nú tæpan hálfan mánuð til að koma í veg fyrir verkföll sem enginn vill sjá raungerast. Kröfur okkar hjá Kennarasambandi Íslands eru einfaldar og skýrar: Orð skulu standa. Í átta ár höfum við beðið eftir því að ríki og sveit standi við loforð, sem gefið var 2016, um að jafna ómálefnalegan launamun á milli opinbera og almenna markaðarins. Loforð sem gefið var í kjölfar þess að lífeyrisréttindi hins opinbera markaðar voru skert og jöfnuð í takt við almenna markaðinn. Kennarar eru háskólamenntaðir sérfræðingar sem eiga að vera á sömu kjörum og aðrar sambærilegar stéttir á almennum markaði. Þegar tölur Hagstofu Íslands eru skoðaðar í dag kemur þó í ljós að enn er töluverður launamunur á milli kennara og annarra sérfræðinga. Þessi ómálefnalegi launamunur, sem lofað var að leiðrétta fyrir átta árum, hefur afleiðingar sem birtast okkur í grafalvarlegri stöðu í skólum landsins. Það sárvantar kennara. Einungis 24% þeirra sem starfa við kennslu í leikskólum eru kennarar, eða 1 af hverjum 4. Fyrir rúmum tíu árum var þetta hlutfall 37%, sem er ívið skárra, en stenst þó heldur ekki lög, sem kveða á um að tveir þriðju hlutar þeirra sem sinna uppeldi og kennslu í leikskóla skuli vera kennarar, eða 67%. Hlutfall kennara í grunnskólanum er 80%, það þýðir að 1 af hverjum 5 sem sinnir kennslu þar hefur ekki lokið kennaramenntun. Fyrir tíu árum var hlutfall kennara 96%. Í framhaldsskólanum fjölgaði réttindalausum við kennslu um 37% á tíu ára tímabili, eða frá 2011-2021. Í tónlistarskólanum var hlutfallsleg lækkun nemenda 28% á árunum 2009 til 2024, þegar horft er til mannfjöldaþróunar. Kennarar þeirra skóla sem samþykkt hafa verkföll eru fulltrúar allra kennara. En þeir standa ekki einir í baráttunni. Ég biðla til ykkar. Styðjum kennara í orðum og gjörðum. Sendum baráttukveðjur, skrifum og deilum greinum um mikilvægi kennarastarfsins og leiðréttum ósannindi og rangfærslur í orðræðunni. Komum grunnskilaboðunum á framfæri með öllum tiltækum leiðum og ráðum: Verkfallsaðgerðir og baráttan um kjör kennara eru fyrir börnin og framtíð þeirra, menntakerfið og, að endingu, samfélagið allt. Góð menntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins alls. Þar er kennarinn í lykilhlutverki. Með því að fjárfesta í kennurum tryggjum við börnum stöðugleika og aðgengi að gæðamenntun sérfræðinga sem hafa fagmennsku að leiðarljósi. Þannig aukast líkurnar á að börnin nái árangri til frambúðar, bæði félagslega og námslega, fari til dæmis í framhaldsnám og fjölgi þannig tækifærum fullorðinsáranna, sér og samfélaginu til hagsbóta. Með því að fjárfesta í kennurum leggjum við grunninn að samfélagi sem hlúir vel að börnum sínum, veitir þeim jöfn tækifæri, menntun og þjónustu við hæfi, öllum til heilla. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Nokkrir dagar eru þar til boðað verkfall hefst í níu skólum; tónlistar- og framhaldsskóla, þremur grunnskólum og fjórum leikskólum. Afstaða kennara er afdráttarlaus og einhuga líkt og sjá má á niðurstöðum atkvæðagreiðslna um aðgerðir. Allir sem greiddu atkvæði í tónlistarskólanum og leik- og grunnskólunum sögðu já við boðun verkfalls, eða 100%, og yfirgnæfandi meirihluti í framhaldsskólanum, eða 81%. Þegar er hafin atkvæðagreiðsla í öðrum framhaldsskóla og ekki er ólíklegt að fleiri kennarar þurfi að taka afstöðu við kjörkassann innan tíðar. Ákvörðun um aðgerðir er ekki léttvæg þó réttur launþega til verkfalla í kjarabaráttu sé skýr. Viðsemjendur kennara, ríki og sveitarfélög, hafa nú tæpan hálfan mánuð til að koma í veg fyrir verkföll sem enginn vill sjá raungerast. Kröfur okkar hjá Kennarasambandi Íslands eru einfaldar og skýrar: Orð skulu standa. Í átta ár höfum við beðið eftir því að ríki og sveit standi við loforð, sem gefið var 2016, um að jafna ómálefnalegan launamun á milli opinbera og almenna markaðarins. Loforð sem gefið var í kjölfar þess að lífeyrisréttindi hins opinbera markaðar voru skert og jöfnuð í takt við almenna markaðinn. Kennarar eru háskólamenntaðir sérfræðingar sem eiga að vera á sömu kjörum og aðrar sambærilegar stéttir á almennum markaði. Þegar tölur Hagstofu Íslands eru skoðaðar í dag kemur þó í ljós að enn er töluverður launamunur á milli kennara og annarra sérfræðinga. Þessi ómálefnalegi launamunur, sem lofað var að leiðrétta fyrir átta árum, hefur afleiðingar sem birtast okkur í grafalvarlegri stöðu í skólum landsins. Það sárvantar kennara. Einungis 24% þeirra sem starfa við kennslu í leikskólum eru kennarar, eða 1 af hverjum 4. Fyrir rúmum tíu árum var þetta hlutfall 37%, sem er ívið skárra, en stenst þó heldur ekki lög, sem kveða á um að tveir þriðju hlutar þeirra sem sinna uppeldi og kennslu í leikskóla skuli vera kennarar, eða 67%. Hlutfall kennara í grunnskólanum er 80%, það þýðir að 1 af hverjum 5 sem sinnir kennslu þar hefur ekki lokið kennaramenntun. Fyrir tíu árum var hlutfall kennara 96%. Í framhaldsskólanum fjölgaði réttindalausum við kennslu um 37% á tíu ára tímabili, eða frá 2011-2021. Í tónlistarskólanum var hlutfallsleg lækkun nemenda 28% á árunum 2009 til 2024, þegar horft er til mannfjöldaþróunar. Kennarar þeirra skóla sem samþykkt hafa verkföll eru fulltrúar allra kennara. En þeir standa ekki einir í baráttunni. Ég biðla til ykkar. Styðjum kennara í orðum og gjörðum. Sendum baráttukveðjur, skrifum og deilum greinum um mikilvægi kennarastarfsins og leiðréttum ósannindi og rangfærslur í orðræðunni. Komum grunnskilaboðunum á framfæri með öllum tiltækum leiðum og ráðum: Verkfallsaðgerðir og baráttan um kjör kennara eru fyrir börnin og framtíð þeirra, menntakerfið og, að endingu, samfélagið allt. Góð menntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins alls. Þar er kennarinn í lykilhlutverki. Með því að fjárfesta í kennurum tryggjum við börnum stöðugleika og aðgengi að gæðamenntun sérfræðinga sem hafa fagmennsku að leiðarljósi. Þannig aukast líkurnar á að börnin nái árangri til frambúðar, bæði félagslega og námslega, fari til dæmis í framhaldsnám og fjölgi þannig tækifærum fullorðinsáranna, sér og samfélaginu til hagsbóta. Með því að fjárfesta í kennurum leggjum við grunninn að samfélagi sem hlúir vel að börnum sínum, veitir þeim jöfn tækifæri, menntun og þjónustu við hæfi, öllum til heilla. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun